Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakannanir og harðnandi átök innan Samfylkingar

Fyrsta skoðanakönnunin, í röð vikulega kannanna Capacent Gallup, var kynnt í ríkisútvarpi og í morgunblaði í morgun. Fylgi VG er enn að aukast og nú er munurinn á milli sjálfstæðisflokk og VG orðin aðeins 6,7%.

 

Þótt fylgi framsóknarflokks, samkvæmt þessar mælingu, sé rúmlega 8,5%og hafi minnkað um 9% frá síðustu kosningum er það ekki stæðstu fréttirnar að mínu mati. Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 1995 eða í 12 ár og það þekkist vel að minni flokkar í ríkistjórnarsamstarfi gjaldi afhroð í kosningum. Hver man ekki eftir 11% fylgi alþýðuflokks árið 1995 þegar flokkurinn hafði verið í samstarfi við sjálfstæðisflokk í fjögur ár.

 

Að mínu mati eru mestu fréttirnar í þessari könnun fylgishrun samfylkingar. Flokkur sem hefur verið í stjórnarandstöðu mældist  í síðustu kosningum 31% er nú 21% í þessari könnun. Þannig hefur flokkurinn tapað frá síðustu kosningum 10 % fylgi. Ekki ætti slíkt að skýrast af óvinsælum ákvarðanatökum flokksins í stjórnarandstöðu. Á meðan á þessu gengur hefur hinum stjórnarandstöðuflokknum tekist að komast úr 8,8% í síðustu kosningum, í 27,7% fylgi, nú rúmum tveim mánuðum fyrir kosningar.

 

Hver er ástæða slaks gengis Samfylkingarinnar og hver skyldi vera ástæða þess að ekkert virðist ganga upp hjá flokknum þessa dagana. Skýring góðrar stöðu VG í skoðanakönnunum er skýrð með því að flokkurinn sé kvennaflokkur og höfði til umhverfissinna. Er skýring slæmrar stöðu samfylkingarinnar þá skýrð með óskýrri stefnu í umhverfismálum og að flokkurinn höfði ekki til kvenna?  Eða skýrist slæmt staða samfylkingar aðeins á því að Ingibjörg sé ekki nægjanlega sterkur foringi?

Ætli hluti skýringarinnar sé ekki ólga innan flokksins um hver eigi að stýra skipinu, þótt slíkt sé ekki á yfirborðinu enn sem komið er. Víst er að átökin eiga eftir að harðna innan samfylkingarinnar á næstu vikum, ekki síst ef flokkurinn heldur áfram að missa fylgi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja tu hefur greinilega miklar ahyggjur af SF, eg held tu aettir nu frekar ad snua ter af tvi ad grennslast fyrir um tad vegna hvers annar hver madur sem kaus Framsoknarflokkinn i sidustu kosningum aetlar nu ad stydja adra flokka. Tu virdist lata ter tad i lettu rumi liggja. Kanski er tad bara agett ad flokkurinn tinn fari mjog illa ut ur naestu kosningum. Ta getidi kanski sleikt sarin naestu 4 arin og gert upp erfida arfleifd Halldors ! Eg held ykkur veitti ekki af tvi.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband