Leita í fréttum mbl.is

Hvað er lífið án bóka?

Bækur eru mér ótrúlega kærar. Ég veit varla nokkuð betra en að gleyma mér í góðri bók.

Hef lesið allt sem ég kemst yfir frá því ég man eftir mér. Las allt sem til var á heimili mínu sem barn og síðan voru það bókasöfnin sem sáu mér fyrir lesefni.

Bókalestur minn er þó í samræmi við þann frítíma sem ég hef á hverjum tíma. Yfir vetrartímann finnst mér að ég megi varla líta í bækur nema um námsbækur sé að ræða. Þær ná hinsvegar ekki alltaf að fanga huga minn.

Ég les óhemju mikið á sumrin og þegar ég er í fríum. Vandinn er hinsvegar sá að ég er mjög hraðlæs og næ að lesa eina bók á dag ef ég á frí.

Í ferð minni til Rómar í s.l. mánuði tók ég með mér bókin Skipið eftir Stefán Mána. Bók sem var u.þ.b. 400 síður og ég hélt að ég myndi varla ná að lesa hana á ferðalaginu. Reyndin var hinsvegar sú að sökum óhemju spennandi söguþráðar var ég búin með bókina eftir tvo daga. Mæli hiklaust með bókinni. 

Síðan var lesin The Devil and Miss Prym eftir Paulo Coelho, þó ég hrífist allajafna ekki að nýaldabókmenntum. Síðan tóku við ferðabækur um Róm. Á leiðinni heim var keyptur reyfari sem ég get ómögulega munað nafnið á. Skildi hann eftir í sætisvasa á flugvélinni þar sem ég hafði lokið bókinni og hún skildi ekki mikið eftir. Fæ aldrei nóg af bókum.

Nú styttist í að verkefnum ljúki á síðustu önn námsins. Síðustu verkefnaskil eru 12 maí og þá er formlega lokið öllum áföngum námsins.

Þá tekur ritgerðarsmíð við og stefnt að útskrift í október n.k. Þá fyrst mun ég geta horfið til unaðssemda bóklestrar á ný.

Hlakka mikið til.

 


mbl.is 4,6 bækur á hverja þúsund íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband