Leita í fréttum mbl.is

Slæmir embættismenn eða stjórnmálamenn

Farsinn um REI heldur áfram og nú leitað að blóraböggli.

Nú stígur Gísli Marteinn, borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins fram og telur að embættismennirnir sem unnu að málinu hafi ekki sinnt skyldu sinni. Þeir  séu; nota bene, að vinna fyrir fólkið í borginni.

Hann gagnrýnir jafnframt að starfsmenn OR sem kynntu samrunann hafi ekki upplýst þá um að þeir væru með feita kaupréttarsamninga í vasanum.

Í 4.grein laga um Orkuveitu Reykjavíkur kemur m.a. fram að:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fer með málefni fyrirtækisins og annast um að skipulag fyrirtækisins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins.

Forstjóri hefur á hendi framkvæmd stefnu stjórnar fyrirtækisins. Skal hann vinna sjálfstætt að stefnumótun þess og áætlanagerð. Hann annast allan daglegan rekstur fyrirtækisins, allar framkvæmdir og undirbúning þeirra, sjóðvörslu og reikningshald og ráðningu starfsliðs. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur forstjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana stjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi fyrirtækisins. Í slíkum tilvikum skal stjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina. Forstjóri kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins í öllum málum sem varða venjulegan rekstur. Forstjóra ber að veita stjórn og endurskoðanda allar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins sem þeir kunna að óska eða veita ber samkvæmt lögum. Stjórn skal setja forstjóra starfslýsingu.

Og nú er spurt hver hefur ekki staðið sig í stykkinu, embættismaðurinn eða stjórnin sem fer með eftirlit á starfseminni?

Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband