Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar barnið þitt?

Þegar sonur minn, sem er fatlaður, hóf nám í almennum grunnskóla var mér sagt frá því hversu mikið fjármagn fylgdi honum inn í skólann. Ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að vera þakklát eða hreykin vegna þessa. Þetta hlýtur að hafa verið gert til þess að auka kostnaðarvitund mína um hversu kostnaðarsamt það er að mennta eitt stykki barn.

 

Ætli þetta sé gert þegar öll börn hefja nám í grunnskóla, eða bara þegar fötluð börn hefja nám? Skyldi foreldrum almennt vera tilkynnt hvað mikið sé greitt af skattfé til að kosta menntun barnins í grunnskóla?

 

Kostnaðarvitund er góðra gjald verð en það er sérkennilegt hvað oft hún virðist koma við sögu þegar málið snýr að þjónustu við fatlaðra.

 

Nú er komið að því á mínu heimili að endurnýja umsókn um umönnunarbætur sonarins. Slíkt gerist á 4.ára fresti.  Því fylgja heimsóknir til lækna til þess að útvega vottorð auk heimsóknar á svæðisskrifstofu. Þetta hlýtur að að tákna það að von sé til að litningargallinn hans hafi læknast, eða hvað?

 

Kostnaðarvitundin skellur þó fyrst á manni þegar á að fylla út 16 lið umsókninnar um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, svokallaðar umönnunargreiðslur.

 

Þar er mér gert að skila greinagerð um tilfinnaleg útgjöld vegna heilsuvanda og meðferðar barnsins. Ótrúlegt hvað hið opinbera leggur mikið á sig til að gera okkur foreldrum grein fyrir hversu mikil útgjöld það hefur í för með sér að eiga fatlað barn.  

 

Ætli þetta sé gert af umhyggju fyrir okkur foreldrum og þörfinni á að efla án frekar vitundina um hvað það kostar að eiga börn? Sérstaklega fötluð börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Ég á ekki fatlað barn og get fullvissað þig um það Anna að mér var ekki sagt hvað það myndi kosta að mennta börnin mín. Samt er ég alveg viss um að þau hafi kostað alveg fullt. Mér er samt alveg sama og líka hvað þitt fatlaða barn hafi kostað. Menntun er eitthvað sem við erum sammála um að veita börnunum okkar úr sameiginlegum sjóðum og við sem foreldrar þurfum ekki að hafa kostnaðarvitund.

Þessi reynslussaga þín sýnir enn og aftur hvernig verið er að mismuna fólki vegna fötlunar. Frábært hjá þér að segja frá þessu.

Þín Björk

Björk Vilhelmsdóttir, 8.2.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband