Leita í fréttum mbl.is

Bloggarar og horngrýtis kjaftæðið

Í tilefni ummæla þingmannsins Árna Johnsen um umræðuna um Evrópumál í fréttablaðinu í dag, má ég til með að blogga um þessa könnun.

Hér kemur fram að 54% aðspurðra eru hlynntir aðildarviðræðum, 30% á móti.

Á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks vilja 46,2%  fara í aðildarviðræður en 39% eru á móti.

Árni ætti kannski að velta því fyrir sér að meirihluti stuðningsmanna hans eigin flokks vilja fara í aðildarviðræður og að hann er komin þar í minnihluta.

Það er kannski ástæða þess að bloggar  í hans umhverfi blaðra svona út og suður og gefa honum ekki vinnufrið. Þeir vilja bara fá hann til að leggja við hlustir á rödd meirihluta þjóðarinnar.


mbl.is 54% vilja aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér verð ég að leggja eitthvað til.

Sko, sjáðu nú til.  ÞAnnig er, að ef búið er að hræða menn nóg og segja nægjanlega oftósatt um sælu og vellíðan bara ef.....  Er svo svakalega mennlegt að láta rugga sér í þeirri trú, að þetta lagist bara.

Formælendur EB-viðræðna og upptöku Evru ljúga að fólki út í eitt.

1.  Segja að landbúanaðrvörur og aðrar vörur lækki NÁNAST SJ´LFKRAFA við það eitt, að fara í EB.  LYGI

2.  Segja vexti lækka og verðtrygginu falla um sjálfa sig ef bara við viljum efa bara við viljum eiga EB.-----  LYGI. HAUGALYGI

3.  Segja að bankakrísan falli um sjálfa sig bara ef við viljum giftast EB og nánast við tilkynningu um, að við ætlum inn í EB og taka upp EVRU, falli allar byrgðar af bnkunum og traust MYNDIST NÁNAST SJÁLFKRAFA.   -----BULL OG VITLEYSA LYGAÞVÆTTINGUR

Allt ofanritað vita íbúar Eystrasaltsríkjana og Póllands að er lygi og þvættingur.

SAMT SEM ÁÐUR er þessu liði leyft að bulla út í eitt án spurninga frá fjölmiðlungum, sérlega þar sem þeir eru akkurat það miðlungar.

Með kveðjum

Miðbæjaríhaldið

e.s.

EFtirlit og umsýsla um framkvæmdr opinberar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, það veist þú manna best, þar sem þú stóðst í að kalla eftir eftirfylgni í byggingum og rekstri mannvirkja hér í eina.

Bjarni Kjartansson, 6.3.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mig býður í grun að þú, Anna, hafir ansi mikið til þín máls.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.3.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Elías Theódórsson

54% er lítið miðað við þann gengdarlausa áróður fyrir aðild. Nýverið var kynning á bók um kosti aðildar í Kastljósi. Einnig hefur verið mikill áróður með loforðum um gull og græna skóga við inngöngu í ESB. Ef sjónarmið sjálfstæðis án ESB fengju jafnmikla umfjöllun væri athyglisvert að sjá niðurstöðu svona könnunnar.

Elías Theódórsson, 6.3.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég tek undir þetta með þér Anna. Umræða um krónuna, evruna, Evrópusambandið og allt í kringum það er bráðnauðsynleg og bara af hinu góða.
Minn ágæti flokksfélagi Árni hlýtur að átta sig á því að engin lausn felst í því að þagga hluti í hel.

Hins vegar er alveg ljóst að á þessu kjörtímabili verður ekki tekin ákvörðun um eitt eða neitt í þessu sambandi enda þarf til þess mikinn undirbúning og jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu. Ferlið er margra ára dæmi.

En að vísa til þess sem kjaftæði sem einhver sé orðinn leiður á er dapurlegt.

Kolbrún Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 14:40

5 Smámynd: Auðun Gíslason

djélistinn og forysta Vg er að verða ansi brjóstumkennleg í þessu máli.

Bjarni minn!  Farðu nú að hugsa svolítið sjálfstætt kominn á efri ár!

Auðun Gíslason, 6.3.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Róbert Tómasson

Ég hef aldrei skilið sama-sem merkið á milli aðildarviðræna og inngöngu.  Þar til við hefjum aðildarviðræður verður hugsanlegur ávinningur eða tap af inngöngu í mínum huga aldrei annað en ágiskun.

Semsagt hefja viðræður strax og ef ábatinn er ekki viðunandi, slá þær af.

Róbert Tómasson, 7.3.2008 kl. 07:02

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Róbert lýsir í mínum huga vel hugmyndafræði þeirra sem vilja ESB aðild: Hvað fáum við mikið fyrir að selja Ísland?

Ætla menn og konur þessa lands að fórna raunverulegu sjálfstæði þessa lands eftir 62 ára framfarir? Er aumingjagangur í eigin málum svo mikill að við getum ekki tekið til ruslið eftir okkur í sambandi við heimatilbúið mata- og vaxtaokur að ég tali ekki um bruðlið í opinberri stjórnsýslu? 

Haukur Nikulásson, 7.3.2008 kl. 07:58

8 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Bjarni,

Reyni nú ekki að rökræða það hér hverjir ljúga og hverjir ekki. Bendi þér á að skoða heimasíðu Evrópusamtakanna sem svar við þínum spurningum http://evropa.blog.is/blog/evropa/

Þessi pistill minn var rétt til að árétta það sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar:

"Opinská umræða um Evrópumál

Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum."

Umræðan verður að halda áfram og henni er ekki hægt að fleygja út af borðinu.

Anna Kristinsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband