Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
28.3.2007 | 09:43
Og nú lifa þeir líka lengur!
Lengi höfum við íslenskar konur getað státað okkur af því að lifa lengur en aðrar konur í heiminum. Þá stöðu höfum við ekki lengur. En á móti hafa íslenskir karla náð ákveðnum tímamótum.
Á mbl í dag kemur eftirfarandi fram:"
Lífslíkur karla hérlendis hafa þannig batnað meira en kvenna á undanförnum áratugum. Nú er svo komið að íslenskir karlar verða karla elstir í heiminum, 79,4 ára. Hið sama verður ekki sagt um konur. Lengi vel voru lífslíkur íslenskra kvenna hærri en annars staðar í heiminum en nú lifa konur nokkra þjóða lengur en kynsystur þeirra á Íslandi."
Nú er þeir komnir fram úr okkur í þessu. Án efa eiga íslenskar konur sinn þátt í þessari þróun.
Til hamingju karlar, við megum þá eiga von á að þið verðið lengur til staðar. En gleymum ekki að við konur lifum enn lengur en þið eða að meðaltali 83,0 ár.
25.3.2007 | 22:15
Flokkur sjálfumgleðinnar
Íslandshreyfingin virðist vera að taka fylgi af Frjálslyndum, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum. Átti svo sem ekki von á að þetta framboð tæki mikið fylgi af okkur framsóknarmönnum. Flokkurinn stendur í raun fyrir lítið annað en framsóknarmenn standa fyrir. Á miðju stjórnmálanna með sýn á atvinnu og efnahagsmál. Sýn okkar og þeirra á orkumálin er þó með ólíkum hætti.
Fulltrúi Frjálslyndra virkaði ekki vel á mig í Silfrinu. Hann talaði á þeim nótum að það jaðraði við rasisma. Að fjölmenningasamfélagið gengi ekki upp. Vitnaði í skýrslu frá Hollandi um þann sannleika. Slík fjölmenningasamfélag virðist þó vera raunveruleikinn t.d. í Bandaríkjunum. Þar hefur samfélaginu verið líkt við suðupott þar sem einstaklingar af óteljandi ólíkum þjóðernum hafa safnast saman. Gerjunin sem þar ríkir virðist höfða til ótrúlega margra,.a.m.k. sækjast margir eftir að búa þar.
Fulltrúi Íslandsframboðsin virkaði hinsvegar sannfærandi á mig í Silfri Egils. Var með skýr og öfgalaus viðhorf. Var með mjög ólíkar áherslu en heyrðust í máli fulltrúa VG. Vinstri grænir eru farnir að virka á á mig sem flokkur sjálfumgleðinnar. Þeir tala eins og þeir sem hafa nú þegar sigrað kosningarnar.
Fulltrúar þeirra hafa talað um öll verkin sem þeir hafa unnið. Mér er spurn, hvaða verk eru það? Þótt flokkar geti verið öflugir í stjórnarandstöðu þá segir það ekkert um hvernig þeir standa sig við stjórnvölin.
Hvað sem verður er ljóst að dagarnir fram til kosninga verða óhemju spennandi og ómögulegt að segja hvað tekur við eftir kosningar.
23.3.2007 | 16:36
Einn málaflokkur í einu.
Landsþing Sambands sveitarfélag ályktar í dag í þá veru, að menntamálaráðherra sé hvatur til þess að taka jákvætt í hugmyndir sveitarfélaga um að taka yfir rekstur framhaldsskóla í tilraunaskini og hefja sem fyrst undirbúning þess verkefnis í samvinnu við sveitarfélögin.
Gott og blessað en er auðvitað bara gerlegt fyrir stæðstu sveitarfélögin. Enn er líka ósvarað hvernig innheimta eigi greiðslur fyrir nemendur utan viðkomandi sveitarfélaga. Nóg urðu vandræðin vegna samskipta sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna greiðslu nemenda tónlistaskólum.
Og síðan var ályktað enn og aftur um flutning þjónustu aldraðra, fatlaðra og heilsugæslu.
Það eina sem gerst hefur frá síðustu ályktun er að verkefnum sem hægt væri að flytja yfir hefur fjölgað. Nú er framhaldsskólinn kominn í röðina.
Árin 1998-1999 var unnið að flutningi málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Undirbúningur hafði staðið yfir í langan tíma og yfirflutningurinn átti að eiga sér stað í ársbyrjun 1999. Ekkert varð úr því að verkefni væri flutt yfir á þeim tíma, og málið var sett í salt.
Er ekki orðið tímabært að byrja á að færa málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga áður en menn bæta nýjum verkefnum í röðina. Eitt verkefni í einu er það eina raunhæfa eins og staða mála er í dag.
Sveitarfélögin vilja taka yfir rekstur framhaldsskólanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 12:42
Forystumenn flokkana.
Tilkoma nýja framboðsins verður án efa til þess að það verður hin besta skemmtun að horfa á forystumenn flokkana ræðu stöðu mála fyrir komandi kosningar.
Held að skilgreiningar Ómars á því að hans flokkur sé einni flokkurinn sem sé "grænn í gegn" gæti farið fyrir brjóstið á Steingrími sem hefur talið sinn flokk eiga þann titil. Ómari liggur síðan svo mikið á hjarta að hann virkar hálf skringilega á mig, þegar fleiri en hann taka þátt í umræðu.
Gæti orðið erfið þáttastjórnun með hann og síðan hina lífsreyndu stjórnmálaforingjanna. Við getum allavega látið okkur hlakka til.
22.3.2007 | 19:11
Afhverju ekki Margrét?
Stjörnurnar voru ekki margar og hafa allar sést áður. Málefnaskráin ekki tilbúin og framboðslistarnir ekki heldur. Nú tæpum átta vikum fyrir kosningar er enn margt ógert. Gætu þó höfðað til þeirra kjósenda sem óánægðir eru með núverandi stjórnmálaflokka.
Ekkert enn sem kemur á óvart í þessu framboði. Mér er þó spurn afhverju er Margrét varaformaður en ekki formaður. Var henni ekki treystandi? Eða telja menn Ómar selja betur?
22.3.2007 | 11:48
Ný æskulýðslög
" Óheimilt er að ráða til starfa hjá aðilum, sem 2. gr. tekur til og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Ákvæði þetta nær einnig til þeirra sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri á grundvelli sjálfboðaliðastarfs."
Þetta lagaákvæði hefur í för með sér miklar breytingar á starfsumhverfi þeirra sem vinna að æskulýðsmálum. Þannig mun öllum þeim sem vinna að æskulýðsmálum, og starfa með börnum og ungmennum, verða skylt að leggja fram sakavottorð við umsókn um starf.
Þetta á ekki bara við launaða starfsmenn heldur líka þá sem vinna sem sjálboðaliðar. Þannig kemur nú til skoðun á öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem vinna sjálboðastarf með börnum og ungmennum t.d. innan skátafélaga og kristilegra félaga og innan ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka. Hvernig og hver á að fylgja slíku eftirliti eftir í sjálboðastarfi er mér ekki ljóst.
Þau brot sem um ræðir, eru kynferðisafbrot og ávana og fíkniefnabrot. Held að það sér full ástæða að fylgjast vel með því að einstaklingar sem hafa gerst brotlegir við kynferðislagakafla laganna vinni með börnum og ungmennum en velti því fyrir mér hvort brot á ávana-og fíkiniefnalögum séu ekki litin öðrum augum. Þeir einstaklingar sem lenda í slíku ná oft að hætta neyslu og verða góðir og gegnir samfélagsþegnar.
Á að útiloka slíka einstaklinga, sem reyna að fóta sig í samfélaginu að nýju, frá vinnu með börnum og ungmennum. Við höfum á margan hátt nýtt slíka einstaklinga til góðs í forvarnastarfi í gegnum tíðina. Er ekki full langt gengið með slíku ákvæði?
21.3.2007 | 08:53
Skóli fyrir alla?
Engin ein leið rétt í þessu máli frekar en öðrum og greinin ágætt innlegg í umræðuna um fötluð börn í almennum grunnskólum. Öll börn eiga að eiga rétt á skólagöngu við sitt hæfi og á sínum forsendum. Barnið og líðan þess skiptir öllu máli í þessu sambandi.
Hugtakið skóli fyrir alla" hefur verið leiðarljós í íslensku skólastarfi undanfarin misseri. Í því felst að öll börn eigi þess kost að sækja nám í grunnskóla í sínu hverfi, hverjar sem aðstæður þeirra eru, og stærsta breytingin frá fyrri árum er kannski sú að fötluð börn gangi í sömu skóla og ófötluð.
Þessari hugmyndafræði hefur verið fylgt fast eftir í ýmsum sveitarfélögum, ekki síst höfuðborginni, og fáar efasemdaraddir hafa heyrst. Það er enda erfitt að vera andsnúinn þeirri hugmynd að öll börn eigi rétt á því að ganga í grunnskóla á sömu forsendum, burtséð frá aðstæðum þeirra á ýmsum sviðum. Auðvitað eiga öll börn að hafa þennan rétt en þá þarf að vera hægt að taka á móti öllum börnum á þeirra forsendum. Ýmsir kennarar hafa haft áhyggjur og efasemdir sín á milli en lítið látið til sín heyra enda sjálfsagt flestir sammála hugmyndafræðinni sem slíkri. Á fundi um skóla fyrir alla" í Reykjavík fyrir tveimur árum mátti þó heyra fjölmarga kennara láta í ljósi umtalsverðar áhyggjur af þessu stóra og erfiða verkefni sem þeir fengju hvorki undirbúning né svigrúm til að mæta.
Nýlega var haldin ráðstefna í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Stuðningur við fjölskyldur barna".
Meðal frummælenda á þessari ráðstefnu var doktor Hannes Hafsteinsson og skömmu síðar var tekið við hann ákaflega fróðlegt og áhugavert viðtal í þættinum Vítt og breitt á Rás 1. Þar lýsti doktor Hannes þrautagöngu fjölskyldu sinnar með fatlað barn. Þegar barnið hóf grunnskólanám vöknuðu fljótlega hugmyndir um að ekki væri allt með felldu og óskað var eftir rannsókn hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Biðtími þá var átján mánuðir og doktor Hannes sagðist nýlega hafa heyrt að biðtími nú væri þrjú ár. Það er auðvitað fráleitt, ef rétt er, því börn þola enga bið í svona málum. Í þessu tilviki var biðin metin óásættanleg svo leitað var til einkaaðila þar sem barnið var greint með þunglyndi. Ári seinna flutti fjölskyldan til Kaupmannahafnar þar sem kennarar voru ósammála þessari greiningu og gerðu athugasemdir. Við því var brugðist hratt og örugglega, enginn biðtími, og fljótlega lá fyrir að um þunglyndi var ekki að ræða heldur Asperger-heilkenni. Þegar barnið var tíu ára flutti fjölskyldan til Álaborgar og þar komst barnið í skóla þar sem rekin er sérstök deild fyrir börn með Asperger-heilkenni. Lýsingar doktor Hannesar, sem er afi barnsins, á þeim breytingum sem þarna urðu eru sláandi. Á þremur vikum mátti sjá greinilegar framfarir í líðan þessa barns sem nú brosti, eignaðist félaga og tók framförum í námi. Fyrstu fjögur grunnskólaárin einkenndust m.a. af vanlíðan, einelti, sjálfsvígshugsunum og mikilli lyfjagjöf. Doktor Hannes hafði margar athugasemdir við aðstæður barnsins þessi fjögur ár en stærsta athugasemdin var sú að barnið hefði verið í skóla fyrir alla".
Þetta var áhugaverð athugasemd frá nánum aðstandanda fatlaðs barns.
Hugmyndafræði skóla fyrir alla" er afar réttsýn og augljós. Auðvitað eiga öll börn að eiga jafnan rétt til grunnskólagöngu við sömu aðstæður. En þessum rétti þarf að fylgja ákveðið valfrelsi. Fötluð börn eiga líka rétt á skólagöngu við sitt hæfi og á sínum forsendum. Enn sem komið er vantar mikið á að hinn almenni grunnskóli geti mætt þörfum allra barna þrátt fyrir fullan vilja starfsfólks. Börn með Asperger-heilkenni eru aðeins lítill hópur fatlaðra barna og þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Sum þeirra þrífast prýðilega í almennum skóla með þeim stuðningi sem þar er hægt að veita. Önnur gera það ekki, eins og áður nefnt dæmi sýnir.
Skólayfirvöld í Álaborg hafa boðist til að koma til Íslands og ráðleggja um stofnun sérskóla fyrir börn með Asperger-heilkenni. Það góða boð hefur ekki verið þegið og enginn alþingismaður sá sér fært að mæta á þessa ráðstefnu í HÍ þrátt fyrir sérstakt boð þar um. Áhugasamir geta enn hlustað á þetta viðtal á vef Ríkisútvarpsins, dagskrá Rásar 1, frá 6. mars sl.
20.3.2007 | 15:23
Framför eða afturhvarf?
Úr ræðu borgarstjóra við framlagningu frumvarps um þriggja ára rekstraráætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í dag;
Sérstök áhersla verður lögð á sérkennslu fyrir mikið fatlaða nemendur og á ráðgjöf og aðstoð við nemendur sem eiga við hegðunarvandamál að etja.
Hélt að stefna borgarinnar um skóla án aðgreiningar legði ekki sérstaka áherslu á að fötluðum nemendum yrði kennt sér. Eða þýðir þetta kannski að leggja eigi meiri áherslu á aðstoð inn í bekki sem mikil þörf er á?
Nú er bara að bíða og sjá hvað þetta þýðir í raun fyrir fatlaða nemendur í almennum skólum.
Svo ber að fagna aukinni ráðgjöf og aðstoð við nemendur með hegðunarfrávik. Orð í tíma töluð.
20.3.2007 | 13:54
Að gera hluti í réttri röð
Þann 16. febrúar s.l., á árlegum samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga, var ákveðið að hefja enn á ný formlegar viðræður á milli ríkis og sveitarfélaga um mögulegan flutning á verkefnum ríkis til sveitarfélaga. Um er að ræða málefni fatlaðra og aldraðra.
Er ekki forsenda slíks flutnings á verkefnum að byrja á að sveitarfélögum verði tryggð fjárframlög til að sinna lögbundnum skyldum sínum og jafnframt að hafnar verði viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
17.3.2007 | 12:00
Að fara yfirum.
Nú er það svo, að auðvitað hljótum við framsóknarmenn að hafa áhyggjur af stöðu flokksins í skoðanakönnunum. En jafnframt hljótum við að bera þá von í brjósti að á þeim dögum sem eru til kosninga náum við að rétta úr kútnum. Að minnsta kosti hef ég ekki trú á því að flokkurinn verði undir 12-14% í kosningum. Á góðum degi 16%.
Ýmsar ástæður höfum við líka á takteinunum þegar við veltum fyrir okkur stöðu flokksins í dag. Langt ríkistjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og það að vera minni flokkurinn í slíku samstarfi er eitt. Það að hægri áherslur flokksins fengu meira vægi meðan að Halldór Ásgrímsson fór með formennsku í flokknum, er annað. Og þannig getum við lengi talið.
En á endanum stendur flokkurinn fyrir gildi sem enn eiga heima í íslensku samfélagi og við framsóknarmenn höfum trú á því sem við stöndum fyrir. Þótt illa gangi göngum við bein í baki. og langur vegur frá því að við framsóknarmenn séum að fara yfirum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja