Leita í fréttum mbl.is

Ekki langt í mark.

Samkvæmt skoðunakönnun Gallaup í dag vantar aðeins herslumuninn til þess að tryggja Jóni Sigurðssyni þingsæti. Nú verða allir að leggjast á eitt, þá sex daga sem eftir eru til kosninga. Hann einfaldlega verður að komast inn.

Hann mun án efa nota næsta kjörtímabil til þess að styrkja innviði flokksins hér í Reykjavík og efla að sama skapi flokkinn og innra starf hans allt.

Nú verðum við að leggjast öll á árarnar að tryggja Jón á þing.


Bragðlaus kosningabarátta

Ég hef verið minna með í kosningabaráttunni á þessu vori en oft áður, en ég hef tekið þátt í öllum kosningabaráttum Framsóknarflokksins í tæp tuttugu ár að einni undanskillinni. Þetta er þess vegna sérstök tilfinning. Margar ástæður liggja að baki þátttökuleysi.

 

Námið hefur tekið nokkuð mikið af mínum tíma. Síðustu verkefnaskil eru ekki fyrr en 21.maí og þangað til verður að halda vel á spöðunum. Verkefnastjórn vegna Alþjóðaleika ungmenna sem fram fara í júní tekur sinn skerf af vinnuvikunni og síðast en ekki síst hafa verkefni tengd stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins tekið töluverðann tíma. Þegar allt þetta leggst saman er ekki mikil tími aflögu til sjálboðastarfs.

 

Það er etv. þess vegna sem mér finnst ég fylgjast meira með kosningabaráttunni af hliðarlínunni, í stað þess að að vera í hringiðunni sjálfri. Það hefur þó gert mér kleyft að horfa með öðrum augum á kosningabaráttuna sem nú fer að ná hámarki.

 

Ég hef þannig verið að reyna að meta hvers konar kosningabarátta þetta sé í raun og veru. Mér finnst t.d. vanta skýra málefnaumræðu - það er eins og það sé skautað yfir öll mál með slagorðum og frösum. Mér finnst líka vanta spennu. Ég held að ég verði einfaldlega að segja að mér finnst kosningabaráttan eiginlega bæði leiðinleg og fjalla um flest annað en málefni.

 

Heyri það í kringum mig, einkum hjá þeim sem tilheyra ekki stuðningsmannaliðum flokkanna, að þetta sé óhemju leiðinleg kosningabarátta. Skoðannakönnunum rignir yfir almenning og persónulegar árásir og leðjuslagur er meira áberandi en fyrr. Slíkt getur einfaldlega ekki aukið áhuga almennings.  Jafnvel þótt úrslitin gætu orðið meira spennandi en oft áður þá kveikir það ekki.  

 

Í skoðunarkönnun sem birt var í dag þegar aðeins vika er til kosninga, eru enn tæp 40% kjósenda sem ekki gefa sig upp. Ég spái því að við munum sjá hér sögulega litla kosningaþátttöku í þessum kosningu.

 

Stjórnmálamönnunum virðast vera að takast það sem þeir vilja líklega síst, að fæla almenning frá þátttöku í kosningum.


Tyrkland og möguleg aðild að ESB

Eftir heimsókn mína s.l. haust til Tyrklands var ég sannfærð um að landið ætti ekki erindi í ESB á næstu árum. Svo margt var athugavert við stjórn landsins og ekki má gleyma þeim mannréttindabrotum sem framinn hafa verið í landinu á s.l. áratugum gagnvart Kúrdum.

Mikil umræða var um það í fjölmiðlum á meðan heimsókn minni stóð að forsætisráðherra landsins hyggðist gefa kost á sér í embætti forseta landsins. Ljóst var að þetta vakti mikla ólgu meðal íbúa landsins. Svo fór það svo á endanum að utanríkisráðherra landsins var boðin fram með stuðningi forsætisráðherrans til þess að tryggja þannig áfram völd flokksins við stjórn landsins.

Og þegar svo utanríkisráðherrann fær ekki stuðning 2/3 í fyrstu umferð forsetakosninganna þá er stjórnlagadómstóllinn fengin til að ógilda kosninguna.

Hvað ættli forsætisráðherran geri svo næst á leið sinni í átt til lýðræðis?


mbl.is Stjórnlagadómstóll Tyrklands ógildir forsetakosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr 90% í 100% af hverju?

Skyldi þessi breyting þýða það að samræmi sé komið á milli gjaldskrár tannlækna og þeirrar gjaldskrár sem tryggingastofnun miðar sínar endurgreiðslur við?

Kannski hefði fyrst átt að leysa úr þeim ágreining, áður en heimild til hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli sé hækkað úr 90% í 100%.


mbl.is Reglugerð undirrituð um aukinn þátt í tannlæknakostnaði fatlaðra og langveikra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er upp og hvað er niður?

Ný skoðunakönnun um fylgi flokkanna í Norðausturkjördæmi í dag. Þessi er gerð af Capacent fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Þar er talað um mikið fylgishrun framsóknar. Förum úr rúmum 32% í síðustu alþingiskosningum  í 18% og fáum samkvæmt þessu 2 þingmenn í stað fjögurra. Ekki nógu góð staða með Valgerði sem forystumann þótt hún hafi staðið sig ótrúlega vel á liðnum misserum.

Í könnun sem gerð var fyrir stöð 2 af félagsvísindastofnun þann 5. apríl s.l. mældist Framsóknarflokkurinn í 12,3% og var með einn þingmann í kjördæminu.

Að sjálfsögðu er þessi mæling í dag að sýna fram á mikið tap á fylgi flokksins frá síðustu alþingikosningum en á móti má segja að við séum að fara upp á við frá síðustu könnun.

Breytingar á fylgi flokkanna milli kannanna  er ótrúlega mikil á stuttum tíma og kannski ekki skrítið hversu margir eru ekki enn búnir að gera upp hug sinn rúmum tveim vikum fyrir kosningar.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í mínum bakgarði

Í fréttum stöðvar tvö í kvöld var rætt um mögulega staðsetningu nýs flugvallar á Hólmsheiði.

Skipulagsvald svæðisins er á hendi Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.

Í framhaldi var rætt við íbúa í Grafarholti, þar sem allir þeir sem rætt var við lýstu yfir andstöðu sinni við staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði.  

Jafnframt var rætt við bæjarsjóra Mosfellsbæjar sem persónulega telur að flugöllurinn eigi heima í Vatnsmýrinni.

Er líklegt að nokkurn tímann náist sátt um nýja staðsetningu Reykjavíkurflugvallar? Eða hver vill hafa hann í bakgarðinum hjá sér?


Stærri en VG í Suðurkjördæmi

Í Suðurkjördæmi er Framsóknarflokkurinn að mælast stærri en VG. Verð að viðurkenna að það gefur mér ástæðu til bjartsýni.

Fylgi Sjálfstæðismanna í kjördæminu er með ólíkindum. Sérstaklega vegna þess einstaklings sem skipar annað sætið fyrir flokkinn. Einstaklingur sem fær tækifæri og misnotar skattfé í eigin þágu ætti ekki að fá annað tækifæri til að taka sæti á þingi.  

Að mínu mati verðum við framsóknarmenn að tryggja Bjarna Harðarson á þing. Hann er ein helsta vonastjarna framsóknarmanna sem standa vinstra megin í pólitík. Hann talar fyrir málum sem án efa aðgreina okkur frá sjálfstæðisflokki.

Svo er hann líka svo fjári skemmtilegur.

Nú verður að koma stráknum inn á þing.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp á við

Gott að vakna með góðum tíðindum. Framsóknarflokkurinn kominn yfir 10% í nýrri fylgiskönnun í Fréttablaðinu í dag með 7 þingmenn. Hef haft þá tilfinningu undanfarna daga að þetta væri að koma hjá okkur framsóknarmönnum.

Nú er bara að halda áfram á þessari leið og toppa á kosningadaginn sjálfan þann 12. maí.


Fallegur fyrsti sumardagur

Eyddi fyrsta sumardeginum að mestu í hópi góðra félaga við opnun kosningaskrifstofu okkar framsóknarmanna í Ýmishúsinu.

Opnunin í dag tókst með afbrigðum vel. Hundruðir gesta komu á opnunina og þær ágætu konur í kvennfélaginu sem sáu um kaffiveitingar urðu uppiskroppa með veitingar í lok dagsins. Jafnvel þó gert hefði verið ráð fyrir allt að 1000 gestum í kaffi.

Ég var með vöskum hóp manna að grilla pylsur úti í góða veðrinu og var allan tímann margföld röð eftir pylsunum. Held að ég hafi án efa slegið mitt fyrra met í dag við að afgreiða eina með öllu.

Mest um vert var ánægjulegt að hitta alla þá góðu félaga sem þarna gáfu sér tíma til að líta við. Held að við framsóknarmenn getum litið bjartsýn til baráttu næstu þriggja vikna og treyst því að nú fari fylgið að færast upp á við.


Að skipta um skoðun

 

Umræður um Reykjavíkurflugvöll voru í borgarstjórn í dag. Samkvæmt frétt í sjónvarpinu í kvöld voru allir borgarfulltrúar sammála um að völlurinn ætti að víkja úr Vatnsmýrinni.

 

Sjálfstæðismenn ályktuð í þessa veru á landsfundi sínum s.l. helgi:

Jafnframt hvetur landsfundur til þess að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Uppbygging heilbrigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofnana landsins er  í  Reykjavík og því er eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar  m.a. samkeppni í innanlandsflugi.   

 

Erfitt að lesa út úr þessari ályktun  að þeir vilji völlinn burt úr Vatnsmýrinni. Auðvitað hægt að segja að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram Reykjavíkurflugvöllur þótt hann rísi á Hólmsheiði eða Lönguskerjum.

 

Viðsnúningur Margrétar Sverrisdóttir í málinu vekur furðu. Frjálslyndir voru eini flokkurinn sem hafði það sem eitt af baráttumálum sínum að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Nú hefur hún skipt um skoðun í málinu. Þó situr hún enn sem varaborgarfulltrúi frjálslyndra.

 

Eftir framistöðu Margrétar í Silfrinu s.l. sunnudag finnst mér hún vera að missa flugið. Byrjað með sérkennilegum hætti á að gagnrýna landsfundi flokkanna tveggja. Líkti þeim við sjálfdýrkunarsamkomur sem ættu sér helst stað í Kóreu og Kína.

 

Þessar samkomur eru að mestu leiti til þess gerðar að móta stefnu og skapa liðsheild. Það veit Margrét eftir áralanga þátttöku í stjórnmálum. Óþarft að líkja þeim við samkomur í löndum þar sem lýðræðið hefur ekki náð fótfestu.  Veit ekki betur en að hún og formaður hennar flokks hafi verið valin af fámennum hóp manna til sinna embætta. Ólíkt því sem á sér stað við kosningu í forustusveit á landsfundum hinna flokkanna.

 

Hún var síðan elt uppi með breytta afstöðu sína vegna mögulegrar inngöngu Íslands í ESB og átti erfitt með sannfærandi hætti að svara fyrir þá  stefnubreytingu.

 

Held að Íslandshreyfinginn hafi einfaldlega ekki haft nægjanlegan tíma til að ræða stefnu sína til hlýtar áður en af stað var farið í kosningabaráttu. Kannski þeir hefðu átt að halda landsfund fyrst?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband