Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði, sanngirni eða hvað?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í ræðu í borgarstjórn nú rétt í þessu, að eftirfarandi skipting í ráð og nefndir hjá Reykjavíkurborg bæru vott um lýðræðið í nýjum meirihluta í borgarstjórn.

Af 16 nefndum borgarinnar. 8 fastanefndum og öðrum 8 stærri nefndum borgarinnar er skiptingin eftirfarandi:

Fulltrúar og formennska eftir kjörfylgi í kosningum til borgarstjórnar:

Samfylking ( 17.750 atkvæði 4 fulltrúar) 19.fulltrúar- 5 formennskur

Vinstri hreyfingin grænt framboð  (8.739 atkvæði 2 fulltrúar) 14. fulltrúar-3 formennskur

Frjálslyndi flokkurinn (6.527 atkvæði 1 fulltrúi)  6.fulltrúar-1 formennska

Framsóknarflokkurinn (4.056 atkvæði -1 fulltrúi)  16. fulltrúar-7.formennskur

Skrítið lýðræði þetta. Virðist eitthvað halla á vægi kjósenda eftir því hvaða flokk þeir hafa kosið. Ætli atkvæðin hafi verið mismunandi dýr?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Vá! Maður gerði sér ekki grein fyrir þessu.. Þætti mér nú eðlilegast að skipt væri uppá nýtt, þótt klaufalegt sé. Fáránleg skipting!

Bestu kveðjur,

Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 5.12.2007 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband