Leita í fréttum mbl.is

Þar sem góðærið ríkir?

Átti góða ferð á vestfirði í síðustu viku. Aðra ferðina á þessu sumri vestur á firði og nú voru suðurfirðirnir heimsóttir. Síðan var Flatey heimsótt á leið heim.

Höfðum aðsetur í veiðikofa við Flókalund og áttum þar góðan tíma. Þrír laxar og ein bleikja var það sem veiddist í þessari ferð þótt við héldum að við værum að á leið í bleikjuveiði. Eitthvað skrítið að gerast í ánum þessi  misserin. Menn segja að ætið í sjónum sé svo mikið og það sé ástæða fjölda laxa í ánum.

Litli vestfjarðarhringurinn var farinn. Heimsóttum Bíldudal. Þar var heimsótt safn Jóns Kr. Ólafssonar, Melódíur minninganna. Vorum leyst þar út með gjöfum í formi vínilplatna með Hauki Morteins. Ekki amalegt að fá slíkar gjafir.

Á Tálknafirði var farið í laugina. Hittum þar heimamann sem sagði að menn biðu spenntir eftir niðurstöðu um olíuhreinsunarstöð. Hann hefði sjálfur verið á móti í fyrstu en hefði snúist í afstöðu sinni.

Menn væri einfaldlega búnir að pakka niður í töskur og væru tilbúnir að fara í haust ef ekkert gerðist. Atvinnuástandið væri með þeim hætti.

Þó er atvinnuleysið minnst á Vestfjörðum. Meðalfjöldi atvinnulausra á Vestfjörðum var 18 í maí eða 0,5% af áætluðum mannafla á Vestfjörðum en var 0,6% í apríl. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga kemur fram að "Milli mánaða er breyting á atvinnuleysi lítil sem engin. Þetta er ólíkt því sem gjarnan gerist á vorin þegar árstíðabundin sveifla í efnahagslífinu veldur því að atvinnuástand batnar á þessum tíma. Á hitt ber að líta að atvinnuástandið hefur verið gott síðustu misseri og vart við því að búast að það batni í sumar og líklegt að það versni er kemur fram á haust. Dregið hefur úr fjölgun starfa og víða hefur verið tilkynnt um uppsagnir."

Nokkuð ljóst að annaðhvort er kreppan umtalaða að láta á sér kræla á landsbyggðinni líka eða að góðærið kom aldrei þangað. Eða kannski er þetta bara staðan á suðurfjörðunum.

Patreksfjörður var líka heimsóttur og byggðasafnið að Hnjóti. Byggðasafnið var ótrúlega fróðlegt og fengum við leiðsögn frá safnstjóranum á staðnum yfir hluta safnsins.

Á heimleiðinni var farið með Baldri í Flatey og gist þar í tvær nætur. Aldrei komið í Flatey áður. Kom skemmtilega á óvart. Hótelið yndislegt og maturinn allur matreiddur til frá grunni. Fiskur úr Breiðafirðinum stórkostlegur og súpurnar voru ótrúlega gómsætar.

Ekki í síðasta sinn sem þessi góði staður verður heimsóttur. Heyrðist varla nokkur krepputal þar.

Nú er bara að sjá hvert framhaldið verður í haust. Halda menn áfram um að tala um staðbundna kreppu á höfuðborgarsvæðinu eða færist hún víðar um landið.

Kannski er raunin bara sú að góðærið kom aldrei til sumra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Íbúaþróun á Vestfjörðum 1901-2006

ÁrFjöldi
íbúa
Hlutfall af íbúum
landsins
190112.44715,86%
191013.38615,71%
192013.39714,15%
193013.07112,01%
194012.95310,66%
195011.1667,76%
196010.5075,93%
197010.0504,91%
198010.4794,57%
19909.7983,83%
20008.1502,88%
20067.4702,43%

*Heimild; Baldur Smári Einarsson.

Mín athugasemd; Það er ekki að undra að atvinnuleysi mælist vart á Vestfjörðum !

Níels A. Ársælsson., 15.7.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Var ekki gaman á Tálknafirði?

 Í þróttaaðstaðan, sundlaugin og íþróttahúsið, b´ði byggt upp af eldmóði en hefði verið betur ef hefði fengist að reisa öðruvísi hús, sem hefði verið stærra og með löglegum keppnisvelli en Kerfið bannaði það.  Teikningarnar voru frá svona nokkurskonar ,,Ríkisteiknara" og miklu ódýrara límtréshús frá Danmörku (fjöldaframleidd vegna OL í Þýskalandi) fékkst ekki í gegn.

Laugin lengd og bætt í sjálfboðavinnu að mestu.

Lögleg og flott.

Lagt slitlag á allar götur, gangstéttar og ,,græn svæði" gerð og Skógræktarfélagið Limgarður stofnað og allur þessi skógur, sem þú sérð upp um allt er ávöxtur þessara skemmtilegu gróðursetningaferða.

Svo kom Kvótinn og samþjöppun og atvinnulífinu blæddi og verslunin komst í torf, þar sem leikreglum var breytt að vild, þó svo lög stæðu til annars.

Samt var Sveitasjóður í góðum málum fram yfir aldamót, Sveitastjórnarmenn fóru afar varlega í ,,Félagslega kerfið" sem setti afar marga sveitasjóði á hausinn.

 Tálkanfjörður var kallaður ,,Litla Sovét"  þegar ég fluttist þangað 1977 en þarna er allt fólk framsýnt og duglegt, þessvegna varð svæðið afar ,,blátt" og Dlistinn  hefur verið í meirihluta mestmegnis frá stofnun Sjálfstæðisfélags Tálkanfjarðar.  eitt kjörtímabil var óháður Sjálfstæðismaður með í stjórn.

ÉG varð þeirrar sérstöku ánægju aðnjótand, að standa að stofnun tveggja félaga þarna.  Sjálfstæðifélags Tálknafjarðar og Félagi ungra Sjálfstæðimanna. 

Stoltur af því að hafa átt þátt í að ætta-innansveitar-kronikka var aflögð og Sjálfstæðisstefnan sameinaði íbúa í átaki inn í nútíma sveitafélag.

Yndislegt fólk allt saman.

Auðvitað líka aðrir í V og A-Barð en hjartað er ,,heima"

Miðbæjaríhaldið

af gömlu sortinni

Bjarni Kjartansson, 15.7.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Tek undir með Níels, heimamenn á Patró skýra lítið atvinnuleysi með því að fólk flytur í burtu í staðinn fyrir að lifa áfram í eymdinni þar.

LKS - hvunndagshetja, 15.7.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband