Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Upp á við

Fylgi framsóknar farið að fara upp á við á ný. Skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir ríkisútvarpið sýnir að flokkurinn mælist nú í 9,9%.

Þótt slíkt fylgi sé ekki ásætanleg niðurstaða á kjördag fyrir flokkinn er það þó jákvæð þróun í rétta átt.

Lokaniðurstaðan er mæld á kjördag og nú er bara að halda áfram upp við og toppa á réttum tíma.


mbl.is Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvoru megin línunnar liggur þú?

Þessi "skipting" sveitarfélagsins Reykjavíkur sýnir enn og aftur hversu fáránleg þessi skipting borgarinnar upp í tvö kjördæmi var. Vona að við reykvíkingar þurfum ekki að búa við þessa kjördæmaskipan lengi.

Klofin borg ýtir a.m.k. ekki sérstaklega undir það að þingmenn Reykjavíkur taki höndum saman í einstökum málefnum tengdum höfuðborginni.


mbl.is Ný skipting Reykjavíkurkjördæmanna ákveðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð og eftirspurn

Ekki blæs byrlega fyrir þessu sameiginlega klofna framboði eldri borgara og öryrkja. Nú verður ekkert af samstarfi þeirra við Höfuðborgarsamtökin heldur.

Held mig við það sem ég skrifaði hér á síðuna þann 26.janúar s.l. að þetta framboð væri andvana fætt. Held að þeir sem að þessu framboði standa verði að fara að sætta sig við þá staðreynd að ekkert verði úr framboðinu. Nú frekar en endranær.


mbl.is Ekkert úr samstarfi Baráttusamtakanna og Höfuðborgarsamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga fyrir salti í grautinn, þótt illa ári

Fagna þessu góða framtaki félagsmálaráðherra. Hver sá sem einhvern tímann á lífsleiðinni lendir í fjárhagslegum erfiðileikum þarf samt að hafa möguleika á að geta séð sér farborða.

Þetta er eitt skrefið til þess. Svo þarf líka að skoða málefni þeirra einstaklinga sem hafa þurft að ganga gegnum gjaldþrot, líkt og gert er í nágrannalöndunum.

 


mbl.is Félagsmálaráðherra: Mikilvægt að tryggja rétt skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Verð að hrósa Gísla Marteini og félögum í umhverfisráði Reykjavíkurborgar. Vistvænu skrefin sem nú á að stíga hljóta að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem í borginni búa.

Hlakka til þegar þessar aðgerðir verða komnar til framkvæmda. Til hamningju Reykvíkingar.


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo hófst kosningabaráttan.

 Í gær fengum við forsmekkinn af því sem koma skal næstu vikur. Kosningabaráttan er nú formlega hafin. Formenn flokkanna riðu á vaðið í ágætum þætti í ríkissjónvarpinu. Ljóst af skrifum á blogginu í dag að hverjum þykir sinn fugl fagur.

 

Alltaf gaman að lesa skrif flokkshesta sem allir vita að fylgja sínum flokki í gegnum þykkt og þunnt. Þar er ég sjálf ekki undantekning á. Þegar formenn flokkanna koma fram á sameiginlegum vettvangi lýsir hver bloggarinn á fætur öðrum yfir afdráttalausri aðdáun á sínum manni. Ummæli eins og þessi einkenna slík skrif.

 

"Ég var að sjálfsögðu mjög ánægður með minn mann.  Steingrímur J. var yfirvegaður og kurteis, en um leið fylginn sér og ákveðinn og kom málstað okkar Vinstri grænna vel á framfæri"

"Það leyndi sér ekki hver hafði sterkustu málefnastöðuna í þessum þætti. Það var óefað Ingibjörg Sólrún. Hún talaði af yfirvegun, umhyggju fyrir málefnum og síðast en ekki síst: Af þekkingu og reynslu stjórnmálamanns sem hefur staðið við stjórnvölinn og þekkir ábyrgð sína"

"Geir Hilmar Haarde kom mjög vel út úr þættinum í kvöld, rökfastur og skynsamur. Var ófeiminn við að segja að hann vissi ekki það sem hann vissi ekki og varði fyrri verk þó hann gerði sér ljóst að sumt af því er ekki til þess fallið að sækja atkvæði í næstu kosningum"

Sambærileg skrif er að finna á bloggsíðum um formenn Framsóknarflokks og Frjálslyndra. Hef ekki enn fundið slík skrif um formann Íslandsframboðsins en án efa koma þau þegar líða tekur á.

Í morgun tók svo við umfjöllun um Reykjavíkurkjördæmi-suður í Ríkisútvarpinu og stóð sú umfjöllun fram efir degi. Fylgdist með umræðum um menntamál og fleira í morgun og aftur við oddvita listana seinnipartinn.

Og eftir fréttir tók síðan við fyrsti málefnafundur Ríkissjónvarpsins af fimm. Þessi fundur var haldinn á Selfossi í kvöld og fylgdist ég með honum í beinni  útsendingu. Skemmtilegt fundarform og tilvalið að taka eitt og eitt málefni fyrir sig. Orðin nokkuð leið stax á fyrstu metrunum á endalausri umræðu um stóriðju. Eins og hún ein stýri samfélaginu öllu og önnur mál þurfi ekki að ræða.

 

Hlakka til baráttu næstu vikna og því að minn flokkur fari nú að rétta úr kútnum.


Forgangsröðun.

Páskar eru góður tími. Samfellt frí í eina fimm daga. Las einhverstaðar að við íslendingar ættum met í frídögum yfir páska. Í Vatíkaninu í Róm þar sem páfinn sjálfur býr í höfuðborg katólskunar er aðeins einn frídagur á páskadaginn sjálfan.

 

Við erum heppin þjóð að eiga þessa mörgu frídaga. Veitir víst ekki af. Hraðinn og stressið ætlar stundum allt að drepa.

 

Biskup sagði m.a. þetta í predikun sinni í morgun „Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju. Við erum að uppskera ávexti blindrar og guðlausrar tæknihyggju og manndýrkunar. Engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur. Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér. Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar"

 

Eitthvað til í þessu, en að mínu mati málað í full svörtum litum. Þótt sumt megi betur fara held ég ekki að öll gildi okkar séu farin fjandans til. Ég hef a.m.k. meiri trú á fólki en að þetta sé algilt í samfélaginu. Einn og einn svartur sauður setur okkur hin ekki undir sama hatt.

 

Heyrði líka gott viðtal í morgun við Séra Jónu Hrönn á Bylgjunni þar sem hún spurði þeirrar spurningar hvenær við íslendingar myndum sýna sama baráttuvilja fyrir börnin okkar eins og við sýnum nú fyrir nátttúruna.

 

Barátta fyrir verndun íslenskrar náttúru er allra góðra gjalda verð, en við gleymum stundum því sem stendur okkur nær. Þar nefndi hún göngu Ómar Ragnarssonar ásamt fjölda manna niður Laugarveginn. Hvenær eigum við von á slíku framtaki með þátttöku fjöldans gegn eiturlyfjum og þeim hörmungum sem neysla þeirra veldur fjölda fjölskyldna í landinu.

 

Á tímum eins og páskum er gott að líta í eigin barm og velta því fyrir sér  hver sé forgangsröðun okkar, og hvað það sé sem við leitum svo sterkt eftir.


Að meta sín eigin mistök

Verkefnaskil í dag í tveim áföngum í MPA náminu. Verkefnin voru ólík. Annarsvegar verkefni sem snéri að skoðun á ríkisstyrkjum og ríkisábyrgðum og hinsvegar mat á eigin mistökum í starfi.

 

Var lengi að velta því síðarnefnda fyrir mér. Held að það sé ekki endilega í mannlegu eðli að vera sífelt að viðurkenna mistök. Oft fara mál ekki eins og maður óskaði, en það er erfitt að viðurkenna að slíkt sé vegna eigin mistaka. Það þurfti því nokkuð átak til að horfa á einstakt verkefni og jafnframt viðurkenna mistök við framkvæmd þess.

 

Mitt verkefni var að skoða breytingaferli sem ég tók þátt í, út frá kenningum þriggja fræðimanna um breytingastjórnun,  Kotter og síðan Heifetz og Linsky. Varð að taka verkefni sem mér var falið og skoða ítarlega allt ferlið. Hvar urðu mér á mistök og hvað gerði ég vel. Varð mér ótrúlega lærdómsríkt. Ekki síst þegar maður veltir fyrir sér hvernig verkefnin gætu verið mun auðveldari ef þau eru unnin rétt í byrjun.

 

Þegar ég hafði lokið þessari skoðun fannst mér ég maður að meiri að geta viðurkennt mistök. Hafði líka skrifað mig frá málinu að vissu leiti.  Gat líka auðveldlega skoðað fleiri verkefni með sömu gleraugum.

 

Held að það sé öllum hollt að fara í gegnum slíka skoðun, það gerir einstaklinginn einfaldlega öflugri í að takast á við næstu verkefni. Hollt að geta metið sín eigin mistök.


Þjálfun í lýðræðislegum vinubrögðum

Fékk tækifæri til að skreppa af landi brott um helgina. Nýtti það tækifæri vel og naut þess að anda að mér vorinu sem virðist vera komið til evrópu. Leyfði mér að gleyma að blogga á meðan.

Fylgdist með úr fjarska íbúalýðræðinu í verki í Hafnarfirði. Stundum hefur það verið sagt að þegar kjörna fulltrúar skortir kjark til að taka óvinsælar ákvarðanir, þá grípi þeir til kosninga á meðal íbúanna.

Fulltrúalýðræðið , sem við búum við, felur það í sér að valdi sé beitt í þágu almennings. Það sé til lengri tíma litið í samræmi við óskir almennings. Í þessu tilfellu vissu hinsvegar kjörnir fulltrúar ekki almennilega hver var vilji almennings. Kannski ekki skrítið þegar svona mjótt er á munum.

Gott að niðurstaða sé fengin þótt hún sé alls ekki svo öllum líki.

Held að þessar kosningar séu ábending til stjórnvalda um að sveitarfélög og ríki þurfa að koma í auknum mæli að því að þjálfa almenning í lýðræðislegum vinnubrögðum. Hvaða áhrif það geti haft að almenningur komi þannig að ákvörðunatökunni sjálfri. Hvað mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé veitt af aðilum máls og almenningur nýti sér slíkar upplýsingar til þess að taka upplýsta ákvörðun.

Slík er forsenda þess að stjórnvöldum sé veitt aðhald oftar, en í kosningum á fjögurra ára fresti.


« Fyrri síða

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband