Leita í fréttum mbl.is

Ný æskulýðslög

Á lokadögum Alþingis voru samþykkt ný lög um æskulýðsmál. Eitt af því sem athygli vekur eru ákvæði í 10. grein nýju laganna þar sem eftirfarandi kemur fram;

" Óheimilt er að ráða til starfa hjá aðilum, sem 2. gr. tekur til og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Ákvæði þetta nær einnig til þeirra sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri á grundvelli sjálfboðaliðastarfs."

Þetta lagaákvæði hefur í för með sér miklar breytingar á starfsumhverfi þeirra sem vinna að æskulýðsmálum. Þannig mun öllum þeim sem vinna að æskulýðsmálum, og starfa með börnum og ungmennum, verða skylt að leggja fram sakavottorð við umsókn um starf.

Þetta á ekki bara við launaða starfsmenn heldur líka þá sem vinna sem sjálboðaliðar. Þannig kemur nú til skoðun á öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem vinna sjálboðastarf með börnum og ungmennum t.d. innan skátafélaga og kristilegra félaga og innan ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka. Hvernig og hver á að fylgja slíku eftirliti eftir í sjálboðastarfi er mér ekki  ljóst.

Þau brot sem um ræðir, eru kynferðisafbrot og ávana og fíkniefnabrot. Held að það sér full ástæða að fylgjast vel með því að einstaklingar sem hafa gerst brotlegir við kynferðislagakafla laganna vinni með börnum og ungmennum en velti því fyrir mér hvort brot á ávana-og fíkiniefnalögum séu ekki litin öðrum augum. Þeir einstaklingar sem lenda í slíku ná oft að hætta neyslu og verða góðir og gegnir samfélagsþegnar.

Á að útiloka slíka einstaklinga, sem reyna að fóta sig í samfélaginu að nýju, frá vinnu með börnum og ungmennum. Við höfum á margan hátt nýtt slíka einstaklinga til góðs í forvarnastarfi í gegnum tíðina. Er ekki full langt gengið með slíku ákvæði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband