Leita í fréttum mbl.is

Að meta sín eigin mistök

Verkefnaskil í dag í tveim áföngum í MPA náminu. Verkefnin voru ólík. Annarsvegar verkefni sem snéri að skoðun á ríkisstyrkjum og ríkisábyrgðum og hinsvegar mat á eigin mistökum í starfi.

 

Var lengi að velta því síðarnefnda fyrir mér. Held að það sé ekki endilega í mannlegu eðli að vera sífelt að viðurkenna mistök. Oft fara mál ekki eins og maður óskaði, en það er erfitt að viðurkenna að slíkt sé vegna eigin mistaka. Það þurfti því nokkuð átak til að horfa á einstakt verkefni og jafnframt viðurkenna mistök við framkvæmd þess.

 

Mitt verkefni var að skoða breytingaferli sem ég tók þátt í, út frá kenningum þriggja fræðimanna um breytingastjórnun,  Kotter og síðan Heifetz og Linsky. Varð að taka verkefni sem mér var falið og skoða ítarlega allt ferlið. Hvar urðu mér á mistök og hvað gerði ég vel. Varð mér ótrúlega lærdómsríkt. Ekki síst þegar maður veltir fyrir sér hvernig verkefnin gætu verið mun auðveldari ef þau eru unnin rétt í byrjun.

 

Þegar ég hafði lokið þessari skoðun fannst mér ég maður að meiri að geta viðurkennt mistök. Hafði líka skrifað mig frá málinu að vissu leiti.  Gat líka auðveldlega skoðað fleiri verkefni með sömu gleraugum.

 

Held að það sé öllum hollt að fara í gegnum slíka skoðun, það gerir einstaklinginn einfaldlega öflugri í að takast á við næstu verkefni. Hollt að geta metið sín eigin mistök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband