Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
16.3.2007 | 19:00
Ólík verkefni og langir dagar
Á mánudaginn eftir að skóla lauk tók við æfing vegna komandi árshátíðar starfsfólks Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardalnum. Þetta verkefni felur í sér söng með góðum hóp kvenna og þar er hæfileikum mínum ekki alveg fyrir að fara. En viljann verður að taka fyrir verkið. Að henni lokinni tók svo við verkefnavinna vegna námsins.
Á þriðjudag var vinnudagur hjá mér við verkefni Alþjóðleika ungmenna. Auk þessa var stjórnarfundur og aðalfundur Félagsbústaða. Ég hef setið í stjórn Félagsbústaða s.l. ár og haft af því ánægju. Mér var hins vegar tilkynnt í lok síðustu viku að annar aðili tæki við stjórnarsæti mínu þar. Það verður að viðurkennast að mér hefur oft fundist gott að búa yfir margháttaðari reynslu minni sem fyrrv. Borgarfulltrúi í setu minni í stjórninni. En það er annara að meta hvort slík reynsla kemur að notum.
Á miðvikudag tóku við fundir eftir að skóla lauk og stóðu þeir fram eftir degi
Á fimmtudag byrjaði dagurinn með fundi í kosningastjórn framsóknarflokksins í Reykjavík og hófst hann kl. 7.30 Farið var yfir málin með efstu mönnum listans og ljóst að menn eru órþeyjufullir að takast á við baráttuna framundan. Síðan tók við starf vegna Alþjóðaleikana. Um kvöldið var síðan fundað með hópi áhugasamra íbúa í hverfinu mínu sem hafa hug á að koma á íbúasamtökum í Háleiti. Stækka á hópinn og boða til frekari fundarhalda á næstu vikum. Áhugasamir mega senda mér póst á annakr@annakr.is
Á föstudag eftir að skóla lauk tók við ein söngæfingin og síðan verkefni tengd náminu.
Á morgun laugardag mun síðan rekstrarstjórn skíðasvæðanna á höfðurborgarsvæðinu hittast.
Einhverra hluta vegna er vikan sífelt að styttast og tíminn líður hraðar og hraðar.
13.3.2007 | 21:32
Ánægð með minn mann.
Jón talaði um málið af yfirvegun og þekkingu og lét ekki hæðnisleg ummæli Ingibjargar slá sig út af laginu. Hann hefur sannfæringu fyrir málinu og það skín langar leiðir.
Ég tel mig yfirleitt hafa getað horft á forystumenn annara flokka án þess að líta á þá sem andstæðinga. Hef reyndar oftar en ekki dáðst að þeim í laumi. Mér hefur fundist sumir þeirra afburða mælskir, fluggáfaðir og með ótrúlega útgeislun. Ég hef líka leyft mér að gagnrýna mína forystumenn.
En í dag fannst mér Ingibjörg, sem oft hefur sýnt góða takta, missa flugið. Svo virðist vera sem að slæm staða flokksins í skoðanakönnunum hafi valdið því að hún hefur misst sjálfstraustið. Þá tilfinningu þekkja margir framsóknarmenn.
Að sama skapi fannst mér foringi VG fara ansi bratt í þinginu í dag. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni að hann héldi að líf og tilvera okkar framsóknarmanna snérist um hann og hans ásjónu. Steingrímur hélt því fram að við framsóknarmenn ættum enga heitari ósk en að hann væri ekki til. Að tilvist hans og tilvera valdi okkur framsóknarmönnum miklu hugarangri. Hvað í ósköpunum heldur maðurinn að hann sé? Eru stórmennskudraumarnir ekki farnir að verða full miklir?
12.3.2007 | 20:02
Ætla þeir ekki að lækka?
Umfjöllun Ríkissjónvarpsins um verðskrár veitingahúsana í kvöld kveikir á viðvörunarbjöllum hjá manni.Sum veitingahús hefðu meira að segja hækkað verð. Ekki síður fannst mér ummæli formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í Kastljósi í kvöld sérkennileg. Þar lýsti hún því fyrir áhorfendum hversu ánægðir erlendir ferðaheildsalar væru með lækkanir á sínum matseðlum sem þeim hefðu borist á liðnum dögum.
Má þá ætla að verð á veitingahúsum hér á landi, til erlendra ferðamanna, sé að lækka en ekki til okkar hinna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 13:14
Skoðanakannanir og harðnandi átök innan Samfylkingar
Þótt fylgi framsóknarflokks, samkvæmt þessar mælingu, sé rúmlega 8,5%og hafi minnkað um 9% frá síðustu kosningum er það ekki stæðstu fréttirnar að mínu mati. Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 1995 eða í 12 ár og það þekkist vel að minni flokkar í ríkistjórnarsamstarfi gjaldi afhroð í kosningum. Hver man ekki eftir 11% fylgi alþýðuflokks árið 1995 þegar flokkurinn hafði verið í samstarfi við sjálfstæðisflokk í fjögur ár.
Að mínu mati eru mestu fréttirnar í þessari könnun fylgishrun samfylkingar. Flokkur sem hefur verið í stjórnarandstöðu mældist í síðustu kosningum 31% er nú 21% í þessari könnun. Þannig hefur flokkurinn tapað frá síðustu kosningum 10 % fylgi. Ekki ætti slíkt að skýrast af óvinsælum ákvarðanatökum flokksins í stjórnarandstöðu. Á meðan á þessu gengur hefur hinum stjórnarandstöðuflokknum tekist að komast úr 8,8% í síðustu kosningum, í 27,7% fylgi, nú rúmum tveim mánuðum fyrir kosningar.
Hver er ástæða slaks gengis Samfylkingarinnar og hver skyldi vera ástæða þess að ekkert virðist ganga upp hjá flokknum þessa dagana. Skýring góðrar stöðu VG í skoðanakönnunum er skýrð með því að flokkurinn sé kvennaflokkur og höfði til umhverfissinna. Er skýring slæmrar stöðu samfylkingarinnar þá skýrð með óskýrri stefnu í umhverfismálum og að flokkurinn höfði ekki til kvenna? Eða skýrist slæmt staða samfylkingar aðeins á því að Ingibjörg sé ekki nægjanlega sterkur foringi?
Ætli hluti skýringarinnar sé ekki ólga innan flokksins um hver eigi að stýra skipinu, þótt slíkt sé ekki á yfirborðinu enn sem komið er. Víst er að átökin eiga eftir að harðna innan samfylkingarinnar á næstu vikum, ekki síst ef flokkurinn heldur áfram að missa fylgi.
4.3.2007 | 20:41
Stjórnmálaflokkar og málamiðlanir.
Þetta þing var um margt ólíkt síðustu þingum þar sem aðeins fór fram á þessu þingi umræða og vinna við mótun álykta þingsins.Ekki var kosin ný forystusveit enda fóru slíkar kosningar fram á haustþingi. Slíkar kosningar verða oft til að fleiri mæta til þings en, þó voru um 600 fulltrúar mættir til þings að þessu sinni.
Mér fannst bjart yfir þessu þingi. Málflutningur formanns flokksins var í þá veru í Borgarleikhúsinu að við framsóknarmenn hljótum að fyllast bjartsýni. Viðtal Egils Helgasonar í Silfrinu í dag við Jón Sigurðsson fyllti mig en frekari bjartsýni. Hef fulla trú á því að við séum að rétta úr kútnum.
Í Silfrinu í dag var sérkennilegt að hlusta á fulltrúa VG ræða um staðfestu síns flokks í stefnu sinni. Flokkurinn hvikaði hvergi frá stefnu sinni og fyrir það væri staða hans svo sterk.
Stjórnmálin snúast um málamiðlanir og ef flokkur eins og VG ætlar sér einhverntímann að komast í stjórn verða þeir að vera tilbúnir í samninga við aðra stjórnmálaflokka. Allir flokkar standa frammi fyrir þessu og ekki hægt að ætla að flokkar verði sölulegir í samstarfi ef þeir ekki eru tilbúnir í málamiðlanir.
Nema VG ætli sér sömu örlög og kvennalistinn sálugi, að vilja aldrei gefa neitt eftir af stefnumálum og verða því flokkur sem alltaf er í stjórnarandstöðu. Slíkir flokkar hljóta oftast þau örlög að lognast út af, eftir langvarandi áhrifaleysi.
2.3.2007 | 23:05
Reykvíkingur til vinstri
Það er hægt að vera Reykvíkingur og framsóknarmaður í senn-ekki að ég hafi efast hingað til.
Framsóknarmönnum á vinstri vængnum er að fjölga aftur í flokknum-loksins!!
Það sem Ólafur Jóannesson sagði árið 1977 í samtalið við Vísi er enn að gerast enn í dag-nema þá hétu þeir braskarar. Og allt snýst þetta í hringi.
Vinnan við ályktanir flokksþingsins gekk vel í dag og náðist sátt í öllum þeim málaflokkum sem ég vann að. Það er nú einu sinni styrkur okkar framsóknarmanna að geta náð málamiðlunum í erfiðum málum.
Nú er bara að sjá hvernig þessu reiðir síðan af á þinginu á morgun.
1.3.2007 | 11:32
Flokksþing Framsóknar hefst á föstudag
Undanfarnar vikur hefur mikið af fólki úr grasrót flokksins unnið við undirbúning þingsins, ekki síst með vinnu við ályktanir. Afraksturinn af þeirri vinnu eru margar róttækar ályktanir sem liggja fyrir þinginu.
Þar má nefna sérstaklega ályktun sem innifelur um að skilgreina eigi lágmarksframfærslu miðað við aðstöðu hvers einstaklings og miða frítekjumark við að ekki sé greiddur skattur af þeirri fjárhæð.
Slík breyting yrði án efa til þess að efnaminni hópar samfélagsins fengu meira að moða úr og staða þeirra myndi batna.
Drög að ályktunum er nú komin á vefsíðu flokksins, http://www.framsokn.is/ og hvet ég alla til að mæta vel undirbúnir til leiks, til þess að móta stefnu flokksins til næstu framtíðar.
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja