Leita í fréttum mbl.is

Erfitt verkefni framundan

Þessa ágætu konu þekki ég að góðu einu. Ég starfaði með henni í Framsóknarflokknum, sem hún síðar kaus að yfirgefa.

Það gerði hún ekki síst vegna skoðanna sinna á umhverfismálum sem ekki samrýmdust skoðunum Framsóknarflokksins.

Kannski ekki ólíkt því þegar Ólafur F. kaus að hætta í Sjálfstæðisflokknum vegna áherslna sinna í umhverfismálum.

Nú er bara að sjá hvort hún muni styrkja Ólafi í störfum sínum framundan. Ekki veitir honum af öllum stuðningi sem hann getur fengið á næstu mánuðum.


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íslands-Bersi

Anna er þetta sem sagt ekki jarðböðul,en þú varst það nú á yngri árum kv Bessinn

Íslands-Bersi, 8.2.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Ja, ýmislegt hefur um mig verið sagt en ég man ekki eftir því að hafa verið kölluð jarðböðull áður.

Ég hef verið hlynnt skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda landsins en það fellur nú varla undir þessa skilgreiningu.

Anna Kristinsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Sæl Anna ég les bloggin þín með ánægju ég minnist þess líka þegar þú og Dagur borgarstjóri fv komuð á vinnustað minn í kosningabaráttu R listans og brædduð íhaldshjörtu þá voru góðir dagar! Vonandi koma þeir aftur ekki seinna en 2010 í borgarpólitíkinni með þig í öruggu sæti við erum búin að fá nóg af þessu liði sem nú þykist stjórna.

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jarðböðull er nýyrði fyrir mér.- Kannast vel við orðið jarðvöðull sem merkir að göslast áfram með sóðaskap.

Hvenær nýting auðlindanna er skynsamleg og hvenær óskynsamleg, það er yfirleitt deiluefnið Anna.

Jökulsárnar í Skagafirði sem við köllum Héraðsvötn, eða Vötnin hafa flutt lífræn efni til sjávar og skilið umtalsverða næringu eftir á Eylendinu í flóðum. Það kalla ég skynsamlega nýtingu.

En þar eru blikur á lofti því Djöfull hagvaxtarins vofir nú yfir þessum vatnsföllum og hefur eindreginn stuðning þeirra heimamanna sem trúa á Almætti auðhyggjunnar. 

Mér finnst við nýta Gullfoss skynsamlega.

Og ég fagna þessari ágætu konu og býð hana velkomna til starfa.

Árni Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 18:18

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæl nafna!

 Þetta er flott kona, enginn vafi á því!

Anna Karlsdóttir, 8.2.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Öfgaumhverfisfólk á að vera saman í stjórnmálaflokki.Vonandi deyr ekki Íslandshreyfingin drottni sínum, svo hægt sé að sameina þetta fólk.Það hefur fullan rétt á sínum skoðunum.Þetta fólk kallar sig í mörgum tilvikum vinstra fólk, þótt það láti sig yfirleitt ekki kjör náungans nokkru skipta.Það vinnur undantekningalaust hjá því opinbera.Það býr flest í 101 R.vík.en telur að það eigi og geti ráðskast með allt ísland og íbúa þess.Nýr aðstoðarmaður umhverfisráðherra á hvergi heima nema í flokki sem hefur öfgaumhverfismál sem stefnu númer eitt.Rétt eins og umhverfisráðherrann sjálfur.

Sigurgeir Jónsson, 9.2.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband