Leita í fréttum mbl.is

Mögur ár framundan?

Hlustaði á forsætisráðherra í morgunútvarpi ríkisútvarpsins í morgun. Skilaboðin voru þau að nú skyldi halda að sér höndum. Almenningur skyldi ekki taka lán eins og staðan væri í dag og ætti að draga úr neyslunni. Bensíneyðsla skyldi sérstaklega skorin niður.

Ekki finnast mér það merkileg skilaboð. Bankarnir líkt og almenningur halda að sér höndum þessa dagana. Fyrir svo utan það er það er einfaldlega ekki svo auðvelt að fá aðgang að lánsfé eins og áður var. Það veit Geir og við hin líka.

Ekki síst á þetta við á fasteignamarkaði þar allt allt virðist vera hrokkið í lás.

Geir sagði líka að nú væri farið að rofa til á fjármálamörkuðum og von væri að verðbólgan færi að minnka áður en langt um liði.

Warren Buffett,  einn virtasti álitsgjafi í alþjóðlegum fjármálaheimi, sagði nú um helgina að frá sjónarhóli verðbréfamiðlara á Wall Street sé hið versta afstaðið í kreppunni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum - en fyrir almenning sé erfiðleikunum ekki lokið. Hann segir að þeir sem skulda fasteignalán eigi “mikinn sársauka í vændum.” Þetta er staðan í bandaríkjunum.

Svo mörg voru þau orð. Það er því almenningur sem á mögru árin framundan síður fyrirtækin.

Stjórnvöld töluðu um það fyrir nokkrum vikum að gripið yrði til aðgerða ef bankarnir myndu standa höllum fæti.

Gott og vel en hvar er slík aðgerðaráætlun fyrir almenning í landinu? Ekki síst þann hóp sem aldrei sá góðærið nema í fjarlægð.

Geir nú viljum við sjá aðgerðir, nóg er talað.


mbl.is Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gleymum heldur ekki að ein af stærri ástæðum þess efnahagsástands sem er við líði núna er neyzlufyllerí almennings á undanförnum árum. Ábyrgðin er því víða, hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og almenningi fyrir utan alþjóðlega samhengið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Ætla ekki að ástandið sé stjórnvöldum að kenna. Langt í frá. Við berum öll ábyrgð þar.

Við Íslendingar virðumst hinsvegar ekki hafa kunnað fótum okkar forráð þegar óheftur aðgangur lánsfjár tók við, eftir að bankarnir höfðu um áratugaskeið heft slíkan aðgang til almennings og jafnvel fyrirtækja.

Þá hófst neyslufylleríið og nú standa mörg heimili frami fyrir skelfilegum afleiðingum ef verðbólga fer úr böndum.

Þá kemur upp spurning, sem menn hafa að sjálfsögðu ólíkar skoðanir á; eiga stjórnvöld að koma þessum heimilum til bjargar.

Mín skoðun er að svo sé.

Anna Kristinsdóttir, 6.5.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband