Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Treysta Borgarstjórn eða meirihlutanum?

Ótrúleg niðurstaða að aðeins 9% treysti borgarstjórn Reykjavíkur.

Væri forvitnilegt að skoða hversu margir treysti nýjum meirihluta og hversu margir treysti borgarstjórn. Ekki viss um að menn hafi skilið þar á milli í þessari skoðanakönnum.

Ef 9% almennings myndu treysta fyrirtæki í rekstri væri það fyrirtæki líkast til á leið í þrot.


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín og verkefni hans

Eftir að hafa horft á tveggja þátta röð um Pútin og stjórnunaraðferðir hans í Ríkissjónvarpinu fyrr í mánuðinum, kemur þetta ekki á óvart.

Þátturinn var kynntur sem frönsk heimildarmenn og bar nafnið"Le système Poutine" og fjallaði um Vladimír Pútín Rússlandsforseta og feril hans.

Farið var yfir ótrúlegan feril hans, allt frá því að hann starfaði innan KGB og þar til hann varð forseti. Hafði það á tilfinningunni eftir þáttinn að þarna væri komin einstaklingur á valdastól sem seint myndi sleppa stjórnartaumum af landinu. Farið var yfir sterka stöðu hans innan rússneska fjölmiðla og hvernig hann hefði smátt og smátt náð tökum á öllum þáttum samfélagsins.

Þá þekkist vel hvernig blaðamenn í landinu hafa horfið eða einfaldlega verið drepnir ef þeir hafa verið áberandi í óþægilegri umfjöllun um stjórnunarhætti núverandi forseta Rússlands.

Þótt Pútín hætti sem forseti hefur hann tilnefnt Medvedev sem eftirmann sinn og virðist ekkert geta komið í veg fyrir sigur hans í rússnesku forsetakosningunum n.k.  sunnudag.

Þótt Pútín hætti sem forseti er það öruggt mál að hann mun ekki hverfa úr forystu í rússnesku stjórnmálalífi.

Hann hefur ekki lokið verkefni sínu sem er samkvæmt fyrrnefndum þætti það eitt að gera Rússland aftur af því stórveldi sem það eitt sinn var.


mbl.is Ójafn aðgangur að fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samráðferli við íbúa, skref í rétta átt.

Gott framtak sem felst í samráðsverkefninu 1,2 og Reykjavík.

Í fréttinni kemur fram að verkefninu felist  viðtækt samráð við íbúa í hverfum borgarinnar um viðhaldsverkefni og smærri nýframkvæmdir.

Næst er vonandi á dagskrá kynning á samráðsferli íbúa vegna stærri verkefna. Veit að íbúasamtökin í borginni fagna slíku samráðsferli.


mbl.is Aukið samráð við íbúa borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háaleiti verður Háaleiti/Bústaðahverfi

Þegar samþykkt var tillaga um stofnun hverfisráða í borginni í  Borgarstjórn í nóvember 2001, fól sú samþykkt í sér að koma á fót hverfaráðum í Reykjavík sem sem myndu starfa í samræmi við þá hverfaskiptingu sem borgarstjórn samþykkti í október sama ár.

Þannig yrðu mynduð átta hverfisráð þ.e. á Kjalarnesi, í Grafarvogi, Árbæ, Breiðholti, Kringlusvæði (Hlíðar og Bústaðahverfi), Laugardalssvæði (Vogar, Heimar, Sund), Vesturbæ og miðborg. Í hverju hverfisráði skyldu sitja þrír fulltrúar kjörnir af borgarstjórn og gegni einn þeirra formennsku í ráðinu, auk þeirra eiga öll hverfisbundin félög og stofnanir fulltrúa í hverfisráði.

Þegar ég tók við formennsku í hverfisráði árið 2002 bar það hverfisráð nafnið Austurbær-suður. Þá áttu sæti þrír fulltrúar í ráðinu. Formennska í öllum ráðum borgarinnar var þá á höndum aðal eða varaborgarfulltrúa.

Fljótlega kom í ljós að nöfn hverfana voru ekki í öllum tilfellum tengd hverfunum sjálfum. Því var ákveðið að breyta nafni hverfisins Austurbær-suður. Fundað var með íbúum og mögulegum nöfnum velt upp. Niðurstaða máls var tillaga um heitið Háleiti, sem er örnefni fyrir hæstu hæðardrög á svæðinu og var hún samþykkt á fundi hverfisráðs. Því varð nafn hverfisins Háaleiti frá og með vori 2003.

Mikil óánægja var þó alltaf með þetta nafn meðal íbúa Bústaðahverfis sem töldu sig ekki tilheyra hverfinu Háaleiti. Það er því fagnaðarefni að á fundi  hverfisráð Háaleitis s.l. þriðjudag var samþykkt ósk um að nafni hverfisins verði breytt í Háaleiti / Bústaðahverfi.

Nú eru sjö fulltrúar í hverju hverfisráði borgarinnar.  Í Reykjavík starfa  nú tíu svæðisbundin hverfisráð í umboði borgarráðs, þau eru: Hverfisráð Vesturbæjar, - Miðborgar, - Hlíða, - Laugardals, - Háaleitis, - Breiðholts, - Árbæjar, - Grafarvogs, - Kjalarness og - Grafarholts og Úlfasárdals.  Samþykkt fyrir hverfisráð var staðfest í borgarstjórn 15. janúar 2008.

Engin borgarfulltrúi er nú formaður hverfisráðs. Þrír formenn hverfisráða eru varaborgarfulltrúar. Skyldi þetta benda til þess að vægi hverfisráða sé að aukast?

ps. Minni enn og aftur á opinn íbúafund í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.00, um umferðarmál í Bústaðahverfi sem haldinn verður í Réttarholtsskóla.


Að hlusta á íbúa borgarinnar

Félagar mínir hinum megin Miklubrautar, í Íbúasamtökum Háaleitis norður, vilja koma frekar að málefnum mislægra gatnamóta Kringlumýrabrautar, Miklubrautar. 

Ekkert óeðlilegt við það, þeir búa við þessi gatnamót og þekkja því málið af eigin raun. Það gera ekki borgarfulltrúarnir sem um málið fjalla á vettvangi borgarinnar. Líklega keyra þeir aðeins um gatnamótin en njóta þess ekki að hafa hina miklu nánd við gatnamótin eins og íbúar hverfisins gera. 

Í hverfinu Háaleiti starfa tvö íbúasamtök. Íbúasamtök Háaleitis norður og Íbúasamtök Bústaðahverfis. Allir fjórir borgarfulltrúar hverfisins búa Bústaðahverfismegin. Þar af er einn borgarstjóri.

Þótt við séum heppin af hafa hér í hverfinu svo marga borgarfulltrúa eru ekki öll íbúasamtök borgarinnar svo heppinn. Í hverfinu Háaleiti eru fjórir borgarfulltrúar búsettir, Í Vesturbæ búa fimm borgarfulltrúar, í Breiðholti þrír, í Laugardal einn og í miðborg tveir. Enginn er búsettur í því fjölmenna hverfi Grafarvogi. Hvað að einhver þekki af eigin raun hagsmuni íbúa Kjalarness. Treysti því þó að þeir kynni sér hagsmuni þessar hverfa reglulega.

Á málþingi um sem haldið var um nýtt form lýðræðis  í Háskóla Íslands kom fram að þeir sem með völdin færu væru tregir til að viðurkenna að almenningur sé jafn vel úr garði gerður til að afla sér upplýsinga og taka bestu ákvörðun. Íbúar eu hæfileikaríkir og ekki lengur tilbúnir að sætta sig við að einhverjir aðrir, þótt þeir séu kjörnir fulltrúar, séu betur fallnir til þess að taka réttar ákvörðun.

Þannig hefur samfélagið breyst á liðnum árum og íbúar vilja í auknu mæli koma að málum sem snerta hagsmuni þeirra. Slík aðkoma skiptir miklu máli ef vinna á mál í sátt við þá íbúa sem í borginni búa.

Þar spila íbúasamtök borgarinnar stórt hlutverk og  nauðsynlegt er að á þau sé hlustað.

Ps. Set hér inn auglýsingu um opinn fund íbúasamtaka Bústaðahverfis sem haldinn verður á fimmtudagskvöld.

Fimmtudaginn 28.febrúar n.k. standa íbúasamtök Bústaðahverfis -Betra líf í Bústaðahverfi-  fyrir opnum fundi um umferðarmál.  Fundurinn verður haldinn í Réttarholtsskóla og hefst hannkl. 20.00 Á fundinn koma fulltrúar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og kynna hugmyndir að eftirfarandi framkvæmdum fyrir íbúum hverfisins: 
  • Fyrirhugaða lokun beygju af Bústaðavegi til norðurs inn á Reykjanesbraut
  • Undirgöng fyrir gangandi á Réttarholtsvegi
  • Strætóreinar á Miklubraut
 Að lokinni kynningu verður almenn umræða um umferðarmálin í hverfinu og önnur mál sem brenna á íbúum.  Mætum öll og höfum áhrif á umræðuna um nærumhverfi okkar. 

 


mbl.is Íbúasamtök gagnrýna hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta könnun Fréttablaðs til þessa

Umræðan um veika stöðu krónunnar hefur án efa haft áhrif þarna á.

Nú vilja rúm 55% þjóðarinnar að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur við umsókn aukist um 19% frá því í janúar 2007 þegar 36% voru hlynnt því að Ísland sækti um aðild. Aldrei áður mælst svo mikill stuðningur við að sækja um aðild í skoðanakönnunum Fréttablaðsins áður.

Sá á síðu Evrópusamtakana að þessi stuðningur sé í fullu samræmi við Capacent-Gallup kannanir undanfarinna ára sem Samtök iðnaðarins hafa staðið fyrir undanfarin ár og hafa sýnt mikinn stuðning þjóðarinnar við aðild að ESB. Næsta könnun Capacent Gallup er væntanleg í tengslum við Iðnþing 2008 sem verður haldið 6. mars næstkomandi.

Það verður áhugavert að sjá niðurstöður þeirrar könnunar og jafnframt hvort þessi könnun hafi áhrif á umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu innan stjórnarflokkanna.

 


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og landsliðsþjálfarinn er...

Í anda vinnubragða borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í borginni mættum við líklega eiga von á að Þorbergur Aðalsteinsson yrði ráðin landsliðsþjálfari.

 Vonum þó að hér reyni menn að beita öðrum vinnubrögðum og klári málið með öðrum hætti.

Var Þorbergur annars ekki einu sinni á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar? Kannski að hann sé tilbúin að verða borgarstjóri? Þeir félagar Vilhjálmur og Þorbergur hafa báðir axlar ábyrgð á svipaðan hátt.


mbl.is Nýr landsliðsþjálfari kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verður valin vinsælasta stúlkan?

Nú virðast sjálfstæðismenn í borginni hafa náð saman um hvernig á að leysa þá stöðu sem upp er komin í borgarstjórnarflokknum. Eftir  fundarhöld og samtöl milli manna á undanförnum dögum er lausnin í sjónmáli.

 

Vilhjálmur verður áfram oddviti. Sem áfram verður þá talsmaður borgarstjórnarflokksins. Hann mun hinsvegar ekki verða borgarstjóri þegar Ólafur F.Magnússon hættir.

 

Síðan á að kjósa á milli manna í borgarstjórnarflokknum. Slíkt verður þó ekki fyrr en nær dregur borgarstjóraskiptunum. Þá eiga borgarfulltrúarnir að kjósa sín á milli um hver tekur við og Vilhjálmur verður ekki í framboði.  

 

Þetta er skrítin staða og án efa erfið fyrir þá sem í borgarstjórnarflokknum sitja. Þetta er farið að líkjast kjöri um vinsælustu stúlkuna í fegurðarsamkeppni og nú er eins gott fyrir alla aðila máls að haga sér vel.

 

Hitt er, að stjórnmál eru ekki alltaf kjörin til vinsælda, og þær ákvarðanir sem taka verður oft umdeildar. Þetta á ekki síst við í meirihluta þar sem forgangsraða verður fjármagni í málaflokka eftir ákveðinni röð og þeir sem ekki fá það sem óskað er eftir geta orðið ósáttir.

 

Veit ekki hvers konar andrúmsloft verður í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna á næstu mánuðum. Held það verði ekki ólíkt því og tíðkast í fegurðarsamkeppnum.

Ekki spurning um málefni heldur menn. Ekki til að leysa vandann heldur til að framlengja honum. Því miður fyrir sjálfstæðismenn í borginni.

 

Hver getur haldið lengst í sér?

Gott framtak hjá nýjum stjórnarformanni. Held að almenningi þyki nóg komið af digrum starfslokasamningum sem engan vegin hafa verið tengdir við afkomu fyrirtækjanna. Allt í lagi að greiða þeim vel sem vel gera, en að verðlauna fólk fyrir það að skila fyrirtækjum jafnvel með tapi er erfiðara að skilja fyrir almenna launamenn.

Ekki síður ótrúlegar fjárhæðir sem greiddar hafa verið til þess að fá nýtt fólk til starfa. En nú kallar óviss staðan á mörkuðum á aðgerðir. Gæti orðið til þess að almenningur fengi á ný tiltrú á bönkunum.

Gætum líka átt von á að nú fylgi í kjölfarið slíkar yfirlýsingar frá öðrum fyrirtækju á markaði. Síðan yrði þetta spurning um hversu lengi menn halda þetta út, ekki síst ef ástand markaða fer að lagast á ný.

Þá snýst þetta á endanum um hver getur haldið lengst í sér.

 


mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klára frumvarpið og greiða bætur strax

Eitt af þessum málum sem mér finnst vera svartur blettur á íslensku samfélagi.

Þótt skaðinn sé skeður og ekki verði hægt að bæta það tjón sem einstaklingarnir sem þarna dvöldu hafa orðið fyrir, eru einhverskonar bætur til þeirra sárabót. Jafnvel þótt skaðabótakrafa þeirra sem þarna dvöldu á hendur íslenska ríkinu sé fyrnd.

Nú hefur verið kynnt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að láta semja frumvarp um hugsanlegar bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík.  Frumvarpið verður í samræmi við skýrslu Breiðavíkurnefndarinnar sem kynnt var í dag. Forsætisréðherra hefur enn ekki gefið út hversu háar bæturnar gætu orðið eða hvort frumvarpið verði lagt fyrir á yfirstandandi þingi.

Held að bæturnar geti ekki orðið miklar en verða þó án efa til þess að formleg viðurkenning fæst um að þarna hafi samfélagið ekki staðið rétt að málum.

Þessu máli verður að hraða og það hlýtur að vera krafa samfélagsins að frumvarpið verði samið og afgreitt sem fyrst. Þessi menn hafa þolað nóg.

 


mbl.is Áframhald Breiðavíkurmálsins í höndum yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband