Leita í fréttum mbl.is

Áfallahjálp fyrir samfylkingarfólk

Í gær voru skipaðir þrír nýir sendiherrar hjá Utanríkisráðuneytinu. Einn þeirra var fyrrverandi ráðherra sjálfstæðisflokksins sem situr ekki lengur á þingi. Eins og alltaf þegar skipaðir eru sendiherrar úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna kemur fram gagnrýni á slíka skipun.

Slík skrif áttu sér ekki síst stað hjá félögum innan samfylkingarinnar. Hægt var að lesa margar slíkar færslur  í gær á bloggsíðum. Meðal annars kom þetta fram í skrifum samfylkingarmanna: 

"þegar fólk er komið inn fyrir ákveðinn hring í valda- og snobbstrúktúr landsins, virðist engu skipta hvort það er til einhvers nýtilegt eður ei - dansfélagarnir í innsta hring við kjötkatlana, finna því alltaf ný embætti" og "Ég get ekki sagt annað en ég hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum þegar ég heyrði í dag að Sigríður Anna hafði verið skipuð sendiherra. Samtrygging. Samtrygging. Samtrygging".

En þetta er eitt af því sem fylgir því að vera við völd. Að útdeila gæðunum. Hér á landi er líka sérstækar venjur fyrir því hvernig slíkt er gert. Það verða samfylkingarmenn að venja sig við.

Skipan sendiherra með þessum hætti er ekkert nýtt. Fyrir á fleti sitja Guðmundur Árni Stefánsson, Tómas Ingi og Svavar Gestsson. Síðan er Eiður Guðnason í embætti alræðismanns í Færeyjum.

Fleiri mæta telja sem verið hafa í slíkum sendiherrastöðum, Jón Baldvin og Kjartan Jóhannesson og Markús Örn sem brátt hættir í Kanada.

Allir flokkar hafa unnið svona. Ef þeir hafa á annað borð hafa verið við völd. Það er helst að framsóknarmenn hafi gleymst í þessari skipan. Man að minnta kosti ekki eftir neinum sendiherra á þeirra vegum í augnablikinu.

Slíkar eru venjurnar í samtryggingu stjórnmálanna. Svona verður þetta líka áfram. Nema auðvitað Samfylkingin ákveði að breyta þessu. Til þess hefur hún stöðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

     Það er ótrúlegt hversu Ingibjörg er glámskyggn og höll undir ríkandi vald, hún virðist ekki hafa neitt bein í nefinu, til að standa í istaðinu.   Eg kaus hana ekki til að úthluta bitlingum til einhvers forréttindahóps.  Henni hefði verið meira sæmandi að koma fram nú á síðustu og verstu tímum og tilkynna um sparnað í Utaríkisráðuneytinu.

haraldurhar, 11.3.2008 kl. 17:01

2 identicon

Ég gleðst að í stað karlsendiherra í Kanada sé skipaður kvensendiherra. Konum í sendiherrastétt fjölgaði um 50% í gær.

Annars leiðist mér Anna að orð eins og einelti og áfallahjálp séu notuð nema í faglegum skilningi. Við skulum fara varlega með þessi orð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Mikil eru völd Eiðs Guðnasonar. Það er ekki lítið að vera alræðismaður í Færeyjum

Stefán Bogi Sveinsson, 11.3.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Denny Crane

Valgerður neitaði að skipa pólitíska sendiherra.. það er eitthvað annað en núverandi utanríkisráðherra getur státað af. Reyndar hefur Ingibjörg Sólrún verið dugleg, og Össur líka, að raða inn í embætti eftir flokksskírteinum. Það er ekki nema von að margir kjósendur Samfylkingar séu með eitthvað eftirbragð í munni eftir óraunhæfar væntingar til þessara stjórnmálamanna í Samfylkingunni. Á meðan er landið hálf stjórnlaust þrátt fyrir yfirburða stöðu í fjölda þingmanna. Þetta er broslegt.

Denny Crane, 13.3.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband