Leita í fréttum mbl.is

Forgangsröðun.

Páskar eru góður tími. Samfellt frí í eina fimm daga. Las einhverstaðar að við íslendingar ættum met í frídögum yfir páska. Í Vatíkaninu í Róm þar sem páfinn sjálfur býr í höfuðborg katólskunar er aðeins einn frídagur á páskadaginn sjálfan.

 

Við erum heppin þjóð að eiga þessa mörgu frídaga. Veitir víst ekki af. Hraðinn og stressið ætlar stundum allt að drepa.

 

Biskup sagði m.a. þetta í predikun sinni í morgun „Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju. Við erum að uppskera ávexti blindrar og guðlausrar tæknihyggju og manndýrkunar. Engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur. Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér. Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar"

 

Eitthvað til í þessu, en að mínu mati málað í full svörtum litum. Þótt sumt megi betur fara held ég ekki að öll gildi okkar séu farin fjandans til. Ég hef a.m.k. meiri trú á fólki en að þetta sé algilt í samfélaginu. Einn og einn svartur sauður setur okkur hin ekki undir sama hatt.

 

Heyrði líka gott viðtal í morgun við Séra Jónu Hrönn á Bylgjunni þar sem hún spurði þeirrar spurningar hvenær við íslendingar myndum sýna sama baráttuvilja fyrir börnin okkar eins og við sýnum nú fyrir nátttúruna.

 

Barátta fyrir verndun íslenskrar náttúru er allra góðra gjalda verð, en við gleymum stundum því sem stendur okkur nær. Þar nefndi hún göngu Ómar Ragnarssonar ásamt fjölda manna niður Laugarveginn. Hvenær eigum við von á slíku framtaki með þátttöku fjöldans gegn eiturlyfjum og þeim hörmungum sem neysla þeirra veldur fjölda fjölskyldna í landinu.

 

Á tímum eins og páskum er gott að líta í eigin barm og velta því fyrir sér  hver sé forgangsröðun okkar, og hvað það sé sem við leitum svo sterkt eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Viðtalið við Jónu Hrönn var athyglisvert.Hún er í launuðu starfi sem prestur hjá ríkinu, ríkiskirkjunni.Hún er ekkert annað en ríkisstarfsmaður.Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að húsið hennar falli í verði vegna fólksflótta af því svæði sem hún býr á eða að hún missi vinnuna fyrirvaralaust eins og fólk á Austurlandi hefur mátt búa við.Hún sagðist við fermingarundirbúning barnanna uppfræða börnin um náttúruvernd.Ég held að flestir skilji hvað hún hefur    átt við.Ég alla vega af kynnum mínum við hennar líka get ímyndað mér hvað hún hefur verið að fara .Að öll álver væru af hinu illa og allar virkjanir á landsbyggðinni bæri að stoppa.Égfæ ekki séð að það sé í verkahring presta að vera með slíkan pólitískan áróður við fermingarundirbúning barna eða að það komi uppfræðslu um Jesú neitt við.Það er illa komið fyrir framsóknarfólki þegar það hrósar slíkum málatilbúnaði en það er lengi von á rugli frá framsóknarmönnum í Reykjavík-Suður. 

Sigurgeir Jónsson, 9.4.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll "Sigurgeir"

Hef ekki lagt í vana minn að svara þeim sem aðeins hafa skráð sig inn með nafni og engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um. Geri undantekningu á með þig þar sem málflutningur þinn byggir í miskilningi sem mér er ljúft að leiðrétta.

Ég hrósa málflutningi Séra Jónu sem snéri að því að fólkið í landinu þurfi líka að huga að börnunum og leggja jafn mikla áherslu á þau eins og að vernda náttúruna.

Aðrar skoðanir hennar, sem þú telur að hún líklega hafi, hef ég ekki heyrt enda hef ég á engan hátt tekið undir þær. Náttúruvernd snýr að mínum huga að svo miklu meiru en að vera á móti virkjunum.

Svo þykir mér vænt um að þú hefur sérstaklega lagt þig í líma við að kynna þér hvar ég hef kosningarétt. Það er rétt að ég mun kjósa Reykjavík-suður vegna þess að ég bý þeim megin Miklubrautar. En það gerir mig á engan hátt öðruvísi en aðra framsóknarmenn í landinu öllu.

Hvar hefur þú kosingarrétt "Sigurgeir" og hvað ætlar þú að kjósa í vor?

Anna Kristinsdóttir, 9.4.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband