Leita í fréttum mbl.is

Flokksþing Framsóknar hefst á föstudag

 Flokksþing okkar framsóknarmanna hefst á morgun og verður haldið á Hótel Sögu. Hef tekið að mér að starfa að ályktunum þingsins og held að sú vinna verði skemmtileg.

 

Undanfarnar vikur hefur mikið af fólki úr grasrót flokksins unnið við undirbúning þingsins, ekki síst með vinnu við ályktanir. Afraksturinn af þeirri vinnu eru margar róttækar ályktanir sem liggja fyrir þinginu.

 

Þar má nefna sérstaklega ályktun sem innifelur um að skilgreina eigi lágmarksframfærslu miðað við aðstöðu hvers einstaklings og miða frítekjumark við að ekki sé greiddur skattur af þeirri fjárhæð.

 

Slík breyting yrði án efa til þess að efnaminni hópar samfélagsins fengu meira að moða úr og staða þeirra myndi batna.

 

Drög að ályktunum er nú komin á vefsíðu flokksins, http://www.framsokn.is/ og hvet ég alla til að mæta vel undirbúnir til leiks, til þess að móta stefnu flokksins til næstu framtíðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef tekið er mið af mis/gjörðum ráðherra og þingmanna ykkar framsóknarfólks, Þá væri réttast að úthýsa ykkur af Hótel Sögu rétt eins og klámráðstefnufólki ...

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband