10.5.2008 | 12:17
Tapari eða sigurvegari?
Í gær sagði ég að eina lausn mála á kreppu í borgarmálunum væri að sjálfstæðisflokkur og samfylking myndu mynda starfhæfan meirihluta í borgarstjórn.
Þetta sagði ég í síðdegisþætti rásar tvö þegar farið var yfir fréttir vikunnar. Kannski ég hefði líka átt að bæta því við að ef slíkur meirihluti geti ekki náð samstöðu um sameiginlegan borgarstjóra yrði einfaldlega að fá hann utan hópsins.
Eina leiðin að mínu mati til að skapa vinnufrið og fá aukið traust almenning á störfum borgarstjórnar. Einstaklingarnir í þessum flokkum verða einfaldlega að bíta á jaxlinn og axla sína ábyrgð.
Veit þó ekki hvort þetta geti nokkurn tímann gengið þar sem trúnaðarbrestur milli aðila virðist vera orðin of djúpstæður.
Í morgun þegar ég hlustaði á vikulokin var hluti af þættinum spilað. Þar vorum við Margrét Sverrisdóttir að tjá okkur um málefni borgarstjórnar í fyrrnefndum þætti.
Ummæli Ástu Möller sem var þátttakandi í þættinum voru þessi þegar hún var spurð út í okkar ummæli að"þessar tvær konur hafa verið settar til hliðar í borgarstjórn...þær eru taparar"
Sérkennileg skýring það og ætli sú greining hennar geri okkur þá óhæfa að hafa skoðun á málum.
Það að stíga til hliðar vegna þess að viðkomandi treystir sér ekki til að starfa með þeim sem fyrir eru á fleti, geri menn ekki að töpurum að mínu mati. Þar kemur ekki síst til sannfæring einstaklingsins sem í þessum tilfellum vegur þyngra en þörfin að vera við völd.
Mér finnst ég því miklu frekar vera sigurvegari en tapari í þessu máli. Halda menn annars að það hefði verið eftirsóknarvert að sitja í borgarstjórn eins og málum er háttað nú?
9.5.2008 | 09:25
Hvernig skal leysa þennan vanda?
Verkefnið er;
Um er að ræða eitt stærsta fyrirtæki landsins. Það hefur þúsundi starfsmanna á launaskrá. Það er í margháttum rekstri sem snýr að mestu leiti að almannaþjónustu. Þó þekkist að fyrirtæki í eigu þess séu í áhætturekstri.
Stjórn er skipuð á aðalfundi og hafa allir íbúar sveitarfélagsins atkvæðisrétt á þeim aðalfundi. Stjórn er skipuð til 48.mánaða án möguleika á nýrri skipan.
Stjórn er skipuð 15 stjórnarmönnum. Þessir 15.stjórnarmenn kjósa sér síðan oftast formann innan sinna raða. Það þekkist þó að stjórnarformaðurinn sé skipaður utan stjórnar.
Allir eiga þessir stjórnarmenn sama eignarhluta eða rúm 6,6%
Nú hefur komið upp vandi í stjórn fyrirtækisins. Þrisvar hefur verið skipaður nýr meirihluti á 20 mánuðum. Núverandi stjórnarformaður virðist ekki njóta traust meðal þjónustuþega fyrirtækisins. Ekki virðist vera vilji meðal stjórnarmannanna 15 að ný stjórn verði skipuð á þeim 24 mánuðum sem enn eru fram að aðalfundi.
Allt traust virðist vera horfið á milli stjórnarmanna. Nú einkennast störf þeirra af óvild og vantrausti.
Eins hefur komið upp mikil óánægja með starfsmanna fyrirtækisins sem eiga erfitt með að fóta sig í þeirri óvissu sem hefur skapast vegna þessa. Einnig hefur skapast órói vegna pólitískra ráðninga.
Stjórnsýsla fyrirtækisins virðist því vera á mörkum þess að vera starfhæf. Að auki hrannast upp óveðurský í efnahagsmálum sem krefjast styrkrar stjórnar fyrirtækisins.
Hvað er til ráða til að leysa vanda þessa ímyndaða fyrirtækis?
9.5.2008 | 08:33
Evrópudagurinn í dag
Þann 9.maí er haldið upp á Evrópudaginn. Því fagna Evrópusamtökin í dag.
Evrópudagurinn 9 maí er rakinn til svokallaðrar Schuman yfirlýsingar frá árinu 1950. Þann dag klukkan 18:00 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að samrunaferli Evrópu væri hafið. Yfirlýsingin leiddi til undirritunar Parísarsáttmálans um kola- og stálbandalag Evrópu um það bil ári síðar. Sex Evrópuþjóðir; Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland ákváðu þá að vinna saman að ákveðnum sameiginlegum viðfangsefnum. Síðan hefur samstarf lýðræðisaflanna í Evrópu verið í sífelldri þróun og mótun.
Vegna þessa halda Evrópusamtökin samkomu á Hótel Sögu í dag frá kl.12.00-13.30.
Evrópusamtökin á Íslandi munu þá tilkynna hver hefur hlotið útnefninguna ,,Evrópumaður ársins" fyrir árið 2007. Sérstakur gestur fundarins verður Rina Valeur Rasmussen, framkvæmdastjóri dönsku Evrópusamtakanna. Hún mun fjalla um aukið vægi Evrópuþingsins og hvernig Danir haga sinni pólitík í ljósi þróunarinnar í Evrópu. Í upphafi mun tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon flytja ,,Óð til Evrópu" eins og honum er einum lagið.
Boðið er upp á léttan hádegisverð. Allt áhugafólk um Evrópumál velkomið. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Dansk-íslenska félagið á Íslandi.
8.5.2008 | 13:19
Eitt prik fyrir Jóhönnu
Prik dagsins fær Jóhanna Sigurðardóttir fyrir að bregðast hratt og örugglega við fréttum á baksíðu morgunblaðsins í dag.
Það er gott að hægt er að leiðrétta þennan misskilning sem virðist hafa komið upp hjá svæðisskrifstofu um málefna fatlaðra í Reykjavík.
Þá er einu vandamálinu færra.
Engar breytingar varðandi kaup á heimilistækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 11:49
Jóhanna ber ábyrgð á málefnum Svæðisskrifstofa
Get ekki annað en hrist hausinn yfir þessu sérkennilega máli. Ætli foreldrar fatlaðra ungmenna verði þá að fara að óska eftir heimilistækjum í fermingargjöf fyrir börnin sín.
Er þá kannski von um að þau komi með góðan heimamund inn á sambýlin.
Þetta er þó ekki á ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur Félagsmálaráðuneytis. Sé að menn telja að Jakob og hans ráðning inn í ráðhúsið ráði þessum niðurskurði.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, fer með málefni Svæðisskrifstofa um allt land. Það er ekki hægt að kenna Ólafi og meirihlutanum um allt það sem miður fer í borginni. Nóg er samt.
Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 08:28
Leiðin liggur fyrir
Veit ekki alveg til hvers þessi fundur var boðaður. Þarna kom ekkert nýtt fram.
Stuttur fyrirvari á boðun fundarins og aðkoma þeirra íbúasamtaka sem hafa haft skoðanir á málinu var ekki tryggð. Ekki vænlegt til árangurs á tímum samráðs.
Borgarstjórn vill Sundagöng, leið I, Vegagerð vill leið III.
Vegagerð veit sem er að jarðgangaleiðin er í meiri sátt við íbúasamtök. Líka það að sú leið, leiðir til minni umferðar á austurhluta Miklubrautar og mið- og norðurhluta Sæbrautar. Miklabraut ber ekki mikið meiri umferð á annatímum. Leið I mun heldur ekki trufla siglingaleiðir.
En hún er dýrari. Það er eina ástæðan fyrir þessu vali Vegagerðar. Flóknara er málið ekki.
Ástæðan er níu milljarða munur á leiðunum I og III. Ástæðan er líka það að ríki er að reyna að þvinga Reykjavíkurborg til þess að greiða þann mun.
Óþarft að halda frekari fundi um hvað leið ríki og borg vilja. Það liggur fyrir og hefur gert um nokkurt skeið. Nú þarf að fara að setja framkvæmdina af stað.
Borgarstjórn vill leið I þótt hún sé dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2008 | 09:22
Prik til borgarfulltrúa
Hlustaði á umræðuna í borgarstjórn í gær. Með hléum þó. Held að borgarfulltrúar fái prik dagsins fyrir að halda út þessa löngu fundarsetu.
Fundurinn byrjaði kl. 14.00 og ég slökkti á tölvunni kl. 23.00. Þá var verið að ræða um ráðningu starfsmanns málefna miðborgar og ekki voru allir sammála þeirri ráðningu.
Mannréttindamálin tóku góðan tíma af umræðunni á fundinum í gær. Sat sjálf í jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar á árunum 1998-2002 og kom að mótun mannréttindastefnu á síðasta kjörtímabili.
Held að mikil tækifæri felist í mótun þeirrar stefnu innan borgarinnar á næstu misserum. Mismunandi sýn meiri og minnihluta kom fram á fundinum og það hvernig útfærslu stefnunnar sé best farið.
Held að þar sé hægt að samræma skoðanir og móta sameiginlega sýn um hvernig fjármunum er best varið.
Þannig er málaflokknum best komið. Að sátt náist og vinnufriður um frekari mótun mannréttindastefnunnar.
Fjármunum varið í einstök mannréttindaverkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2008 | 13:46
Opinn fundur með samgönguráðherra um Sundabraut
Sá á visi.is að nú skal blásið til fundar um málefni Sundabrautar af hálfu Samgönguráðherra.
Fundurinn verður haldinn annað kvöld. miðvikudagskvöld, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hefst klukkan 20.
Í fréttinni kemur m.a. fram " að tilgangur fundarins sé að upplýsa borgarbúa og annað áhugafólk um samgöngur um fyrirhugaða Sundabraut, mögulega útfærslu hennar og kostnað.
Kristján L. Möller samgönguráðherra ávarpar fundinn í upphafi og síðan fjalla sérfræðingar Vegagerðarinnar um Sundabraut. Þá munu borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson einnig ávarpa fundinn. Að loknum erindum verður gefinn kostur á umræðum.
Fagna þessum fundi og vonandi mun samgönguráðherra gefa okkur borgarbúum skýr svör um það hvenær þessi framkvæmd hefst.
Nú er ekki lengur hægt að kenna borgaryfirvöldum um seinagang verkefnisins og ekki hafi verið ákveðið hvaða leið skuli farið.
Nú er það ríkisins að gefa skýr svör.
6.5.2008 | 08:56
Jákvæðni í fyrirrúmi
Ætla að gefa prik þessa vikuna. Verð við áskorun Júlíusar. Mun því væntanlega blogga oftar en einu sinni á dag. Alltaf eitthvað sem mér finnst betur mega fara.
Prikið í dag fær hinsvegar íslenska grasið. Í gær varð það grænt. A.m.k. hér í Reykjavík.
Í gær voru verkefnaskil. Annað af tveim síðustu verkefnunum vetrarins. Ég hafði setið yfir því í rúma viku og skilaði verkefninu í gær.
Léttir þegar því lauk. Á leiðinni heim sá ég hvernig grasið var orðið grænt. Það rigndi og mér fannst ég sjá hvernig grasið grænkaði þegar ég keyrði framhjá.
Kom yfir mig góð tilfinning. Sumarið komið og vonandi góðir tímar framundan. Ætla að minnsta kosti að trúa því í bili.
5.5.2008 | 08:46
Mögur ár framundan?
Hlustaði á forsætisráðherra í morgunútvarpi ríkisútvarpsins í morgun. Skilaboðin voru þau að nú skyldi halda að sér höndum. Almenningur skyldi ekki taka lán eins og staðan væri í dag og ætti að draga úr neyslunni. Bensíneyðsla skyldi sérstaklega skorin niður.
Ekki finnast mér það merkileg skilaboð. Bankarnir líkt og almenningur halda að sér höndum þessa dagana. Fyrir svo utan það er það er einfaldlega ekki svo auðvelt að fá aðgang að lánsfé eins og áður var. Það veit Geir og við hin líka.
Ekki síst á þetta við á fasteignamarkaði þar allt allt virðist vera hrokkið í lás.
Geir sagði líka að nú væri farið að rofa til á fjármálamörkuðum og von væri að verðbólgan færi að minnka áður en langt um liði.
Warren Buffett, einn virtasti álitsgjafi í alþjóðlegum fjármálaheimi, sagði nú um helgina að frá sjónarhóli verðbréfamiðlara á Wall Street sé hið versta afstaðið í kreppunni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum - en fyrir almenning sé erfiðleikunum ekki lokið. Hann segir að þeir sem skulda fasteignalán eigi mikinn sársauka í vændum. Þetta er staðan í bandaríkjunum.
Svo mörg voru þau orð. Það er því almenningur sem á mögru árin framundan síður fyrirtækin.
Stjórnvöld töluðu um það fyrir nokkrum vikum að gripið yrði til aðgerða ef bankarnir myndu standa höllum fæti.
Gott og vel en hvar er slík aðgerðaráætlun fyrir almenning í landinu? Ekki síst þann hóp sem aldrei sá góðærið nema í fjarlægð.
Geir nú viljum við sjá aðgerðir, nóg er talað.
Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Af mbl.is
Íþróttir
- Mjög líklegt að sigur gegn Argentínu nægi
- Fékk rembingskoss frá kærustunni í leikslok (myndir)
- Ekkert skemmtilegra fyrir okkur handboltamenn
- Þetta var rosalega mikilvægt
- Viggó endaði á áfangamarki
- City tapaði í París og gæti misst af umspilinu
- Arsenal í frábærum málum í Meistaradeildinni
- Þetta var næstum því heimskuleg spurning
- Snorri Steinn: Mér líður aldrei vel
- Ekki á færi neins annars í heiminum en Arons Pálmarssonar