Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Gott fyrirtæki í eigu okkar borgarbúa

Orð í tíma töluð.

Fyrirtækið er í mínum huga eitt öflugasta fyrirtæki landsins og þarf eftir orrahríð undanfarinna missera að fá frið fyrir neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Starfsfólk fyrirtækisins þarf að að fá frið til að sinna áfram sínum góðu verkum.

Fyrirtækið á ekki að vera verkfæri í höndum misvitra stjórnmálamanna heldur á að fá að vinna að stefnu sinni sem sjálfstætt þjónustufyrirtæki, sem kappkostar að veita viðskiptavinum sínum sem besta mögulega þjónustu með sem hagkvæmustum hætti fyrir viðskiptavini og fyrirtækið sjálft.

ps. hluta arðsins mætti líka nota til að lækka orkureikningana okkar


mbl.is Orkuveitan á ekki að vera bitbein stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig mæla á traust

Dagurinn í dag var ekki góður fyrir íslensk stjórnmál. Síst þó fyrir borgarmálin og traust almennings á stjórnmálamenn.

Er ekki búin að gleyma þeim tíma þegar Halldór Ásgrímsson loks kaus að víkja sem formaður framsóknarflokksins.

Þá höfðu margir góðir menn reynt um nokkurt skeið að gera honum stöðu sína ljósa. Almenningur hafi misst traust á honum sem leiðtoga og hann naut ekki lengur traust innan flokksins. Hann kaus hinsvegar að hlíta ekki þeim ráðleggingum og Framsóknarflokkurinn saup seyðið af því með slæmri útkomu í kosningu. 

Flokkurinn er enn að greiða fyrir þau mistök sem Halldór gerði í formennskutíð sinni. Það virðist vera erfitt að snúa skútunni við þegar kjósendur hafa misst trúna á flokknum. Þó er það kannski ekki ógerlegt, en mun taka langan tíma.

Nú ætlar Vilhjálmur að meta stöðu sína áður en hann tekur afstöðu til þess hvort hann kýs að taka við starfi borgarstjóra eftir 14 mánuði. Eða hvort hann kýs að láta embættið í hendur öðrum sem meira traust nýtur.

Mér er hinsvegar spurn hvernig Vilhjálmur hyggst mæla það traust meðal borgarbúa og félaga sinna.

Mun hann nota þekkta aðferð stýrihópsins og láta sinn eigin borgarstjórnarflokk meta slíkt eða mun hann mæla slíkt með skoðanakönnunum meðal borgarbúa.

Á erfitt með að trúa því að hann sjái pólitíska stöðu sína í réttu ljósi síðar, ef hann skynjar hana ekki nú.


Axlar ábyrgð, en situr sem fastast

Vilhjálmur hefur axlað ábyrgð, að eigin sögn. Hann ætlar ekki að hætta sem borgarfulltrúi og ætlar að ræða betur við sitt fólk. hann telur jafnframt að hægt sé að axla ábyrgð með ýmsum hætti.

Hann er ákveðin í að vinna sína verk en mun skoða sín mál. Hann veit að staða hans hefur veikst mjög.

Ég er ekki miklu nær. Hef það sterklega á tilfinningunni að þetta verði ekki til að róa mál innan sjálfstæðisflokksins í borginni.

Hvort varð ofan á, eigin hagur eða hagur flokksins?


mbl.is Fundi sjálfstæðismanna lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þjóna tveim herrum

Hefur án efa verið erfið helgi fyrir Vilhjálm oddvita Sjálfstæðismanna.

Í stakksteinum í dag er rætt um farsælan pólitískan feril hans, en jafnframt um það val sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir þegar þeir lenda í pólitískri orrahríð. Hvort þeir eigi að taka hag flokksins fram fyrir sinn eigin. Nú er beðið eftir að Vilhjálmur segi af eða á.

Hvort það verður í dag eða á morgun sem hann velur að ræða stöðu sína við fjölmiðla, verður að skera úr um það hvort hann verði eða fari. Núverandi staða er óásættanleg fyrir Sjálfstæðismenn og borgarbúa alla.

Samkvæmt Fréttablaðinu hafa bæði Geir Haarde og Davíð Oddsson rætt við Vilhjálm vegna málsins um helgina. Ekki skrítið að hann hafi leitað ráðgjafar hjá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi og núverandi.

Velti því hinsvegar fyrir mér hvort staðan sé almennt sú meðal forystumanna flokksins að nauðsynlegt sé að fá blessun beggja aðila áður en ákvörðun sé tekin. Að raunverulega sé það þannig að höfuð flokksins séu tvö og gamli formaðurinn sé ekki tilbúin að sleppa takinu.

Erfitt fyrir alla að þjóna tveim herrum og ekki farsælt fyrir flokkinn ef rétt er. Fyrrverandi formenn verða að kunna að sleppa takinu.


Hanna Birna hæf til samstarfs ?

Skrítin umræða í Silfrinu í dag.  Að stjórnarkreppa ríki ef Vilhjálmur fer og núverandi meirihluti í borginni sé í hættu.

Sé ekki annað en þá taki Hanna Birna Kristjánsdóttir við sem oddviti flokksins í borginni. Hún er næsti maður flokksins á lista til borgarstjórnar á eftir Vilhjálmi. Hún er kunn fyrir að geta unnið bæði með meiri og minnihluta. Samstarfið heldur síðan áfram og hún tekur við sem borgarstjóri þegar Ólafur F. víkur af stóli.

Svo gæti ýmislegt breyst ef nýr forystumaður Sjálfstæðisflokks tekur við.

Fannst t.d. ekki á umræðunni í Silfrinu að eitthvað sé öruggt með yfirlýsta samstöðu vinstri flokkanna í borginni.

Heyrði ekki betur en menn töluðu um óstarfhæfan Sjálfstæðisflokk eins og nú er. Hvað með stöðu mála ef Hanna Birna tekur við og flokkurinn nær að styrkja stöðu sína á ný.

Er þá hægt að mynda starfhæfan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum? 


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völdin og stjórnmálamennirnir

Í september s.l. skrifaði ég nokkur orð um stjórnmálamenn og völd. Held að það sé full ástæða til að birta  þennan pistil aftur.

Völd geta haft ótrúleg áhrif á fólk. Því miður oft til hins verra. Þess sér maður oft merki í stjórnmálum.

Í kosningabaráttu eru frambjóðendur allra manna alþýðlegastir, ganga á milli almennings og heilsa öllum sem á leið þeirra verða. Láta hafa sig í allavega trúðslæti og ganga um margt úr sinni eigin persónu. Slá met í brosi og hlýleika og gera allt til að fá kjósendur á sitt band. 

Eftir kosningar eru að sjálfsögðu margir þeirra sem náð hafa kjöri fullir orku að takast á við verkefni stjórnmálamannsins. Þetta verkefni sem þó er aðeins að hámark til fjögurra ára í senn og snýst um það að fara vel og rétt með umboð kjósenda sinna. Þegar sumir stjórnmálamenn hafa hlotið kjör er þó hinsvegar oft eins og nýtt andlit sé sett upp hjá þessum nýkjörnu fulltrúum. Það er eins og forleikurinn hafi aðeins verið sjónarspil.

Margir þessara stjórnmálamanna eru fljótir að gleymi því fyrir hvað þér hafa hlotið upphefð sína. Hversvegna þeir sitja í embætti. Það er einfaldlega oft á tíðum ekki eingöngu vegna hæfileika eða getu viðkomandi, heldur ekki síst vegna styrk ákveðins stjórnmálaflokks og stöðu þeirra í því samfélagi.

Síðan gerist það oft að þegar líður á kjörtímabilið að þá er eins og menn gleymi fyrir hverja þeir sitja sem kjörnir fulltrúar. Í stað þess að þjóna almenningi eða kjósendum sínum, halda menn að þeir séu þarna fyrir sjálfan sig. Þá fyrst fara vandamálin að líta dagsins ljós.

Upphefðin getur nefnilega stigi öllum til höfuðs.  Þeir hætta samskiptum við þá aðila sem komu þeim í valdastólana. Telja sig yfir það hafna að hafa samband við almúgann eða grasrótina. Þeir eru til þess valdir að umgangast fyrirmenn þjóða og tigin fyrirmenni. Þurfa vegna þessa ekki að hafa nema lágmarks samskipti við aðra.

Afverju skrifa ég þetta. Jú ég las nefnilega afar fróðlegt viðtal við Uffe Eleman Jensen fyrrverandi Utanríkisráðherra og formann Venstre í Danmerkurferð minni um daginn. Hann sagði m.a. að það hefði verið sín mesta gæfa í lífinu að hafa aldrei orðið forsætisráðherra Danmerkur en hann sóttist  þó eftir því árum saman. Það sama hafi átt við um stöðu framkvæmdastjóra NATO sem hann sóttist einnig eftir. Hann taldi að hann hefði á þessum tíma verið komið svo langt frá þeim raunveruleika sem venjulegt fólk býr við og þakkaði fyrir það að hafa ekki færst enn lengra frá frá almenningi.

Það hefði í raun bjargað lífi hans að hljóta ekki þessa upphefð.

Þetta er án efa sá vandi sem margir stjórnmálamenn standa frammi fyrir. Að þeir velji sér aðeins einstaklinga næst sér sem tilheyra hópi viðhlæjanda. Allir sem standa fjær og gagnrýna stjórnmálamanninn er þannig úthrópaðir sem andstæðingur ef ekki eitthvað enn verra.

Þannig gerist það smátt og smátt að sumir stjórnmálamenn eru komnir svo fjarri þeim raunveruleika sem almenningur býr við að þeir hafa ekki lengur nein tengsl við kjósendur. Jafnframt verða þeir hinir sömu ekki lengur hæfir til að taka ákvarðanir í þágu almennings


Erfitt verkefni framundan

Þessa ágætu konu þekki ég að góðu einu. Ég starfaði með henni í Framsóknarflokknum, sem hún síðar kaus að yfirgefa.

Það gerði hún ekki síst vegna skoðanna sinna á umhverfismálum sem ekki samrýmdust skoðunum Framsóknarflokksins.

Kannski ekki ólíkt því þegar Ólafur F. kaus að hætta í Sjálfstæðisflokknum vegna áherslna sinna í umhverfismálum.

Nú er bara að sjá hvort hún muni styrkja Ólafi í störfum sínum framundan. Ekki veitir honum af öllum stuðningi sem hann getur fengið á næstu mánuðum.


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við ætlum öll að gera betur,

En það verður engin gerður ábyrgur. Þetta er sameiginleg ákvörðun borgarráðs í dag.

Og hversu nær eru borgarbúar um málið sem skók allt samfélagið svo vikum skipti?

Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús.


mbl.is Bæjarráð Akraness furðar sig á birtingu REI-skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sameiginleg niðurstaða það sem gildir?

Nú verður endanleg útgáfa stýrihóps OR kynnt í dag. Drögin láku út á alla fréttamiðla í gær þótt skýrslan sé ekki enn komin fyrir almenningsjónir. Hvað þá að hún hafi verið kynnt fyrir borgarstjórn og eigendum OR. Einhvernvegin er það dæmigert fyrir vinnubrögðin öll í málinu.

Sé að það var mikil áhersla lögð á að ná sátt á milli borgarfulltrúa í stýrihópnum og annarra á listum flokkanna um niðurstöðu málsins. Í fréttinni kemur fram að fyrir vikið standa allir flokkar að niðurstöðunni, og sé það áfangi út af fyrir sig, þótt það þýði að um málamiðlun sé að ræða.

Einmitt, málamiðlum um niðurstöðu. Var það meginverkefni stýrihópsins?

Hefði ekki verið betra að fá utanaðkomandi aðila til þess að skoða málið allt, og skila af því loknu skýrslu til borgarstjórnar og eigenda Orkuveitu. Þá hefðu borgarfulltrúarnir og flokkarnir sjálfir ekki þurft að stimpla sitt samþykki þar á.

Hugnast það ekki sérstaklega vel að málamiðlanir um niðurstöðu standi upp úr, en ekki að málið allt sé krufið til mergjar. 


mbl.is Sameiginleg niðurstaða stýrihópsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband