Leita í fréttum mbl.is

Að fara yfirum.

Í morgun hlustaði ég  á þáttinn í vikulokin á rás 1. Þegar rætt var um skoðanakannanir um fylgi flokkana hafði einn viðmælandi í þættinum á orði, að framsóknarmenn væru að fara yfirum vegna slæmrar stöðu flokksins í skoðanakönnunum.

 

Nú er það svo, að auðvitað hljótum við framsóknarmenn að hafa áhyggjur af stöðu flokksins í skoðanakönnunum. En jafnframt hljótum við að bera þá von í brjósti að á þeim dögum sem eru til kosninga náum við að rétta úr kútnum.  Að minnsta kosti hef ég ekki trú á því að flokkurinn verði undir 12-14% í kosningum. Á góðum degi 16%.

 

Ýmsar ástæður höfum við líka á takteinunum þegar við veltum fyrir okkur stöðu flokksins í dag. Langt ríkistjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og það að vera minni flokkurinn í slíku samstarfi er eitt. Það að hægri áherslur flokksins fengu meira vægi meðan að Halldór Ásgrímsson fór með formennsku í flokknum, er annað. Og þannig getum við lengi talið.

 

En á endanum stendur flokkurinn fyrir gildi sem enn eiga  heima í íslensku samfélagi og við framsóknarmenn höfum  trú á því sem við stöndum fyrir. Þótt illa gangi göngum við bein í baki. og langur vegur frá því að við framsóknarmenn séum að fara yfirum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er nú dálítið seint í rassinn gripið,að fara nú rétt fyrir kosningar að skilgreina mestu afleiki flokksins.Eignaryfitaka á fiskveiðiheimildum grundvallaðar á sölu og leigu kvóta sem gerð var l991.Kvótinn gengur meira segja í  erfðir samk.dómi.Sjávarbyggðir lagðar í rúst,eignir fólks verðlausar.Irak málið,engin formleg afsökun né tilkynning ,að ríkisstjórnin sé ekki lengur aðilar að þessu stríði.Svo varð Jón  form.að kokgleypa yfirlýsingar sínar um að þjóðareignir verði settar í  Stjórnarskrá.Geir stakk honum í rassvasann,þannig hefur íhaldið allt kjörtímabilið verið með Framsóknarfl.í gjögæslu.

Vona samt heilsunnar vegna að þið fáið einhver hálmstrá til að halda í.

Kristján Pétursson, 17.3.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er algjörlega óssammála Kristjáni, auk þess sem kratar bera ekki síður ábyrgð á kvótakerfinu og aðrir flokkar. Það sem er að hrella Framsóknarflokkinn sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu er 12 ára
vera hans í hræðslubandalagi vinstriaflanna í R-listanum undir pillsfaldri Ingibjargar Sólrúnar. Sem miðjuflokkur átti Framsóknarflokkurinn þar alls ekki heima og er að súpa seyðið á því á höfuðborgarsvæðinu. Hin ástæðan var endalaust daður Halldórs Ásgrímssonar við Evrópusambandsaðild sem flæmdi fjölda
kjósenda  frá flokknun einkum af landsbygðinni. 

  Hvorugt er fyrir hendi nú og því á Framsóknarflokkurinn alla
möguleika á að endurvinna fylgið á ný, þótt það geti tekið einhvern
tíma. Árangursrík ríkisstjórnarþátttaka í 12 ár spillir þar ekki fyrir
heldur styrkir hans málstað í komandi kosningabaráttu. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.3.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband