Leita í fréttum mbl.is

Leiðin greið?

Mikið hlýtur það að vera Samgöngumálaráðherra mikil léttir að borgarstjórn Reykjavíkur skuli vera búin að samþykkja hvaða leið skuli vera farið í lagningu sundabrautar.

Í gær var samþykkt í borgarstjórn áskorun þar sem fram kemur að að borgaryfirvöld hafi samþykkt samhljóða að sundabraut verði lögð í göng. Sú leið sé bæði út frá samgöngu- og umhverfissjónarmiðum langbesta lausnin til langrar framtíðar. Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafi einnig mælt eindregið með því að Sundagöng á leið 1 verði farin.

Jafnframt kemur fram í morgunblaðinu í dag að gerð Sundaganga eiga ekki að fylgja nein stórkostleg vandræði vegna jarðlaga á fyrirhugaðri gangaleið. Þetta telur Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Vegagerðarinnar, en sá ágæti maður er með doktorspróf í jarðfræði.

Um síðustu helgi  lýsti hinsvegar Ísleifur Jónsson, verkfræðingur og fyrrverandi stjórnandi Jarðborana ríkisins, að Jarðgangagerð væri varsöm leið fyrir Sundabraut. Hann nefndi þar hættu á jarðskjálftum og jafnframt að lekt í ungu bergi svæðisins verði mikil. Þessi skoðun hefði kannski getað tafið málið en gott að þeirri hindrun er rutt úr vegi.

Um langt árabil var það alltaf Reykjavíkurborg sem stóð í vegi fyrir því að hægt væri að hefja framkvæmdir við Sundabraut. Talsmenn ríkistjórnarflokkana töluðu alltaf í þá veru.

Að ekki væri búið að ákveða hvar leið ætti að fara. Ekki stæði á ríkisvaldinu að hefja framkvæmdir.

Nú liggur fyrir hvaða leið á að fara með lagningu sundabrautar og Samgönguráðherra hlýtur að setja málið í forgang og hefja undirbúning að framkvæmd strax.

Leiðin er greið og símapeningarnir bíða í bankanum. Ekki eftir neinu að bíða.

Sundabraut í framkvæmd strax.


mbl.is Jarðfræði á leið Sundaganga vel þekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband