Leita í fréttum mbl.is

Tvær veislur í sömu stofu

Útskriftin í gær var um margt merkileg. Hlýtur að vera í síðasta sinn sem útskrifað verður með þessum hætti frá HÍ.

Nú þegar Kennaraháskólinn og HÍ hafa verið sameinaðir hlýtur fjöldinn að verða of mikill til þess að hægt sé að útskrifa allan þennan hóp í einu lagi.

Í Laugardalshöll voru rúmlega þúsund útskrifaðir í einu. Þar af voru rúmlega 840 sem tóku á móti skírteinum sínum. Allt þetta tekur að sjálfsögðu mjög langan tíma.

Síðan tók við ræða Rektors og ég var auðvitað mjög stolt þegar nafn sonarins var nefnt ásamt nafni annars nemenda sem líka er heyrnaskertur og var að ljúka meistaraprófi.

Síðan tók veislan við. Hún skiptist í tvennt. Þeir sem töluðu talmál og þeir sem tala táknmál. Þessir tveir hópar blandast ekki saman nema að mjög takmörku leiti. Þannig er það líka í lífinu.

Ég fékk að segja nokkur orð í upphafi sem jafnhliða voru túlkuð á táknmál. Mín færni í táknmáli er því miður ekki svo mikil að ég geti flutt ræðu með því.  

Unga fólkið sat lengst eins og venjan er. Munurinn hinsvegar að engin hávaði fylgdi þessu unga fólki.

Þótt tónlist með sterkum bassa hafa verið spiluð í lokin var ekki hávaðanum fyrir að fara. Og síðan var haldið niður í bæ eftir miðnættið.

Góðum degi var lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava Halldóra Friðgeirsdóttir

Innilega til hamingju með soninn og fjölskylduna alla. Þetta hefur verið mikil skemmtun.

 Njóttu sumarsins.

kveðja

Svava Halldóra

Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband