Leita í fréttum mbl.is

Að skipta um skoðun

 

Umræður um Reykjavíkurflugvöll voru í borgarstjórn í dag. Samkvæmt frétt í sjónvarpinu í kvöld voru allir borgarfulltrúar sammála um að völlurinn ætti að víkja úr Vatnsmýrinni.

 

Sjálfstæðismenn ályktuð í þessa veru á landsfundi sínum s.l. helgi:

Jafnframt hvetur landsfundur til þess að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Uppbygging heilbrigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofnana landsins er  í  Reykjavík og því er eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar  m.a. samkeppni í innanlandsflugi.   

 

Erfitt að lesa út úr þessari ályktun  að þeir vilji völlinn burt úr Vatnsmýrinni. Auðvitað hægt að segja að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram Reykjavíkurflugvöllur þótt hann rísi á Hólmsheiði eða Lönguskerjum.

 

Viðsnúningur Margrétar Sverrisdóttir í málinu vekur furðu. Frjálslyndir voru eini flokkurinn sem hafði það sem eitt af baráttumálum sínum að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Nú hefur hún skipt um skoðun í málinu. Þó situr hún enn sem varaborgarfulltrúi frjálslyndra.

 

Eftir framistöðu Margrétar í Silfrinu s.l. sunnudag finnst mér hún vera að missa flugið. Byrjað með sérkennilegum hætti á að gagnrýna landsfundi flokkanna tveggja. Líkti þeim við sjálfdýrkunarsamkomur sem ættu sér helst stað í Kóreu og Kína.

 

Þessar samkomur eru að mestu leiti til þess gerðar að móta stefnu og skapa liðsheild. Það veit Margrét eftir áralanga þátttöku í stjórnmálum. Óþarft að líkja þeim við samkomur í löndum þar sem lýðræðið hefur ekki náð fótfestu.  Veit ekki betur en að hún og formaður hennar flokks hafi verið valin af fámennum hóp manna til sinna embætta. Ólíkt því sem á sér stað við kosningu í forustusveit á landsfundum hinna flokkanna.

 

Hún var síðan elt uppi með breytta afstöðu sína vegna mögulegrar inngöngu Íslands í ESB og átti erfitt með sannfærandi hætti að svara fyrir þá  stefnubreytingu.

 

Held að Íslandshreyfinginn hafi einfaldlega ekki haft nægjanlegan tíma til að ræða stefnu sína til hlýtar áður en af stað var farið í kosningabaráttu. Kannski þeir hefðu átt að halda landsfund fyrst?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

sæl Anna

Ég var nú á borgarafundi í gærkvöldi þar sem Ólafur Hannibalsson talaði fyrir Íslandshreyfinguna. Mann greyið var í besta falli brjóstumkennanlegur, þvílikt var að heyra til hans rausa í jakkalafið á sér einhverja vitleysu, sem enginn skildi upp né niður í. Ef maður vissi ekki betur þá hefði maður haldið að hann væri á einhverju sterku. Þetta framboð á ekkert erindi við fólk á Íslandií dag og nær hvergi inn manni. Ef þau ná þá að manna lista yfirleitt.

Ingólfur H Þorleifsson, 18.4.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband