Leita í fréttum mbl.is

Var ég fyrir vestan?

Hitti hóp af góðu fólki á laugardagskvöldið. Skemmti mér með ágætum og dansaði líka heilmikið.

Góður maður sem þarna var staddur þakkaði mér fyrir síðast. Sagði að leiðir okkar hefðu legið saman í innanlandsflugi á leið til Ísafjarðar fyrir páska.

Ég kannaðist ekki við það. Var ákveðin í því að vestur hefði ég ekki farið á þessu ári. Hvort þetta hefði ekki verið ein af mínum fjöldamörgu systrum.

Nei, það vildi hann ekki kannast við. Sagði að við hefðum spjallað heilmikið saman. Ekki nóg með það heldur hefði ég farið upp í bíl með Einari Guðfinnssyni þegar komið var til Ísafjarðar.

Þetta hefðu fleiri séð, m.a. bílstjórinn í áætlunarútunni til Bolungarvíkur. Hann hefði líka þekkt mig.

Ég gat engu svarað. Ætli fleiri hafi séð mig þarna fyrir vestan ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Greinilega þekkt kona.

Langt út fyrir þekktar og viðurkenndar slóðir hverju sinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2008 kl. 14:07

3 identicon

   Já við lendum í ýmsu Anna mín! Þakkaðu fyrir að hann sagði þér ekki að þið hefðuð verið gift!

SvanfríðurG.Gísladóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband