Leita í fréttum mbl.is

Pútín og verkefni hans

Eftir að hafa horft á tveggja þátta röð um Pútin og stjórnunaraðferðir hans í Ríkissjónvarpinu fyrr í mánuðinum, kemur þetta ekki á óvart.

Þátturinn var kynntur sem frönsk heimildarmenn og bar nafnið"Le système Poutine" og fjallaði um Vladimír Pútín Rússlandsforseta og feril hans.

Farið var yfir ótrúlegan feril hans, allt frá því að hann starfaði innan KGB og þar til hann varð forseti. Hafði það á tilfinningunni eftir þáttinn að þarna væri komin einstaklingur á valdastól sem seint myndi sleppa stjórnartaumum af landinu. Farið var yfir sterka stöðu hans innan rússneska fjölmiðla og hvernig hann hefði smátt og smátt náð tökum á öllum þáttum samfélagsins.

Þá þekkist vel hvernig blaðamenn í landinu hafa horfið eða einfaldlega verið drepnir ef þeir hafa verið áberandi í óþægilegri umfjöllun um stjórnunarhætti núverandi forseta Rússlands.

Þótt Pútín hætti sem forseti hefur hann tilnefnt Medvedev sem eftirmann sinn og virðist ekkert geta komið í veg fyrir sigur hans í rússnesku forsetakosningunum n.k.  sunnudag.

Þótt Pútín hætti sem forseti er það öruggt mál að hann mun ekki hverfa úr forystu í rússnesku stjórnmálalífi.

Hann hefur ekki lokið verkefni sínu sem er samkvæmt fyrrnefndum þætti það eitt að gera Rússland aftur af því stórveldi sem það eitt sinn var.


mbl.is Ójafn aðgangur að fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna.  Þessi þáttaröð á RÚV um Putin var pólitískur áróður af verstu gerð.  Þetta er eins og gerð yrði heimildarmynd um Davíð Oddsson en einungis yrði rætt við Ingibjörgu Sólrúnu og fyrrverandi starfsmenn Þjóðhagsstofnunar... og svo væri hægt að tala við grunnskólakennara Davíðs svona til að jafna umræðuna... :-)   þvílíkt rugl.

Putin er enginn engill, ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það, en þættirnir útmáluðu hann sem einhvern James Bond villian.  "Heimsyfirráð!"  "Fjárkúgun!" "Morð!" "Þjóðernishreinsanir!" osfrv osfrv...´

Ótrúverðugt og ekki RÚV sæmandi.

Kveðja,

Karl F. Thorarensen.

Karl F. Thorarensen (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Átta mig á að þetta var nokkuð einhliða mynd af Pútín sem þarna var dregin upp.

 Verð að viðurkenna það að mér fannst máluð nokkuð svört mynd af honum og engin jákvæð rödd nema heyrðist í þáttunum helst hjá gamla kennara hans úr barnaskóla.

Hef hinsvegar ekki séð neina umfjöllun um þennan þátt í fjölmiðlum og fannst það um margt merkilegt.

Anna Kristinsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband