Leita í fréttum mbl.is

Ísland best í heimi?

Áhyggjuefni ef ungt fólk sem hefur sótt sér menntun og reynslu erlendis snýr af því loknu ekki heim aftur. Er Ísland kannski ekki best í heimi?

Að minnsta kosti var það ekki niðurstaðan í ræðukeppni grunnskólana sem fram hefur farið að undanförnu. Á miðvikudaginn var síðan úrslitakeppnin og fór Seljaskóli með sigur af hólmi. Umræðan í þeirri keppni snérist um það hvort Ísland væri best í heimi.

Í frétt sem tengist sigri Seljaskóla kemur fram þegar keppendurnir voru spurð af hverju Ísland sé ekki best eiga þau ekki í vandræðum með svar. Það sé ekki hægt að alhæfa að eitt land sé það besta í heimi, til þess séu löndin of ólík. Ef eitthvað sé betra annars staðar en hér, geti Ísland ekki verið besta land í heimi.

Við þurfum því einfaldlega að gera betur svo unga fólkið okkar snúi aftur heim.

Ástandið á húnæðismarkaði er áhyggjuefni. Ekki síst ef staðan er orðin í þá veru að ungt fólk sem er í námi erlendis treystir sér ekki heim aftur vegna erfiðleika við að koma yfir sig húsnæði. Leigumarkaður hérlendis er einfaldlega ekki að gera sig.

Nú bætist við yfirvofandi samdráttur á vinnumarkaði og erfiðara efnahagsástand.

Nú verða stjórnvöld að fara að grípa til aðgerða til þess að unga fólkið snúi aftur heim. Tryggt húsnæði og atvinna er forsenda þess. Niðurfelling stimpilgjalda af kaupum af fyrsta húsnæði er eitt að því sem þarf að komast í framkvæmd strax. Síðan verður að standa við fyrirheitin um þekkingarsköpun og útrás eins og ríkistjórnin setti í stefnuyfirlýsingu sína.

Það er til lítils að eiga efsta sætið á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna ef unga fólkið okkar velur síðan að búa einhverstaðar annars staðar, vegna hindrana á húsnæðis og atvinnumarkaði.


mbl.is Ekkert vit í að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Fólk sem býr á Íslandi og heldur að það sé betra að búa í öðru landi ætti bara að flytja þangað og prófa. Það eru engin ný sannindi að maður lærir að meta Ísland eftir að hafa búið erlendis. Sjálfur bjó ég erlendi við nám í mörg ár. Hef búið í þremur öðrum löndum. Mikið er ég fegin að búa á Íslandi. Samanburður fer svo oft fram í verði á landbúnaðarvörum og vinnutíma, en vatns og orkukostnaður gleymist. Hver skyldi vera skýringin á því að svo margir evrópubúar kjósi að búa á Íslandi?

Elías Theódórsson, 7.3.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Frændi minn fór út og kom aldrei aftur.  Langamma fór út, alla leið til seattle, og hefur enn ekki komið til baka - né nokkur af ættingjunum.

Öll lönd hafa sína kosti og galla. 

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2008 kl. 12:23

3 identicon

Gaman að heyra að umræða sé komin um þessi mál.

Mig langar mikið en að flytja heim til Íslands að námi mínu loknu en hef hugleitt aðra möguleika m.a.vegna íbúðarverðs :(

Auður-nemi í Bandaríkjunum (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er mjög þörf umræða. Ísland er að mörgu leyti frábært....en peningamálin hér eru klikk!!! Vextir, verðlag og húsnæðismál eru í ólestri. Þjóð sem tekur ekki aftur heim fólkið sitt úr námi vegna þess að það er þeim ókleift að snúa aftur mun lenda í ógöngum. Miklum ógöngum. Eins og ísland er frábært þá er það líka mjög erfitt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 23:26

5 identicon

sæl Anna 

Ég er staddur erlendis og er í Háskólanámi til annarar gráðu. Við seldum okkar íbúð á Íslandi og höfum notað þá fjármuni sem út úr því fengust sem fjárfestingu í framhaldsnámi mínu. Flestir ef ekki allir Íslendingar sem stunda nám til annarar eða þriðju háskólagráðu þar sem ég er eru í nákvæmlega sömu sporunum og við.

Það er ljóst að þegar við komum heim (ef við komum) þá munu ekki verða eftir margar krónur til að fjárfesta í húsnæði. 

Í þessu ljósi verð ég að biðja þig að útskýra eftirfarandi fyrir mér "Niðurfelling stimpilgjalda af kaupum af fyrsta húsnæði er eitt að því sem þarf að komast í framkvæmd strax". 

Hvaða rök eru fyrir því að fólk í sömu sporum og við eigum ekki að fá niðurfellt stimpilgjald af lánum en sá sem aldrei hafi átt íbúð fái stimpilgjöldin niðurfelld?

Hvaða rök eru fyrir því að hluti fólks eigi að greiða auka skatt af lántöku en annað fólk ekki? 

Ertu að meina það að BS-nemar erlendis sem flestir eru á aldrinum 20-25 ára og hafa aldrei átt húsnæði eigi að þínu mati að koma heim en Meistara og doktorsnemar eigi bara ekki að koma heim?

Bestu kveðjur frá Danmörku 

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Páll,

Nei ég er ekki á þeirri skoðun að fólk í þinni stöðu eigi ekki að fá felld niður slík gjöld.

Þetta er einungis það sem fram hefur komið í umræðunni um slíka niðurfellingu, hjá talsmönnum stjórnarflokkanna.

Fyrst íbúð er megintakmarkið að mínu mati, en jafnframt hljóta að eiga við undantekningarákvæði sem fela í sér að viðkomandi hafi ekki átt eigið húsnæði í xx mörg ár, þá eigi slíkt við.

Kerfið verður að vera sveigjanlegt.

Anna Kristinsdóttir, 8.3.2008 kl. 10:32

7 identicon

Sæl aftur Anna

Þetta er að mínu mati gjörsamlega fráleitt, það er að afnema stimpilgjald af lánum við kaup á fyrstu íbúð.

Annaðhvort á að afnema stimpilgjöld eða ekki.

Þeim sem bera þennan málflutning á borð fyrir þjóðina tala mikið um það að við afnám stimpilgjalds muni verð á húsnæði hækka sem því nemur.

Ef þjóðin er svo blaut á bak við eyrun að ætla að greiða sinn ábata í heild til annarra aðila þá verður svo að vera.

En ef aðeins á að afnema stimpilgjald til þess hluta sem aldrei hefur átt íbúð má með sömu rökum segja að þeir sem aldrei hafa keypt hafa nokkur hundruð þúsund meira úr að spila við kaup en þeir sem ekki fá stimpilgjöldin felld niður.

Bottom line: stimpilgjöld eða ekki stimpilgjöld það er spurningin

Bestu kveðjur  

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:43

8 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Ég er alveg sammála þér um að stimpilgjöld á að afnema.

Hitt er, að þeir flokkar sem eru við völd hafa opnað umræðuna á það  að afnema slík gjöld af fyrstu íbúðarkaupum. Þess vegna setti ég það fram sem eitt að því sem þyrfti að gerast strax.

Ég tel hinsvegar að það leysi ekki þann vanda sem er til staðar hér á landi, við húsnæðiskaup ungs fólk, eða þeirra námsmanna sem eru að koma úr námi.

Það þyrfti mun fleiri aðgerðir til þess að leysa þau mál og lausnir stjórnvalda eru ekki í sjónmáli.

Anna Kristinsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband