Leita í fréttum mbl.is

Ný ríkisstjórn án framsóknar?

Vakti  fram eftir í nótt. Mætti á kosningavöku okkar framsóknarmanna og sat þar fram yfir miðnætti. Fylgdist síðan með stöðunni í sjónvarpinu heima fyrir, fram til morguns.

 

Niðurstaða kosninganna er áfall fyrir okkur Framsóknarmenn, ekki síst í Reykjavíkurkjördæmunum. Formaður flokksins og leiðtogi okkar framsóknarmanna kemst ekki inn á þing.Ekki heldur Umhverfisráðherrann Jónína Bjartmarz. Án efa þarf að lofta vel hér út í flokkstarfinu áður en ástandið fer að lagast.

 

Hef ekki trú á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Heldur ekki að það verði af vinstra samstarfi. Geir hefur öll spil á hendinni og hann mun semja um nýja ríkisstjórn. Bæði VG og Samfylking vilja ólm fara í samstarf með Sjálfstæðisflokki og það verður án efa raunin. Líklega hentar VG betur þar sem gefa þarf færri ráðuneyti eftir með minni samstarfsflokki.

 

Ekki það versta sem getur komið fyrir okkur Framsóknarmenn. Held að við eigum að vera utan ríkisstjórnar næsta kjörtímabil. Höfum þurft í nokkurn tíma að fá tækifæri til að laga til innan okkar raða. Heyrði á kosningavökunni í gær menn væru sammála um að það væri forgangsverkefni hjá okkur Framsóknarmönnum.

 

Nú bíða menn tíðinda um nýja ríkisstjórn áður en hægt er að hefjast handa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Sammála þér Anna! Við eigu ekki að fara í neitt ríkistjórnarsamstarf með þessa niðurstöðu á bakinu. Þú segir að það þurfi að lofta út vel út í flokksstarfinu. Áttu þá ekki aðallega við starfið á höfuðborgarsvæðinu? Við eigum að horfa til hinna gömlu gilda Framsóknarflokksins í endurreisnarstarfi okkar. Þar á ég við hugsjónir um samvinnu og félagshyggju.

Gunnlaugur Stefánsson, 13.5.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Held að mesta vinnan liggi hér á höfuðborgarsvæðinu.

Eitthvað hefur brugðist hér í borginni í kosningabaráttunni og í flokksstarfinu í félögunum og það þarf að laga.

Anna Kristinsdóttir, 13.5.2007 kl. 18:23

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held að það eigi bara að líta á þessa nýju stöðu sem tækifæri - tækifæri til vinna að hugsjónum samvinnu og félagshyggju og byggja upp lýðræðislega hreyfingu. Það hefur vantað mikið á í Reykjavík norður. Ég hef margoft bent á það. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 19:35

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Rétt er það Salvör við eigum að nýta okkur þessa stöðu. Þótt við höfum beðið afhroð verðum við að nýta okkur það til sóknar.  Hljótum að stefna upp á við eftir þetta.

Anna Kristinsdóttir, 13.5.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fylgistapið var EKKI núverandi stjórnarsamstarfi að kenna. Það er
vegna margra ára flokksátaka, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Í dag hefur nýr formaður náð sáttum í flokknum. En það er til of
mikils ætlast af honum að hann nái að sameina flokkinn á ný á þessum fáu mánuðum sem hann hefur verið formaður og keyrt upp fylgið aftur. Til þess þarf hann lengri tíma. Honum hefur þó tekist að stöðva fylgistapið því flokkurinn er að fá nánast sama fylgi og í
síðustu sveitarstjórnarkosningum.

  Jón er eini maðurinn í dag sem getur haldið sátt í flokknum og
byggt hann aftur upp. Það gerir hann ALLS EKKI verandi ekki
þingmaður. M.a af þeim sökum er nauðsynlegt að flokkurinn
haldi áfram farsælu stjórnarsamstarfi, og formaðurinn sitji í
þeirri ríkisstjórn og hafi þannig aðgang að Alþingi eins og hann
hefur haft til þessa. Jón þarf að vera í LIFANDI og KREFJANDI
umhverfi með flokk sinn ef honum á að takast að byggja hann
upp aftur. Það er lykilatri. Hann utan þings og flokkurinn leiðtoga-
laus í stjórnarandstöðu.  Gjörsamlega út í hött!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.5.2007 kl. 13:27

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæl Anna.

Þú tekur bara að þér að rífa þetta upp í borginni. Tekur næstu ár í að laga grunninn og kemur svo sterk í næstu kosningum. Það er ótækt að flokkur sem hefur verið svo lengi við völd sé ekki með þingmenn í stærstu kjördæmunum.

kveðja að vestan

Ingólfur H Þorleifsson, 14.5.2007 kl. 16:05

7 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Guðmundur.

Gott ef þú telur að Jón hafi náð að skapa sátt innan flokksins. Er ekki sammála þér í því. Staðan í flokkstarfinu í borginni er t.d. verri en nokkur tíman áður.

Ekki heldur sammála þér í því að það að flokkurinn vinni alltaf til hægri með sjálfstæðisflokki sé til þess að styrkja hann. Mín skoðun er sú að velgengi flokksins í rúm 80 ár var það að hafa getu til að geta unnið bæði til hægri og vinstri. Það er styrkur miðjuflokka.

Það sem fer verst með okkur er hinsvegar það að taka völd umfram það sem við erum kosin til.

Get heldur ekki tekið undir það að staða okkar sé að styrkjast í borginni með rúm 4000 atkvæði. Þar er botninn og ekki hægt að fara neðar í atkvæðafjölda. Fólkið okkar hér í borginni er EKKI snúið heim.

Það á að vera fyrsta verk Jóns að ná því fólki heim. Hef fulla trú á að hann geti það jafnt utan ráðuneytis sem innan.

Anna Kristinsdóttir, 14.5.2007 kl. 17:08

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Húrra fyrir þér Anna!

Það að heyra Framsóknarmann viðurkenna valdsýki ykkar umfram það sem fylgið segir til um er nýtt fyrir mér. 6,3% maðurinn ykkar er sá valdamesti  í Reykjavík. Það lýsir óumdeilanlegri valdafíkn. Á Árni Johnsen að vera Eggert Haukdal næstu ríkisstjórnar?  Dragið ykkur í hlé og reynið að gera þetta hræ aftur að flokki samvinnuhugsjónarinnar ekki flokkseigendafélags S-hópsins, Exista, Kaupþings, Vís ofl.

Ævar Rafn Kjartansson, 14.5.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband