Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
6.5.2008 | 08:56
Jákvæðni í fyrirrúmi
Ætla að gefa prik þessa vikuna. Verð við áskorun Júlíusar. Mun því væntanlega blogga oftar en einu sinni á dag. Alltaf eitthvað sem mér finnst betur mega fara.
Prikið í dag fær hinsvegar íslenska grasið. Í gær varð það grænt. A.m.k. hér í Reykjavík.
Í gær voru verkefnaskil. Annað af tveim síðustu verkefnunum vetrarins. Ég hafði setið yfir því í rúma viku og skilaði verkefninu í gær.
Léttir þegar því lauk. Á leiðinni heim sá ég hvernig grasið var orðið grænt. Það rigndi og mér fannst ég sjá hvernig grasið grænkaði þegar ég keyrði framhjá.
Kom yfir mig góð tilfinning. Sumarið komið og vonandi góðir tímar framundan. Ætla að minnsta kosti að trúa því í bili.
5.5.2008 | 08:46
Mögur ár framundan?
Hlustaði á forsætisráðherra í morgunútvarpi ríkisútvarpsins í morgun. Skilaboðin voru þau að nú skyldi halda að sér höndum. Almenningur skyldi ekki taka lán eins og staðan væri í dag og ætti að draga úr neyslunni. Bensíneyðsla skyldi sérstaklega skorin niður.
Ekki finnast mér það merkileg skilaboð. Bankarnir líkt og almenningur halda að sér höndum þessa dagana. Fyrir svo utan það er það er einfaldlega ekki svo auðvelt að fá aðgang að lánsfé eins og áður var. Það veit Geir og við hin líka.
Ekki síst á þetta við á fasteignamarkaði þar allt allt virðist vera hrokkið í lás.
Geir sagði líka að nú væri farið að rofa til á fjármálamörkuðum og von væri að verðbólgan færi að minnka áður en langt um liði.
Warren Buffett, einn virtasti álitsgjafi í alþjóðlegum fjármálaheimi, sagði nú um helgina að frá sjónarhóli verðbréfamiðlara á Wall Street sé hið versta afstaðið í kreppunni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum - en fyrir almenning sé erfiðleikunum ekki lokið. Hann segir að þeir sem skulda fasteignalán eigi mikinn sársauka í vændum. Þetta er staðan í bandaríkjunum.
Svo mörg voru þau orð. Það er því almenningur sem á mögru árin framundan síður fyrirtækin.
Stjórnvöld töluðu um það fyrir nokkrum vikum að gripið yrði til aðgerða ef bankarnir myndu standa höllum fæti.
Gott og vel en hvar er slík aðgerðaráætlun fyrir almenning í landinu? Ekki síst þann hóp sem aldrei sá góðærið nema í fjarlægð.
Geir nú viljum við sjá aðgerðir, nóg er talað.
Fólk haldi að sér höndum í fjárfestingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2008 | 12:29
Er verið að kaupa sér tíma?
Ágætt að evrópumál skyldu vera rædd á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem haldinn var í gær.
Sá að bæði Páll Pétursson og Steingrímur Hermannson mættu á fundinn. Þeir voru í forystu þess arms sem beitti sér hvað mest á flokksþingi fyrir nokkrum árum gegn hugmyndum þáverandi formanns, Halldórs Ásgrímssonar, um jákvæða afstöðu flokksins til aðildar að Evrópusambandinu.
Nú virðist Guðni Ágústsson búin að átta sig á því að það verða ekki stjórnmálaflokkarnir sem ákveða hvaða leið verður farinn í þessu máli. Atvinnulífið og fyrirtækin kalla á breytingar. Almenningur kallar líka eftir slíku og þá ekki eftir pólitískum línum stjórnmálaflokka.
Hef þó sterklega á tilfinningunni að menn sé að reyna að kaupa sér tíma með því að færa umræðuna í þann farveg að fyrst verði að breyta stjórnarskránni. Þá hafa menn tíma til ársins 2011 til þess að svara þeirri spurningu hver sé afstaða stjórnmálaflokkanna til þessa stóra máls.
Þá fyrst verði klofningur innan stjórnmálaflokkanna ljós. Og ekki bara innan Framsóknarflokks.
Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2008 | 12:45
Íslenskir "furðufuglar" óskast
Verður gaman að fylgjast með nýja borgarstjóranum. Hef fylgst með baráttunni á sjónvarpstöðinni Sky og í bresku pressunni að undanförnu. Held að á meðan maðurinn nýtur virðingar þá skipti ekki máli hvort hann sé "furðufugl" eða ekki.
Sýnist af lestri ensku pressunar að þarna sé komin maður sem menn treysta til góðra verka. Hverju hann síðan kemur í verk á eftir að koma í ljós.
Held að þar liggi prófsteinn á getu hans, ekki hvort hann eigi skrautlegt einkalíf. Það eiga fleiri stjórnmálamenn.
Held að það sé komin tími til að við Reykvíkingar kjósum sérstaklega borgarstjóra. Myndum án efa fá frekara mannval við slíka kosningu.
Eigum við ekki örugglega einhverja "furðufugla" sem myndu bjóða sig fram í slíkt?
Annálaður furðufugl orðinn borgarstjóri Lundúna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 08:26
2 maí-dagurinn sem allt breyttist
Í dag eru 26 ár síðan ég breyttist úr ungling í móður.
Fyrir 25 árum og 364 dögum síðan, var ég 18 ára unglingur sem átti von á barni.
Ég vann í banka og tilkynnti veikindi á föstudegi. Hélt ég væri kannski með blöðrubólgu. Það var eitthvað að. Ég hafði ætlaði mér að eignast barn í byrjun júlí þetta ár. Þetta var á seinni hluta síðustu aldar eða árið 1982.
En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Á einum sólarhring breyttist allt. Ég varð veik og var flutt á sjúkrahús. Þar kom í ljós að ég átti von á tveim enn ekki einu barni. Þá fóru konur ekki í ómskoðun nema eitthvað væri að.
Daginn eftir var ég skorin keisaraskurð og eignaðist tvo yndislega drengi. Reyndar löngu fyrir tímann. Algerlega óundirbúin.
Þetta var dagurinn sem allt breytist í mínu lífi. Upp á hann mun ég halda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2008 | 11:30
Við erum vöknuð
Það eru ekki nema nokkur ár síðan verkalýðsforystan ræddi um að flytja hátíðarhöldin á 1.maí í laugardalshöll. Áhugi almennings á þessum hátíðisdegi verkalýðsins virtist ekki vera lengur til staðar.
Ár frá ári fækkaði þeim sem höfðu áhuga á að taka þátt í kröfugöngum og maður hafði á tilfinningunni að þar færu síðustu risaeðlur hins vinnandi verkalýðs. Við hefðum það hvort eð er, svo andskoti gott.
Ég t.d. hélt að tími mótmæla væri liðin. Við íslendingar hefðum ekki lengur þörf eða getu til að rísa upp og láta í okkur heyra. Við kynnum það ekki lengur.
Nú er allt breytt. Almenningur virðist vera vaknaður af þyrnirósasvefninum þótt stjórnvöld sofi enn. Mótmæli bílstjóra sýndu það og sönnuðu að almenningur getur látið í sér heyra. Ekki bara ein stétt heldur fleiri. Sigur skurðhjúkrunarstéttarinnar á bákninu sýni það og sannaði í gær.
Lífið fer í hringi. Lifi byltingin. Við íslendingar eru ekki dauð úr öllum æðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja