Leita í fréttum mbl.is

Gott fyrirtæki í eigu okkar borgarbúa

Orð í tíma töluð.

Fyrirtækið er í mínum huga eitt öflugasta fyrirtæki landsins og þarf eftir orrahríð undanfarinna missera að fá frið fyrir neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Starfsfólk fyrirtækisins þarf að að fá frið til að sinna áfram sínum góðu verkum.

Fyrirtækið á ekki að vera verkfæri í höndum misvitra stjórnmálamanna heldur á að fá að vinna að stefnu sinni sem sjálfstætt þjónustufyrirtæki, sem kappkostar að veita viðskiptavinum sínum sem besta mögulega þjónustu með sem hagkvæmustum hætti fyrir viðskiptavini og fyrirtækið sjálft.

ps. hluta arðsins mætti líka nota til að lækka orkureikningana okkar


mbl.is Orkuveitan á ekki að vera bitbein stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

OR greiðir einn og hálfan milljarð á ári til eigenda sinna sem gera örugglega ýmislegt gott fyrir peninginn.  Það má kaupa bland í poka fyrir það...

Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.2.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Eigenda sinna=borgarsjóð í tilfelli Reykjavíkurborgar. Veit að ýmislegt skynsamlegt er gert við það fé, fyrir  borgarbúa alla.

Hinsvegar mætti líka velta því fyrir að OR lækkaði gjöld notenda fyrir hlut af arðinum. Myndi kannski vera búbót sem skilaði sér til allra borgarbúa, þvert á alla þjónustuþörf.

Anna Kristinsdóttir, 12.2.2008 kl. 20:37

3 identicon

Orkuveita Reykjavíkur er í samfélagslegri eigu og um það fyrirkomulag ríkir bærilega breið samstaða. Fyrirtækið starfar undir pólitískri stjórn og fyrir vikið bæði eiga og mega vera skiptar skoðanir um starfsemina. Stjórnmálin eru í eðli sínu átakavettvangur.

Sjálfsagt er hvekkjandi fyrir starfsfólk að OR sé sífellt í brennidepli hatrammra átaka, auðvitað hefur slíkt áhrif á starfsandann. En fyrirtæki sem aldrei er nefnt í umræðunni, er ekki að gera ýkja merkilega hluti. Átök um OR að undanförnu eru því góður dómur um fyrirtækið.

Lýðræðisleg umræða, sem er fyrirtæki neikvæð í dag en þess vegna jákvæð á morgun, hlýtur hins vegar jafnan að vera af hinu góða þegar málið er skoðað á breiðum grundvelli. Orkuveitufólk þarf að kveikja á perunni - og heimatökin til þess ættu að vera hæg.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Sigurður,

Þakka innlitið.

Þú sem blaðamaður veist að umfjöllun getur haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Starfsmenn einkageirans eru án efa vanari slíkum átökum í starfsumhverfi sínu en þeir sem starfa hjá ríki og borg.

Þegar "neikvæð" umræða tekur yfir getur slíkt skaðar ímynd fyrirtækja. Hvort sem þau eru í samfélagslegri- eða einkaeigu. Ímyndarvinna fyrirtækja getur þannig hrunið á einni nóttu vegna óvægrar umfjöllunar, réttrar eða rangrar.

Það er sú ímynd sem ég tel að starfsmenn fyrirtækisins séu að reyna að vernda, þreyttir á átökum liðinna mánaða.

Anna Kristinsdóttir, 13.2.2008 kl. 11:10

5 identicon

Sæl Anna!

Umfjöllun hefur vissulega áhrif með ýmsu móti og ég er sammála sjónarmiðum þínum um margt. Ímynd fyrirtækja er þeim mikilvæg. En þar sem OR er í samfélagslegri, þá hlýtur fólk eðlilega að hafa skoðanir á starfseminni rétt eins og við eigum að láta okkur varða til dæmis hvernig fjármunum úr sameiginlegum sjóðum er varið. Við getum alltaf látið skoðun okkar á starfsemi einkafyrirtækja í ljósi með því að beina viðskiptum okkar til þeirra - ellegar róið á ný mið hugnist okkur ekki starfshættir þeirra.

Þegar opinber fyrirtæki eða stofnanir eiga í hlut höfum við hins vegar ekki neitt val um slíkt  nema þá að segja skoðun okkar - burtséð frá því hvort hún sé ímyndarskaðandi eða ekki. Samfélagið má ekki verða svo heltekið af auglýsingamennsku að lokað sé á frjálsa umræðu af því hún geti skaðað glansmyndir eða pirrað starfsfólkið. Hins vegar verður þó alltaf að gera þá lágmarkskröfu að fólk stilli orðum sínum í hóf, fari rétt með staðreyndir og séu sanngjarnir. Ef fundarstjórar á málfundum samfélagsins sinna þessari skyldu ætti engin að þurfa að óttast opna og lýðræðislega umræðu - enda er það sannleikurinn sem gerir okkur frjáls.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband