Leita í fréttum mbl.is

Samfélag heyrnalausra

Umræðan um málefni heyrnalausra barna og ungmenna hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á liðnum dögum.  Misnotkun á þessum hópi virðist hafa átt sér stað í mun meira mæli en í öðrum samfélagshópum og er það hryggileg staðreynd. 

Ég þekki málefni þess hóp nokkuð. Tel mig þó ekki vera sérfræðing í þessum málum. Það eru líklega engir aðrir en þeir sem við þessa fötlun búa. Sonur minn fæddist mikið heyrnaskertur og var frá 4 ára aldri í Vesturhlíðaskóla.  Þar stundaði hann nám, þar til hann lauk grunnskólanámi. 

Skólinn hlúði vel að þeim hóp sem þar stundaði nám og ef eitthvað var fannst mér stundum nemendur vera ofverndaðir. Kennarar skólans voru upp til hópa hugsjónafólk sem lagði metnað sinn í að sinna þessum hóp vel. Þegar nemendur síðan luku námi og hófu í nám í framhaldskólum eða fóru út á vinnumarkaðinn voru þau oft illa undir það búin að mínu mati. Hin harði heimur hinna heyrandi tók ekki alltaf vel á móti þessum einstaklingum. 

Ég varð þess fljótt áskynja að innan samfélags heyrnalausra giltu oft önnur lögmál en í heimi hinna heyrandi. Slíkt er  ekki óeðlegt því meðan að samfélagið allt mótar siði og venjur hinna heyrandi, þá er það samfélag heyrnalausra sem er megin gerandi í mótun þessara þátta hjá heyrnalausum einstaklingum. Það er kannski ekki síst þess vegna, sem norm þessa hóps hafa þróast með þeim hætti að slíkir hlutir hafa verið látið viðgangast innan hópsins. 

Einangrun vegna slíkrar fötlunar er og verður alltaf til staðar. Því er nauðsynlegt  að hafa úrræði til staðar fyrir þessa einstaklinga til þess að þeir geti tekið sem mestan þátt í samfélagi okkar hinna og fái sömu tækifæri Þó með þeim formerkjum að þau haldi sinni eigin menningu og sérkennum. 

Ég trúi því að það ástand sem hefur verið í umræðunni hafi ekki verið í slíku mæli á þeim árum þegar sonur minn stundaði í skólagöngu í Vesturhlíðaskóla. Þeir atburðir hafa að öllum líkindum átt sér stað í mun meira mæli þegar börn voru send í heimavist fjarri foreldrum og ættingjum. 

Vonandi verður sú umræða sem átt hefur sér stað að undanförnu til þess að gera þessum hóp kleyft að taka þátt í samfélagi okkar heyrandi í auknum mæli. En til  þess þarf öflugan stuðning. 

Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband