Leita í fréttum mbl.is

Er verið að kaupa sér tíma?

Ágætt að evrópumál skyldu vera  rædd á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var í gær.

Sá að bæði Páll Pétursson og Steingrímur Hermannson mættu á fundinn. Þeir voru í forystu þess arms sem beitti sér hvað mest á flokksþingi fyrir nokkrum árum gegn hugmyndum þáverandi formanns, Halldórs Ásgrímssonar, um jákvæða afstöðu flokksins til aðildar að Evrópusambandinu.

Nú virðist Guðni Ágústsson búin að átta sig á því að það verða ekki stjórnmálaflokkarnir sem ákveða hvaða leið verður farinn í þessu máli. Atvinnulífið og fyrirtækin kalla á breytingar. Almenningur kallar líka eftir slíku og þá ekki eftir pólitískum línum stjórnmálaflokka.

Hef þó sterklega á tilfinningunni að menn sé að reyna að kaupa sér tíma með því að færa umræðuna í þann farveg að fyrst verði að breyta stjórnarskránni. Þá hafa menn tíma til ársins 2011 til þess að svara þeirri spurningu hver sé afstaða stjórnmálaflokkanna til þessa stóra máls.

Þá fyrst verði klofningur innan stjórnmálaflokkanna ljós. Og ekki bara innan Framsóknarflokks.


mbl.is Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir "furðufuglar" óskast

Verður gaman að fylgjast með nýja borgarstjóranum. Hef fylgst með baráttunni á sjónvarpstöðinni Sky og í bresku pressunni að undanförnu. Held að á meðan maðurinn nýtur virðingar þá skipti ekki máli hvort hann sé "furðufugl" eða ekki.

Sýnist af lestri ensku pressunar að þarna sé komin maður sem menn treysta til góðra verka. Hverju hann síðan kemur í verk á eftir að koma í ljós.

Held að þar liggi prófsteinn á getu hans, ekki hvort hann eigi skrautlegt einkalíf. Það eiga fleiri stjórnmálamenn.

Held að það sé komin tími til að við Reykvíkingar kjósum sérstaklega borgarstjóra. Myndum án efa fá frekara mannval við slíka kosningu.

Eigum við ekki örugglega einhverja "furðufugla" sem myndu bjóða sig fram í slíkt?

 

 


mbl.is Annálaður furðufugl orðinn borgarstjóri Lundúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2 maí-dagurinn sem allt breyttist

Í dag eru 26 ár síðan ég breyttist úr ungling í móður.

Fyrir 25 árum og 364 dögum síðan, var ég 18 ára unglingur sem átti von á barni.

Ég vann í banka og tilkynnti veikindi á föstudegi. Hélt ég væri kannski með blöðrubólgu. Það var eitthvað að. Ég hafði ætlaði mér að eignast barn í byrjun júlí þetta ár. Þetta var á seinni hluta síðustu aldar eða árið 1982.

En margt fer öðruvísi en ætlað er.

Á einum sólarhring breyttist allt. Ég varð veik og var flutt á sjúkrahús. Þar kom í ljós að ég átti von á tveim enn ekki einu barni. Þá fóru konur ekki í ómskoðun nema eitthvað væri að.

Daginn eftir var ég skorin keisaraskurð og eignaðist tvo yndislega drengi. Reyndar löngu fyrir tímann. Algerlega óundirbúin.

Þetta var dagurinn sem allt breytist í mínu lífi. Upp á hann mun ég halda.


Við erum vöknuð

Það eru ekki nema nokkur ár síðan verkalýðsforystan ræddi um að flytja hátíðarhöldin á 1.maí í laugardalshöll. Áhugi almennings á þessum hátíðisdegi verkalýðsins virtist ekki vera lengur til staðar.

Ár frá ári fækkaði þeim sem höfðu áhuga á að taka þátt í kröfugöngum og maður hafði á tilfinningunni að þar færu síðustu risaeðlur hins vinnandi verkalýðs. Við hefðum það hvort eð er, svo andskoti gott.

Ég t.d. hélt að tími mótmæla væri liðin. Við íslendingar hefðum ekki lengur þörf eða getu til að rísa upp og láta í okkur heyra. Við kynnum það ekki lengur.

Nú er allt breytt. Almenningur virðist vera vaknaður af þyrnirósasvefninum þótt stjórnvöld sofi enn. Mótmæli bílstjóra sýndu það og sönnuðu að almenningur getur látið í sér heyra. Ekki bara ein stétt heldur fleiri. Sigur skurðhjúkrunarstéttarinnar á bákninu sýni það og sannaði í gær.

Lífið fer í hringi. Lifi byltingin. Við íslendingar eru ekki dauð úr öllum æðum.


Mótmæli í Bolungarvík?

Ætli megi búast við að íbúarnir mótmæli á pöllunum líkt og gerðist við meirihlutaskiptin í borginni? Varla við því að búast, en hver veit hvað getur gerst á þessum síðustu og breyttu tímum.

Í Bolungarvík búa 904 íbúar, samkvæmt tölum frá 1.12.2007 og án efa hafa menn skiptar skoðanir á þessu brölti í bæjarstjórninni. Það verður án efa stór biti fyrir bæjarfélagið að kyngja að þurfa að greiða tveim bæjarstjórum laun í næstu sex mánuði.

Í víkinni bjó hún amma mín og átti þar tíu börn. Hún var alla tíð krati en ég held að hún hafi fyrst og fremst verið verkakona fædd í byrjun síðustu aldar sem ekkert fékk baráttulaust.

Í Bolungarvík býr enn harðduglegt fólk sem þarf öfluga talsmenn í baráttu sinni fyrir frekari atvinnuuppbyggingu og betri lífskjörum. 

Hver sem bæjarstjórinn verður, þarf hann að leggja allt sitt í það verkefni.

 


mbl.is Ný bæjarstjórn tekur við í Bolungarvík í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tala fyrir sjálfan sig eða aðra

Nú koma fram á sjónarsviðið, hver af öðrum, talsmenn aðildar íslands að Evrópusambandinu. Það kemur mér ekki á óvart og ekkert leyndarmál að það er mín skoðun að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB sem fyrst.

Grein Jón Sigurðssonar fyrrverandi formanns framsóknarflokksins í Morgunblaðinu í gær kom mér ekki á óvart. Jón hefur um langt skeið talað í þessa veru og flesti sem hann Þekkja vita að hann er talsmaður Evrópusambands aðildar.

Hinsvegar talaði hann ekki í slíkum tón þann stutta tíma sem hann var formaður Framsóknarflokksins. Þar talaði hann sem formaður flokks sem hafði ályktað á sínu flokksþingi að ekki væri á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sem formaður flokksins var hann réttilega talsmaður þeirrar stefnu. 

Ég tel hinsvegar að ef hann hefði fengið til þess tækifæri, með kosningu á þing, hefði hann beitt sér fyrir því að breyta þeirri stefnu. Því miður fékk hann ekki það tækifæri og Guðni Ágústsson tók við forystu í flokknum. Afstaða hans til ESB er öllum ljós.

Halldór Ásgrímsson fékk marga nýja fylgismenn til liðs við Framsóknarflokkinn þegar hann tók við formennsku árið 1994. Ekki síst var það vegna afstöðu hans til Evrópusambandsins. Hann ræddi ósjaldan um að skoða ætti frekar aðildarviðræður við ESB. Hann náði þó aldrei að fá slíka stefnu samþykkta á flokksþingum þar sem andstæðingar aðildar höfðu sig meira í frammi en fylgismennirnir. Þessi hópur fylgismanna aðildar, sem gekk til liðs við flokkinn á þessum tíma, er að mestu leiti farinn aftur frá flokknum.

Sama á án efa við um marga forystumenn annarra flokka. Þeir tala fyrir hönd sinna flokka þegar þeir eru við völd, en eftir að þeir stíga af stóli tala þeir aðeins í sínu eigin nafni. Þá viðurkenna þeir að þeir eru fylgismenn slíkrar aðildar.

Sem betur fer fjölgar slíkum  fylgismönnum stöðugt og stjórnvöld geta ekki vikið lengur frá því að taka raddir þeirra alvarlega.

Fyrr en varir munu slíkar raddir innan sjálfstæðisflokksins heyrast í auknu mæli og þá verður ekki aftur snúið. Þá byrjar boltinn fyrst að rúlla.

Við munum kjósa um væntanlegar aðildarviðræður í þingkosningum árið 2011.

 

 


4 milljónir til höfuðs verðbólgudraugnum

Síðustu dagar hafa verið eintóm sæla. Hef notið alls þess góða sem Florence bauð upp á. Félagskapurinn var síðan aukaleg ánægja til að toppa þetta allt sama. Er strax farin að hlakka til næstu ferðar að ári.

Ólíkt flestum öðrum ferðum var ekki bloggað á meðan á ferð stóð. Leit ekki einu sinni á netið, skoðaði engar fréttarsíður og lét dagana renna saman í eintómu flæði hugans. Gott fyrir andann að láta sig flæða öðru hverju með þessum hætti.

En svo tekur alvaran við. Allt virðist vera hér á landi á hraðri leið niður á við. Slíkt var að minnsta kosti upplifunin eftir að lesnar voru fréttir síðustu daga.

Fréttir gærkvöldsins fjölluðu um gasnotkun og óeirðir sem átt höfðu sér stað meðan á ferðalagi mínu stóð og einnig að verðbólgudrauginn væri vaknaður aftur til lífsins. Hrun væri væntanlegt á fasteignamarkaði og samningar væru líka í hættu. Einhverjir höfðu víst haft það á orði að nú skyldi ríkistjórnin segja af sér.

Er farinn að hafa það sterklega á tilfinningunni að við Íslendingar verðum fljótlega, með áframhaldandi samskonar fréttaflutningi, farnir að líkjast þunglyndis sjúklingi sem ekkert sér, nema svartnættið framundan.

Og þá kom ráðherra viðskipta með lausn vandans. Nú á að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að óðaverðbólga taki völdin.

Það á sem sagt að leggja heilar 4 milljónir í verkefni til þess að auka verðvitund okkar neytenda.

Í fréttatilkynningunni segir m.a. "Sökum lækkunar á gengi íslensku krónunnar og hækkunar hrávöruverðs á alþjóðlegum mörkuðum hefur skapast nokkur þrýstingur til hækkunar verðlags. Nauðsynlegt er að gripið verði til víðtækra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun og draga úr hraða verðbólgu næstu misseri. Hefur viðskiptaráðuneytið farið ítarlega yfir þá þætti sem undir ráðuneytið heyra.

Af þessu tilefni hefur viðskiptaráðherra fundað með fulltrúum hagsmunahópa neytenda og launþega; Neytendasamtökunum, Alþýðusambandi Íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og fulltrúum verslunarfyrirtækja og birgja; Samtökum verslunar og þjónustu, Félagi stórkaupmanna og Samtökum atvinnulífsins; sem og Neytendastofu. Á fundunum kom fram fjöldi gagnlegra ábendinga um skynsamlegar aðgerðir við núgildandi aðstæður.

Að teknu tilliti til sjónarmiða ofangreindra aðila samþykktir ríkisstjórnin að tillögu viðskiptaráðherra að farið verði í eftirfarandi aðgerðir og leggur ríkisstjórnin 4 milljónir króna til þessara verkefna." fimm verkefni eru síðan tilgreind sem leiðir til að leysa vandann.

Svo mörg voru þau orð, 4 milljónir í verkefni til að lækka vöruverð. Skyldi þetta verkefni gera mikið fyrir okkur neytendur.

Starfshópar, kynningarátak, samstarf, eftirlit, sektir og átak eru orð sem fram koma í verkum sem leggja á í.

Það verður fróðlegt að sjá hvað þetta verkefni mun skila miklu í vasa neytenda. Hef ekki mikla trú á slíku þegar menn leggja svo illa búnir af stað.

Þessi upphæð dugar varla nema fyrir broti af því mikla starfi sem vinna þarf til þess að bæta stöðu þessa málaflokks. Betra heima setið en af stað farið, á við í þessu tilfelli.


Hetjur samfélagsins

Má til með að hrósa Kompás fyrir þáttinn í kvöld. Tókst að veita innsýn í heim sem flest okkar ekki þekkja. Þó með þeim hætti að maður fylltist aðdáun en ekki vorkunn.

Ragnar Þór Valgeirsson er hetja dagsins en fjölskyldan öll sýnir ótrúlegan styrk í þessu erfiða verkefni. Þetta er fólkið sem eru raunverulegar hetjur samfélagsins.

Þau eiga það skilið að hið opinbera standi þétt við bak þeirra í þessu mikla verkefni og verður fróðlegt að fylgjast með þættinum í næstu viku, sem þá fer yfir þá hlið málsins.

Takk fyrir að veita okkur hinum innsýn í ykkar heim. Við hljótum öll að verða þakklát fyrir það.


Andinn og efnið nærð næstu daga

Statua_David_Di_MichelangelloÁ morgun verður haldið á slóðir Davíðs styttunnar frægu eftir Michelangello.

Til  Florence fer ég í fylgd góðra meyja. Þar mun Davíð verða skoðaður ásamt allri þeim menningu sem borgin býður upp á. Hef hlakkað lengi til þessarar pílagrímsferðar á slóðir Micelangello. Ítalski maturinn verður líka veigamikill í dagskránni sem er vel skipulögð.

Í morgun voru því mörg verkefni á dagskránni. Yfirferð yfir BA-verkefni fyrir góðan dreng tók þar lengstan tímann.

Síðan tekur við fundur stjórnar Evrópusamtakana, stutt heimsókn í Laugar, fundur í svæðisráði fatlaðra og önnur smærri verkefni.

Kvöldið verður notað til að undirbúa sig betur á sál og líkama fyrir ferðina góðu.


Hvað er lífið án bóka?

Bækur eru mér ótrúlega kærar. Ég veit varla nokkuð betra en að gleyma mér í góðri bók.

Hef lesið allt sem ég kemst yfir frá því ég man eftir mér. Las allt sem til var á heimili mínu sem barn og síðan voru það bókasöfnin sem sáu mér fyrir lesefni.

Bókalestur minn er þó í samræmi við þann frítíma sem ég hef á hverjum tíma. Yfir vetrartímann finnst mér að ég megi varla líta í bækur nema um námsbækur sé að ræða. Þær ná hinsvegar ekki alltaf að fanga huga minn.

Ég les óhemju mikið á sumrin og þegar ég er í fríum. Vandinn er hinsvegar sá að ég er mjög hraðlæs og næ að lesa eina bók á dag ef ég á frí.

Í ferð minni til Rómar í s.l. mánuði tók ég með mér bókin Skipið eftir Stefán Mána. Bók sem var u.þ.b. 400 síður og ég hélt að ég myndi varla ná að lesa hana á ferðalaginu. Reyndin var hinsvegar sú að sökum óhemju spennandi söguþráðar var ég búin með bókina eftir tvo daga. Mæli hiklaust með bókinni. 

Síðan var lesin The Devil and Miss Prym eftir Paulo Coelho, þó ég hrífist allajafna ekki að nýaldabókmenntum. Síðan tóku við ferðabækur um Róm. Á leiðinni heim var keyptur reyfari sem ég get ómögulega munað nafnið á. Skildi hann eftir í sætisvasa á flugvélinni þar sem ég hafði lokið bókinni og hún skildi ekki mikið eftir. Fæ aldrei nóg af bókum.

Nú styttist í að verkefnum ljúki á síðustu önn námsins. Síðustu verkefnaskil eru 12 maí og þá er formlega lokið öllum áföngum námsins.

Þá tekur ritgerðarsmíð við og stefnt að útskrift í október n.k. Þá fyrst mun ég geta horfið til unaðssemda bóklestrar á ný.

Hlakka mikið til.

 


mbl.is 4,6 bækur á hverja þúsund íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband