Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.2.2008 | 13:34
Hanna Birna hæf til samstarfs ?
Skrítin umræða í Silfrinu í dag. Að stjórnarkreppa ríki ef Vilhjálmur fer og núverandi meirihluti í borginni sé í hættu.
Sé ekki annað en þá taki Hanna Birna Kristjánsdóttir við sem oddviti flokksins í borginni. Hún er næsti maður flokksins á lista til borgarstjórnar á eftir Vilhjálmi. Hún er kunn fyrir að geta unnið bæði með meiri og minnihluta. Samstarfið heldur síðan áfram og hún tekur við sem borgarstjóri þegar Ólafur F. víkur af stóli.
Svo gæti ýmislegt breyst ef nýr forystumaður Sjálfstæðisflokks tekur við.
Fannst t.d. ekki á umræðunni í Silfrinu að eitthvað sé öruggt með yfirlýsta samstöðu vinstri flokkanna í borginni.
Heyrði ekki betur en menn töluðu um óstarfhæfan Sjálfstæðisflokk eins og nú er. Hvað með stöðu mála ef Hanna Birna tekur við og flokkurinn nær að styrkja stöðu sína á ný.
Er þá hægt að mynda starfhæfan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum?
Pólitísk staða Vilhjálms rædd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2008 | 11:02
Völdin og stjórnmálamennirnir
Í september s.l. skrifaði ég nokkur orð um stjórnmálamenn og völd. Held að það sé full ástæða til að birta þennan pistil aftur.
Völd geta haft ótrúleg áhrif á fólk. Því miður oft til hins verra. Þess sér maður oft merki í stjórnmálum.
Í kosningabaráttu eru frambjóðendur allra manna alþýðlegastir, ganga á milli almennings og heilsa öllum sem á leið þeirra verða. Láta hafa sig í allavega trúðslæti og ganga um margt úr sinni eigin persónu. Slá met í brosi og hlýleika og gera allt til að fá kjósendur á sitt band.
Eftir kosningar eru að sjálfsögðu margir þeirra sem náð hafa kjöri fullir orku að takast á við verkefni stjórnmálamannsins. Þetta verkefni sem þó er aðeins að hámark til fjögurra ára í senn og snýst um það að fara vel og rétt með umboð kjósenda sinna. Þegar sumir stjórnmálamenn hafa hlotið kjör er þó hinsvegar oft eins og nýtt andlit sé sett upp hjá þessum nýkjörnu fulltrúum. Það er eins og forleikurinn hafi aðeins verið sjónarspil.
Margir þessara stjórnmálamanna eru fljótir að gleymi því fyrir hvað þér hafa hlotið upphefð sína. Hversvegna þeir sitja í embætti. Það er einfaldlega oft á tíðum ekki eingöngu vegna hæfileika eða getu viðkomandi, heldur ekki síst vegna styrk ákveðins stjórnmálaflokks og stöðu þeirra í því samfélagi.
Síðan gerist það oft að þegar líður á kjörtímabilið að þá er eins og menn gleymi fyrir hverja þeir sitja sem kjörnir fulltrúar. Í stað þess að þjóna almenningi eða kjósendum sínum, halda menn að þeir séu þarna fyrir sjálfan sig. Þá fyrst fara vandamálin að líta dagsins ljós.
Upphefðin getur nefnilega stigi öllum til höfuðs. Þeir hætta samskiptum við þá aðila sem komu þeim í valdastólana. Telja sig yfir það hafna að hafa samband við almúgann eða grasrótina. Þeir eru til þess valdir að umgangast fyrirmenn þjóða og tigin fyrirmenni. Þurfa vegna þessa ekki að hafa nema lágmarks samskipti við aðra.
Afverju skrifa ég þetta. Jú ég las nefnilega afar fróðlegt viðtal við Uffe Eleman Jensen fyrrverandi Utanríkisráðherra og formann Venstre í Danmerkurferð minni um daginn. Hann sagði m.a. að það hefði verið sín mesta gæfa í lífinu að hafa aldrei orðið forsætisráðherra Danmerkur en hann sóttist þó eftir því árum saman. Það sama hafi átt við um stöðu framkvæmdastjóra NATO sem hann sóttist einnig eftir. Hann taldi að hann hefði á þessum tíma verið komið svo langt frá þeim raunveruleika sem venjulegt fólk býr við og þakkaði fyrir það að hafa ekki færst enn lengra frá frá almenningi.
Það hefði í raun bjargað lífi hans að hljóta ekki þessa upphefð.
Þetta er án efa sá vandi sem margir stjórnmálamenn standa frammi fyrir. Að þeir velji sér aðeins einstaklinga næst sér sem tilheyra hópi viðhlæjanda. Allir sem standa fjær og gagnrýna stjórnmálamanninn er þannig úthrópaðir sem andstæðingur ef ekki eitthvað enn verra.
Þannig gerist það smátt og smátt að sumir stjórnmálamenn eru komnir svo fjarri þeim raunveruleika sem almenningur býr við að þeir hafa ekki lengur nein tengsl við kjósendur. Jafnframt verða þeir hinir sömu ekki lengur hæfir til að taka ákvarðanir í þágu almennings
8.2.2008 | 13:04
Erfitt verkefni framundan
Þessa ágætu konu þekki ég að góðu einu. Ég starfaði með henni í Framsóknarflokknum, sem hún síðar kaus að yfirgefa.
Það gerði hún ekki síst vegna skoðanna sinna á umhverfismálum sem ekki samrýmdust skoðunum Framsóknarflokksins.
Kannski ekki ólíkt því þegar Ólafur F. kaus að hætta í Sjálfstæðisflokknum vegna áherslna sinna í umhverfismálum.
Nú er bara að sjá hvort hún muni styrkja Ólafi í störfum sínum framundan. Ekki veitir honum af öllum stuðningi sem hann getur fengið á næstu mánuðum.
Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2008 | 20:09
Við ætlum öll að gera betur,
En það verður engin gerður ábyrgur. Þetta er sameiginleg ákvörðun borgarráðs í dag.
Og hversu nær eru borgarbúar um málið sem skók allt samfélagið svo vikum skipti?
Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús.
Bæjarráð Akraness furðar sig á birtingu REI-skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2008 | 09:15
Er sameiginleg niðurstaða það sem gildir?
Nú verður endanleg útgáfa stýrihóps OR kynnt í dag. Drögin láku út á alla fréttamiðla í gær þótt skýrslan sé ekki enn komin fyrir almenningsjónir. Hvað þá að hún hafi verið kynnt fyrir borgarstjórn og eigendum OR. Einhvernvegin er það dæmigert fyrir vinnubrögðin öll í málinu.
Sé að það var mikil áhersla lögð á að ná sátt á milli borgarfulltrúa í stýrihópnum og annarra á listum flokkanna um niðurstöðu málsins. Í fréttinni kemur fram að fyrir vikið standa allir flokkar að niðurstöðunni, og sé það áfangi út af fyrir sig, þótt það þýði að um málamiðlun sé að ræða.
Einmitt, málamiðlum um niðurstöðu. Var það meginverkefni stýrihópsins?
Hefði ekki verið betra að fá utanaðkomandi aðila til þess að skoða málið allt, og skila af því loknu skýrslu til borgarstjórnar og eigenda Orkuveitu. Þá hefðu borgarfulltrúarnir og flokkarnir sjálfir ekki þurft að stimpla sitt samþykki þar á.
Hugnast það ekki sérstaklega vel að málamiðlanir um niðurstöðu standi upp úr, en ekki að málið allt sé krufið til mergjar.
Sameiginleg niðurstaða stýrihópsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2008 | 14:25
Ungt fólk kýs
Baráttan farin að harðna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og spennan var mikil í nótt.
Fylgdist með umfjöllun á sjónvarpsstöðvunum og hafði af því bæði gagn og gaman. Eftirtektavert og jákvætt ef ungt fólk kýs nú í meira mæli en áður.
Dræm kosningaþátttaka hefur verið meðal yngsta aldurshópsins 18-24 ára þar í landi. Líkt og hefur verið þróun síðustu ára í flestum lýðræðisríkjum. Kosningaþátttaka þessa aldurshóps hefur í Bandaríkjunum, verið á hraðri niðurleið, allt frá þeim tíma sem hann fékk fyrst kosningarétt.
Þegar þessi aldurhópur kaus fyrst nýtti helmingur kjósenda rétt sinn til að kjósa. Í síðustu kosningum var hinsvegar aðeins 25% þessa unga fólks sem nýtti sér kosningarétt sinn.
Í kosningunum árið 2000 kusu 68% þeirra sem voru 65 ára og eldri, meðan 68% þeirra sem voru 25 ára og yngri tóku ekki tóku þátt.
Þetta gerðist jafnvel þótt sérstakt átak hafi verið gert bæði innan fylkja og í landinu öllu til þess að hvetja ungt fólk til þátttöku. Kannski er sú vinna að skila sér og það að baráttan er hörð á milli Clinton og Obama.
Vonandi heldur þessi aukna þátttakan ungs fólks í kosningum áfram. Við þurfum á henni að halda.
Ungt fólk velur demókrata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2008 | 13:04
Tími til breytinga
Þegar þriðji meirihlutinn í borginni var myndaður eftir að rúmlega eitt og hálft ár var liðið af kjörtímabilinu, var mörgum íbúum borgarinnar nóg boðið. Þetta form fulltrúalýðræðis virtist ekki vera að gera sig. Traust almennings beið hnekki.
Upplausn, þar sem völd einstakra borgarfulltrúa virtust skipta meira máli en hagsmunir íbúanna virtist vera það sem gilti. Þrír stjórnmálaflokkar með 1-2 fulltrúa hver virtust þannig hafa í hendi sér stöðuleika í stjórnkerfinu.
Eins manns óstöðugur meirihluti við stjórn borgarinnar var raunveruleiki, eftir að framboði um Reykjavíkurlista naut ekki lengur við. Annar turninn var horfinn af sjónarsviðinu og ekki mátti neinu muna til að menn hlypu frá borði . Fyrri stöðuleika við stjórn borgarinnar skorti.
Í Reykjavík hafði Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta um áratuga skeið, allt til ársins 1978 og aftur 1982 til 1994. Í kosningunum 1990 náðu þeir 10 kjörnum fulltrúum en frá þeim tíma hafa þeir ekki náð hreinum meirihluta. Um 12 ára skeið með framboði um Reykjavíkurlista mynduðust tveir pólar í sveitarstjórnarmálum í borginni.
Sérkennilegt ástand hafði skapast og hvað var til ráða?
Árið 2006 þegar kosið til borgarstjórnar var íbúafjöldi í borginni 116 þúsund. Kosnir voru 15 borgarfulltrúar til þess að fara með málefni borgarinnar.
Árið 1908 var einnig kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur. Þá voru kosnir 15 bæjarfulltrúar eftir að lögum var breytt 1907 og fjölgað um 2 í bæjarstjórn. Á þessum tíma bjuggu í Reykjavík um 11 þúsund manns.
Ekki er erfitt að ímynda sér þær gífurlegu breytingar sem orðið hafa í borginni á þessum tíma. Starfsmannafjöldi í borgarkerfinu margfaldast og stjórnkerfið allt þanist út.
En áfram eru borgarfulltrúarnir fimmtán. Verkefnin margföld og enn stýra borgarfulltrúarnir 15 öllum málum. Þeir virðast eiga fullt í fangi með að sinna þeim verkefnum sem fylgir því að vera kjörin fulltrúi. Jafnvel telja sumir að gegna megi öðrum störfum samhliða. Þegar átök um völd bætast við gefur eitthvað eftir.
Í sveitarstjórnarlögum hér á landi er kveðið á um hámarksfjölda kjörinna fulltrúa. Í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri eiga að vera 1527 aðalmenn.
í Evrópu og víðar eru ákvæði um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í hlutfalli við íbúafjölda sveitarfélaga og samkvæmt sveitarstjórnarlögum í Noregi ættu kjörnir fulltrúar í Reykjavík t.d. að vera a.m.k. 45.
Það að fjölga fulltrúum í borgarstjórn á ekki að vera erfitt. Aukin launakostnað þyrfti ekki einu sinni að koma til við slíka fjölgun. Afnema mætti laun varaborgarfulltrúa og hætta að greiða aukalega fyrir setu í fyrirtækjum borgarinnar. Slíkt myndi auk þess leiða til meira launalegs jafnræðis meðal borgarfulltrúa.
Fleiri framboð, jafnvel frá íbúunum sjálfum myndu auka breidd við stjórnun borgarinnar. Auðveldara væri þannig að mynda meirihluta fleiri flokka. Með meiri meirihluta en einum manni.
Ekki fullgerð eða fullkomin lausn, en ég held að slík breyting geti verið skref í rétt átt til þess að skapa aftur tiltrú almenning til stjórnar borgarinnar.
Einhverju verður að breyta.
4.2.2008 | 13:29
Fámennið hjálpar til
Þetta sýnir okkur enn og aftur kosti þess að búa í örsmáu samfélagi lengst úti í hafi.
Samfélagið er svo fámennt að það er ekki nokkur von að komast undan með þýfið sem auk þess er oftast í íslenskum krónum.
Góðkunningjarnir lögreglu þekkjast og oftast tengjast þessi rán fíkniefnaneyslu. Nær undantekningalaust komast slíkir glæpir upp vegna að fleiri en tveir vita af undirbúningi þeirra.
Í Silfrinu í gær ræddi Björn Bjarnason um erlendar glæpaklíkur sem sækja nú í meira mæli til landsins. Það er umhugsunarvert hversu lengi við getum verið örugg hér í fámenninu.
Verðum að vera vakandi fyrir þeim breytingum sem eru að verða á samfélaginu samhliða þessu og bregðast við glæpum slíkra hópa af hörku. Það yrði þá öðrum til viðvörunar.
Öxin fannst og þýfi endurheimt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2008 | 12:42
Getur Sjálfstæðisflokkurinn minnkað?
Ljóst eftir síðustu skoðanakannanir að kjósendur sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru ekki ánægðir með nýja meirihlutann. Held að það sé frekar það, en vinnubrögðin við skipan hans.
Ekki heldur ljóst hvað slík niðursveifla varir lengi. Minni kjósenda er ekki mjög langt. Óvíst að þessar breytingar á fylgi flokksins verði nema til nokkra vikna.
Hinsvegar verða borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að stíga öll sín skref varlega ef þeir ætla að ná fyrri stöðu fyrir flokkinn í borginni. Erfið staða sem þeir eru í og fróðlegt verður að fylgjast með verkum þeirra á næstu misserum.
Velti því fyrir hvort Sjálfstæðisflokkurinn fari að upplifa þá stöðu að flokkurinn geti minnkað í samstarfi við annan stóran flokk. Á síðustu áratugum hefur lenskan verið sú að litlir flokkar, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, hafa misst mikið fylgi í samstarfi við Sjálfsæðisflokkinn í landsmálum. Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkur haldið sínu, eins og úrslit kosninga á síðustu áratugum sína.
Nú er flokkarnir tveir í ríkisstjórn báðir stórir og öflugir. Sjálfstæðismenn hafa líka verið í nokkuð erfiðum málum að undanförnu á meðan Samfylkingin hefur verið að gera vel.
Kannski er komið að þeim tímapunkti að Sjálfstæðisflokkurinn fari að missa fylgi líkt og gerst hefur fyrir aðra stjórnmálaflokka í ríkistjórnarsamstarfi? Þá er spurning hvert það fylgi fer.
Fundað í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2008 | 11:39
Konur segja nei
Öll höfum við heyrt mýtuna um að konur vilji ekki taka að sér störf í stjórnum fyrirtækja. Þegar eftir slíku er óskað segi þær nei og beri ýmsu við. Að sama skapi heyrist það sama í umræðunni um konur og fjölmiðla að konur segi frekar nei þegar þær eru beðnar að koma í viðtöl. Þetta sé ástæða þess að færri konur en karlar sitji í stjórnum fyrirtækja og að þær séu ekki eins sýnilegar í fjölmiðlum.
Ég viðurkenni það að þegar ég hóf þátttöku í stjórnmálum fannst mér oft erfitt að taka að mér að verkefni sem tengdust því að koma opinberlega fram. Erfiðast verkefnið fannst mér að flytja í fyrsta skipti, ræðu fyrir hönd þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur á Austurvelli á 17.júní, í beinni útsendingu í sjónvarpi. En það vandist eins og allt annað. þetta er auðvitað bara spurning um að undirbúa sig vel fyrir þau verkefni sem manni er falið.
Mér var ráðlagt það af góðri konu að ef ég væri beðin um að koma í viðtöl í fjölmiðlum ætti ég aldrei að segja nei, Helst ekki heldur, ef ég væri beðin að taka sæti í stjórnum eða ráðum, sérstaklega ef fáar konur ættu þar sæti fyrir. Eftir þeim ráðleggingum hef ég farið
Ég hef oftar en ekki verið fyrst konan sem hef tekið sæti í ólíkum ráðum og stjórnum og ekki verið eftirbátur þeirra karla sem setið hafa fyrir.
Hef hinsvegar oft velt því fyrir mér hvað karlar eru óragir við að taka að sér verkefni án þess að hafa til þess sérstaka burði. Við konur þurfum hinsvegar oft að velta málum fyrir okkur lengur og vera algerlega vissar um að við völdum verkefnunum, og gott betur en það ef eitthvað er.
Öll höfum við mismunandi bakgrunn og mér finnst gott framtak að auglýsa nöfn þessara 100 kvenna sem eru tilbúnar að taka að sér frekari verkefni í stjórnum fyrirtækja.
Ég er hreykin af þessum konum og öllum konum öðrum sem eru tilbúnar að segja Já. Þær eru góðar fyrirmyndir fyrir þær ungu konur sem eftir koma.
Ég segi Já
Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja