Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Úr 90% í 100% af hverju?

Skyldi þessi breyting þýða það að samræmi sé komið á milli gjaldskrár tannlækna og þeirrar gjaldskrár sem tryggingastofnun miðar sínar endurgreiðslur við?

Kannski hefði fyrst átt að leysa úr þeim ágreining, áður en heimild til hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli sé hækkað úr 90% í 100%.


mbl.is Reglugerð undirrituð um aukinn þátt í tannlæknakostnaði fatlaðra og langveikra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er upp og hvað er niður?

Ný skoðunakönnun um fylgi flokkanna í Norðausturkjördæmi í dag. Þessi er gerð af Capacent fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Þar er talað um mikið fylgishrun framsóknar. Förum úr rúmum 32% í síðustu alþingiskosningum  í 18% og fáum samkvæmt þessu 2 þingmenn í stað fjögurra. Ekki nógu góð staða með Valgerði sem forystumann þótt hún hafi staðið sig ótrúlega vel á liðnum misserum.

Í könnun sem gerð var fyrir stöð 2 af félagsvísindastofnun þann 5. apríl s.l. mældist Framsóknarflokkurinn í 12,3% og var með einn þingmann í kjördæminu.

Að sjálfsögðu er þessi mæling í dag að sýna fram á mikið tap á fylgi flokksins frá síðustu alþingikosningum en á móti má segja að við séum að fara upp á við frá síðustu könnun.

Breytingar á fylgi flokkanna milli kannanna  er ótrúlega mikil á stuttum tíma og kannski ekki skrítið hversu margir eru ekki enn búnir að gera upp hug sinn rúmum tveim vikum fyrir kosningar.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í mínum bakgarði

Í fréttum stöðvar tvö í kvöld var rætt um mögulega staðsetningu nýs flugvallar á Hólmsheiði.

Skipulagsvald svæðisins er á hendi Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.

Í framhaldi var rætt við íbúa í Grafarholti, þar sem allir þeir sem rætt var við lýstu yfir andstöðu sinni við staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði.  

Jafnframt var rætt við bæjarsjóra Mosfellsbæjar sem persónulega telur að flugöllurinn eigi heima í Vatnsmýrinni.

Er líklegt að nokkurn tímann náist sátt um nýja staðsetningu Reykjavíkurflugvallar? Eða hver vill hafa hann í bakgarðinum hjá sér?


Stærri en VG í Suðurkjördæmi

Í Suðurkjördæmi er Framsóknarflokkurinn að mælast stærri en VG. Verð að viðurkenna að það gefur mér ástæðu til bjartsýni.

Fylgi Sjálfstæðismanna í kjördæminu er með ólíkindum. Sérstaklega vegna þess einstaklings sem skipar annað sætið fyrir flokkinn. Einstaklingur sem fær tækifæri og misnotar skattfé í eigin þágu ætti ekki að fá annað tækifæri til að taka sæti á þingi.  

Að mínu mati verðum við framsóknarmenn að tryggja Bjarna Harðarson á þing. Hann er ein helsta vonastjarna framsóknarmanna sem standa vinstra megin í pólitík. Hann talar fyrir málum sem án efa aðgreina okkur frá sjálfstæðisflokki.

Svo er hann líka svo fjári skemmtilegur.

Nú verður að koma stráknum inn á þing.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp á við

Gott að vakna með góðum tíðindum. Framsóknarflokkurinn kominn yfir 10% í nýrri fylgiskönnun í Fréttablaðinu í dag með 7 þingmenn. Hef haft þá tilfinningu undanfarna daga að þetta væri að koma hjá okkur framsóknarmönnum.

Nú er bara að halda áfram á þessari leið og toppa á kosningadaginn sjálfan þann 12. maí.


Fallegur fyrsti sumardagur

Eyddi fyrsta sumardeginum að mestu í hópi góðra félaga við opnun kosningaskrifstofu okkar framsóknarmanna í Ýmishúsinu.

Opnunin í dag tókst með afbrigðum vel. Hundruðir gesta komu á opnunina og þær ágætu konur í kvennfélaginu sem sáu um kaffiveitingar urðu uppiskroppa með veitingar í lok dagsins. Jafnvel þó gert hefði verið ráð fyrir allt að 1000 gestum í kaffi.

Ég var með vöskum hóp manna að grilla pylsur úti í góða veðrinu og var allan tímann margföld röð eftir pylsunum. Held að ég hafi án efa slegið mitt fyrra met í dag við að afgreiða eina með öllu.

Mest um vert var ánægjulegt að hitta alla þá góðu félaga sem þarna gáfu sér tíma til að líta við. Held að við framsóknarmenn getum litið bjartsýn til baráttu næstu þriggja vikna og treyst því að nú fari fylgið að færast upp á við.


Að skipta um skoðun

 

Umræður um Reykjavíkurflugvöll voru í borgarstjórn í dag. Samkvæmt frétt í sjónvarpinu í kvöld voru allir borgarfulltrúar sammála um að völlurinn ætti að víkja úr Vatnsmýrinni.

 

Sjálfstæðismenn ályktuð í þessa veru á landsfundi sínum s.l. helgi:

Jafnframt hvetur landsfundur til þess að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Uppbygging heilbrigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofnana landsins er  í  Reykjavík og því er eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar  m.a. samkeppni í innanlandsflugi.   

 

Erfitt að lesa út úr þessari ályktun  að þeir vilji völlinn burt úr Vatnsmýrinni. Auðvitað hægt að segja að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram Reykjavíkurflugvöllur þótt hann rísi á Hólmsheiði eða Lönguskerjum.

 

Viðsnúningur Margrétar Sverrisdóttir í málinu vekur furðu. Frjálslyndir voru eini flokkurinn sem hafði það sem eitt af baráttumálum sínum að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Nú hefur hún skipt um skoðun í málinu. Þó situr hún enn sem varaborgarfulltrúi frjálslyndra.

 

Eftir framistöðu Margrétar í Silfrinu s.l. sunnudag finnst mér hún vera að missa flugið. Byrjað með sérkennilegum hætti á að gagnrýna landsfundi flokkanna tveggja. Líkti þeim við sjálfdýrkunarsamkomur sem ættu sér helst stað í Kóreu og Kína.

 

Þessar samkomur eru að mestu leiti til þess gerðar að móta stefnu og skapa liðsheild. Það veit Margrét eftir áralanga þátttöku í stjórnmálum. Óþarft að líkja þeim við samkomur í löndum þar sem lýðræðið hefur ekki náð fótfestu.  Veit ekki betur en að hún og formaður hennar flokks hafi verið valin af fámennum hóp manna til sinna embætta. Ólíkt því sem á sér stað við kosningu í forustusveit á landsfundum hinna flokkanna.

 

Hún var síðan elt uppi með breytta afstöðu sína vegna mögulegrar inngöngu Íslands í ESB og átti erfitt með sannfærandi hætti að svara fyrir þá  stefnubreytingu.

 

Held að Íslandshreyfinginn hafi einfaldlega ekki haft nægjanlegan tíma til að ræða stefnu sína til hlýtar áður en af stað var farið í kosningabaráttu. Kannski þeir hefðu átt að halda landsfund fyrst?

 


Staðsetning Reykjavíkurflugvallar ákveðin 2011 ?

Framtíðar staðsetning  Reykjavíkurflugvallar virðist stefna í það að verða sagan endalausa. Ný skýrsla um málið virðist ekki fela í sér nýja neitt nýtt í málinu.

A.m.k. telur Sturla að áður en eitthvað verði ákveðið um málið verði að vinna að rannsókn á flugtæknilegum þáttum næstu fjögur ár.

Á vísi er þessi frétt;Samgönguráðherra hefur falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Ráðherra segir niðurstöðu nefndar um flugvöllinn vera þá að þjóðhagslega hagkvæmt kunni að vera að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði eða Lönguskerjum en fyrst þurfi fjögurra ára rannsóknir á flugtæknilegum þáttum.

Og þá er bara að bíða til ársins 2011 eftir næstu skýrslu.


Er Íslandshreyfingin í vanda?

Held að Ómar og Margrét séu að lenda í vanda með framboð Íslandshreyfingarinnar. Í dag var kynnt hverjir skipa fimm fyrstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum.

Svolítið sérkennilegt að tefla móður og syni  fram í fjórða og fimmta sæti annars kjördæmisins. Sýnir að mannvalið hjá þeim er ekki mjög mikið.

15 dögum fyrir kjördag eða eftir 12 daga þarf framboðið að skila nöfnum 126 frambjóðenda ef það ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum auk nöfnum 2000-2500 meðmælenda framboðsins.

Skyldi það nást hjá þeim?


mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildishlaðin orð.

Merking orða breytist eins og annað í  rás tímans og orð sem áður töldust góð og gild er skipt út.

Í málaflokki þroskaheftra hafa þannig orð verið orðin það gildishlaðin eftir áratuga notkun að menn hætta notkun þeirra og taka önnur upp. Þannig hafa horfið orð eins og fáviti og vangefin og við hafa tekið orð eins og þroskaheftir og þroskahamlaðir. Spurningin er hinsvegar hvað þau orð duga lengi áður en þau verða með sama hætti  gildishlaðin.

 

Og fyrirtæki og stofnanir gera slík hið sama. Gamla góða Essó, þar sem ég kaupi alltaf mitt bensín, heitir nú N1. Ástæða nafnabreytingarinnar sögð vera sú að mörg fyrirtæki séu að sameinast undir einn hatt. Verð þó að viðurkenna að orðspor olíufélaganna gæti nú átt einhvern þátt í þeirri breytingu.

 

Svo eru það bankanir og fjármálafyrirtækin sem verða að breyta nöfnum sínum vegna útrásar. Búnaðarbanki í KB banka og svo Kaupþing. Sé ekki alveg að það nafn sé lipurt í meðförum fyrir útlendinga.

 

Síðan á að breyta nafni meðferðarheimilis á Neðri-Brú. Á nú að fá nafnið Ásgarður til þess að Mumma verði ekki ruglað saman við hinn Guðmundinn. Get svo sem skilið það.

 

Og síðast en ekki síst eru það stjórnmálaflokkar sem taka upp á því að sameinast og setja nýtt nafn á herlegheitin.  Sé ekki að slíkt sé endilega til þess að menn geti hreinsað út fortíðina.

Samfylking er blanda af gamla Alþýðuflokknum, hluta Alþýðubandalagsins og Kvennalistanum. Hvað sem þeir reyna að gera verða þeir alltaf með þrjá ólíka hópa sem blandast ekki almennilega saman.

Kannski það sé ástæða þess að þeir ná ekki flugi. Að minnsta kosti virðist samfylkingablandan ekki hafa náð að hristast saman a.m.k. enn sem komið er.


mbl.is Efri-Brú fær nýtt nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband