Leita í fréttum mbl.is

Að grafa upp gömul bein.

 Ég, eins og líklega þjóðin öll, hef staðið agndofa frammi fyrir þeim atburðum sem gerðust á drengjaheimilinu á Breiðuvík. Ekki skrítið að margir af þeim sem þar dvöldu hafi síðan ekki náð að fóta sig á beinu brautinni. Með allt það sem drengirnir hafa þurft að upplifa hefur ekki verið auðvelt að ganga út í lífið fullur af væntingum og vonum. Fæstir þeirra sem þar dvöldu hefur heldur ekki tekist það.

 

Vandinn snýst hinsvegar um hvernig taka á því að menn hafi verið beitir harðræði fyrir áratugum síðan. Á að draga einstaka menn til ábyrgðar eða þá sem sátu við stjórnvölin. Eiga þessir einstaklingar rétt á bótum vegna þess harðræðis  eða duga önnur meðul?

 

Mál sem að undanförnu hafa verið dregin fram í dagsljósið af fjölmiðlum sýna að það er margt sem átti sér stað í íslensku samfélagi sem er ótrúlegt er að hafi viðgengist árum og áratugum saman.

 

Samfélagið hefur sem betur fer breyst til batnaðar í aðbúnaði sínum við slíka samfélagshópa á liðnum áratugum. En fjölmiðlar hafa að mínu mati gert rétt í að minna okkur á skyldur okkar við þá og samábyrgð okkar allra gagnvart þeim.

 

Aðbúnaður þeirra sem áttu högg að sækja virðist hafa verið sínu verstur.

 

Málefni heyrnleysingjaskólans og þeir atburðir sem þar áttu sér stað í þögninni.

Stofnanir eins og Breiðavík og drengirnir sem þar voru vistaðir.

Kópavogshæli og aðbúnaði vistmanna þar.

Miklu fleiri dæmi eru þarna úti og rétt að draga þau fram í dagsljósið

 

Margt af því sem þarna gerðist er samfélaginu öllu til skammar.

Fjölmiðlar hafa haft frumkvæði á að koma þessum málum upp á borðið.

Almenningu á einnig rétt á að hið opinbera stígi fram og setji af stað opinbera rannsókn á þeim úrræðum sem beitt var á síðustu öld í þjónustu við þessa hópa.

 

Annars hanga beinagrindurnar áfram í skápnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, er það furða að maður hafi takmarkaða trú á mannkyninu við umhugsun um þessi mál?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Maður leiðir hugann að því hvað það séu margar svona "beinagrindur" sem aldrei komast út úr skápnum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 7.2.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband