Leita í fréttum mbl.is

Íslenskir "furðufuglar" óskast

Verður gaman að fylgjast með nýja borgarstjóranum. Hef fylgst með baráttunni á sjónvarpstöðinni Sky og í bresku pressunni að undanförnu. Held að á meðan maðurinn nýtur virðingar þá skipti ekki máli hvort hann sé "furðufugl" eða ekki.

Sýnist af lestri ensku pressunar að þarna sé komin maður sem menn treysta til góðra verka. Hverju hann síðan kemur í verk á eftir að koma í ljós.

Held að þar liggi prófsteinn á getu hans, ekki hvort hann eigi skrautlegt einkalíf. Það eiga fleiri stjórnmálamenn.

Held að það sé komin tími til að við Reykvíkingar kjósum sérstaklega borgarstjóra. Myndum án efa fá frekara mannval við slíka kosningu.

Eigum við ekki örugglega einhverja "furðufugla" sem myndu bjóða sig fram í slíkt?

 

 


mbl.is Annálaður furðufugl orðinn borgarstjóri Lundúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Anna.

Ég held að Sjálfstæðismenn fari í taugarnar á þér. Ég tel ekki þín skoðun vera það sem við viljum. Við viljum ábyrga menn til verka og eigum ekki að temja okkur að tala niður til annarra. það er öllum holt að upphefja þá sem fara með rétt mál.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 3.5.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Jóhann,

Margir af mínum bestu vinum eru sjálfstæðismenn og mér er langt frá því illa við fólk út af þeirra stjórnmálaskoðunum. Met fólk ekki út frá stjórnmálaskoðunum þeirra heldur þeirra eigin ágæti.

Það að nýr borgarstjóri í London sé "furðufugl" eru orð morgunblaðsins en ekki mín.

kveðja

Anna Kristinsdóttir, 4.5.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég býð mig fram til borgarstjóra í Reykjavík enda er ég annálaður "furðufugl og grínari"

Magnús Paul Korntop, 5.5.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband