Leita í fréttum mbl.is

Tími til breytinga

Þegar þriðji meirihlutinn í borginni var myndaður eftir að rúmlega eitt og hálft ár var liðið af kjörtímabilinu, var mörgum íbúum borgarinnar nóg boðið. Þetta form fulltrúalýðræðis virtist ekki vera að gera sig. Traust almennings beið hnekki.

 

Upplausn, þar sem völd einstakra borgarfulltrúa virtust skipta meira máli en hagsmunir íbúanna virtist vera það sem gilti. Þrír stjórnmálaflokkar með 1-2 fulltrúa hver virtust þannig hafa í hendi sér stöðuleika í stjórnkerfinu.

 

Eins manns óstöðugur meirihluti við stjórn borgarinnar var raunveruleiki, eftir að framboði um Reykjavíkurlista naut ekki lengur við. Annar turninn var horfinn af sjónarsviðinu og ekki mátti neinu muna til að menn hlypu frá borði . Fyrri stöðuleika við stjórn borgarinnar skorti.

 

Í Reykjavík hafði Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta um áratuga skeið, allt til ársins 1978 og aftur 1982 til 1994. Í kosningunum 1990 náðu þeir 10 kjörnum fulltrúum en frá þeim tíma hafa þeir ekki náð hreinum meirihluta. Um 12 ára skeið með framboði um Reykjavíkurlista mynduðust tveir pólar í sveitarstjórnarmálum í borginni.

Sérkennilegt ástand hafði skapast og hvað var til ráða?

 

Árið 2006 þegar kosið til borgarstjórnar var íbúafjöldi í borginni 116 þúsund. Kosnir voru 15 borgarfulltrúar til þess að fara með málefni borgarinnar.

 

Árið 1908 var einnig kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur. Þá voru kosnir 15 bæjarfulltrúar eftir að lögum var breytt 1907 og fjölgað um 2 í bæjarstjórn. Á þessum tíma bjuggu í Reykjavík um 11 þúsund manns.

 

Ekki er erfitt að ímynda sér þær gífurlegu breytingar sem orðið hafa í borginni á þessum tíma. Starfsmannafjöldi í borgarkerfinu margfaldast og stjórnkerfið allt þanist út.

 

En áfram eru borgarfulltrúarnir  fimmtán. Verkefnin margföld og enn  stýra borgarfulltrúarnir 15 öllum málum. Þeir virðast eiga fullt í fangi með að sinna þeim verkefnum sem fylgir því að vera kjörin fulltrúi. Jafnvel telja sumir að gegna megi öðrum störfum samhliða. Þegar átök um völd bætast við gefur eitthvað eftir.

 

Í sveitarstjórnarlögum hér á landi er kveðið á um hámarksfjölda kjörinna fulltrúa. Í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri eiga að vera 15–27 aðalmenn.

í Evrópu og víðar eru ákvæði um lágmarksfjölda kjörinna fulltrúa í hlutfalli við íbúafjölda sveitarfélaga og samkvæmt sveitarstjórnarlögum í Noregi ættu kjörnir fulltrúar í Reykjavík t.d. að vera a.m.k. 45.

 

Það að fjölga fulltrúum í borgarstjórn á ekki að vera erfitt. Aukin launakostnað þyrfti ekki einu sinni að koma til við slíka fjölgun. Afnema  mætti laun varaborgarfulltrúa og hætta að greiða aukalega fyrir setu í fyrirtækjum borgarinnar. Slíkt myndi auk þess leiða til meira launalegs jafnræðis meðal borgarfulltrúa.

 

Fleiri framboð, jafnvel frá íbúunum sjálfum myndu auka breidd við stjórnun borgarinnar. Auðveldara væri þannig að mynda meirihluta fleiri flokka.   Með meiri meirihluta en einum manni.

 

Ekki fullgerð eða fullkomin lausn, en ég held að slík breyting geti verið skref í rétt átt til þess að skapa aftur tiltrú almenning til stjórnar borgarinnar.

Einhverju verður að breyta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nú viss ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Viss um að einhverju verður að breyta

Anna Kristinsdóttir, 5.2.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Breytingin verður helst sú að Framsókn verður aldrei aftur treyst.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.2.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband