Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálaflokkar og málamiðlanir.

Flokksþingi okkar framsóknarmanna lauk í gær. Margar góðar og athyglisverðar ályktanir voru samþykktar á þinginu og verða gott veganesti fyrir okkur í baráttunni framundan.

 

Þetta þing var um margt ólíkt síðustu þingum þar sem aðeins fór fram á þessu þingi umræða og vinna við mótun álykta þingsins.Ekki var kosin ný forystusveit enda fóru slíkar kosningar fram á haustþingi. Slíkar kosningar verða oft til að fleiri mæta til þings en, þó voru um 600 fulltrúar mættir til þings að þessu sinni.

 

Mér fannst bjart yfir þessu þingi. Málflutningur  formanns flokksins var í þá veru í Borgarleikhúsinu að við framsóknarmenn hljótum að fyllast bjartsýni. Viðtal Egils Helgasonar í Silfrinu í dag við Jón Sigurðsson fyllti mig en frekari bjartsýni. Hef fulla trú á því að við séum að rétta úr kútnum.

 

Í Silfrinu í dag var sérkennilegt að hlusta á fulltrúa VG ræða um staðfestu síns flokks í stefnu sinni. Flokkurinn hvikaði hvergi frá stefnu sinni og fyrir það væri staða hans svo sterk.

 

Stjórnmálin snúast um málamiðlanir og ef flokkur eins og VG ætlar sér einhverntímann að komast í stjórn verða þeir að vera tilbúnir í samninga við aðra stjórnmálaflokka. Allir flokkar standa frammi fyrir þessu og ekki hægt að ætla að flokkar verði sölulegir í samstarfi ef þeir ekki eru tilbúnir í málamiðlanir.

 

Nema VG ætli sér sömu örlög og kvennalistinn sálugi, að vilja aldrei gefa neitt eftir af stefnumálum og verða því flokkur sem alltaf er í stjórnarandstöðu. Slíkir flokkar hljóta oftast þau örlög að lognast út af, eftir langvarandi áhrifaleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband