21.1.2008 | 19:46
Allt sem fer upp fer niður
Stundum verða smæstu mál að þeim stærstu. Fatakaupin sem um var rætt, urðu til þess að lokinu var lyft og undir niðri kraumaði óánægjan.
Síðan var óvænt myndaður nýr meirihluti og allt snérist í heilan hring. Eftir 13 og hálft ár verður framsóknarflokkurinn í fyrsta sinn í minnihluta í borgarstjórn.
Að vera valdalaus í minnihluta breytir öllu fyrir stjórnmálaflokk. Ekki síður fyrir þá einstaklinga sem þar sitja.
Svo komu reikningarnir í ljós. Fatnaður fyrir rúma milljón. Löglegt en siðlaust segja sumir. Ólöglegt að gefa ekki upp hlunnindi til skatts. Skyldi það hafa verið gert?
Allt breytt frá með deginum í dag og margt eftir óútskýrt.
20.1.2008 | 20:45
Að stinga hausnum í sandinn
Hvenær verða átök persónuleg og hvenær verða þau víðtækari.
Velti því fyrir mér eftir ummæli Guðna Ágústssonar í kvöldfréttunum um gagnrýni Guðjóns Ólafs á Björn Inga þar sem Guðni kaus að líta á átökin sem átök á milli tveggja manna en ekki almennt innan flokksins.
Þegar ég valdi að stíga frá borði úr Framsóknarskútunni hafði ég séð á bak fjölda vina og félaga sem töldu sér ekki vært lengur í félagsstarfinu vegna átaka. Þar voru m.a. nokkrir stjórnarmenn úr félögunum í Reykjavík.
Strútarnir velja að stinga hausnum í sandinn þegar vandi steðjar að. Það er ekki vænlegt til árangur fyrir forystumenn í stjórnmálaflokki að taka upp slík vinnubrögð.
Guðni veit vel um hvað málið snýst.
18.1.2008 | 20:58
Að vera klæddur á kostnað flokksins
Í mörg herrans ár styrkti ég Framsóknarflokkinn mánaðarlega með framlagi mínu. Þessi framlög áttu að styrkja flokkinn í því að koma á framfæri stefnumálum sínum, ekki síst í kosningum.
Aldrei datt mér það í hug, að eitthvað að þeim peningum sem safnað var með þessum hætti meðal flokksmanna og velunnara flokksins færu í neitt annað en koma stefnumálum flokksins á framfæri.
Ef þetta er rétt hjá Guðjóni Ólafi að framlög þessi ásamt öðrum framlögum hafi m.a. farið í það að kaupa föt á einstaka frambjóðendur, er flokkurinn komin enn lengra frá uppruna sínum en ég hélt.
Aldrei hef ég áður heyrt af slíku og hvað þá síður að slíkt hafi verið gert í þeim fjölmörgu kosningum sem ég tók þátt í.
Frambjóðendur sækjast sjálfir eftir því að skipa sæti á listum flokka. Leggja jafnvel út í kostnaðarsöm prófkjör til þess að ná kjöri.
Ætli það sé til of mikils ætlað að frambjóðendur borgi fötin utan á sig sjálfir? Eða er þetta nýi takturinn í flokknum?
Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2008 | 12:49
Pólitískar ráðningar, hverjir græða?
Hætti mér ekki út fyrr en á þriðjudagsmorgun þegar skólinn hófst á ný. Frekar erfitt að snúa öllu við eftir ferðalagið. Hressandi var þó að fá snjófjúkið í andlitið þegar alvara lífsins tók aftur við.
Reyndi að koma mér inn í helstu mál samfélagsins með því að lesa blöð síðustu vikna. Þar sýnist mér pólitískar ráðningar vera vinsælasta málið.
Þannig virðast pólitískar ráðningar alltaf halda sínum vinsældum. A.m.k. meðal þeirra flokka sem sitja á valdastólum á hverjum tíma. Þeir flokkar sem hinsvegar eru í minnihluta eiga erfitt með að lýsa undrun sinni og vanþóknun á slíkum ráðningum. Pólitískar ráðningar virðast því miður enn vera hluti af veruleika stjórnmálanna hér á landi.
Enginn stjórnmálaflokkur sem hefur verið við stjórnvölin er þar undanskilinn.
Nú virðist það vera þannig að enginn fer vel út úr slíkum ráðningum. Ekki þeir ráðherrar sem með ráðningavaldið fara. Þeir sitja eftir með spillingarstimpil á embættisgerðum sínum. Stjórnmálaflokkarnir bera á endanum ábyrgð á sínum mönnum og fá því þennan sama spillingarstimpil.
Ekki heldur þeir einstaklingar sem embættin hljóta. Þeir sitja undir því að hafa fengið starfið á pólitískum forsendum en ekki fyrir eigin hæfi og oftar en ekki bera einstaklingarnir þann stimpil út starfsævina.
Í kjölfarið fylgja oftar en ekki kærur og pólitískt moldvirði. Hverjir eru það sem þá græða á slíkum ráðningum? Að minnta kosti ekki stofnanirnar sem ráðið er til. Líkast til á endanum er enginn sem græðir á slíku.
Það myndi án efa gera öllum einfaldara fyrir að skipa ráðninganefndir sem falið væri að velja hæfasta umsækjandann og jafnframt að farið yrði eftir slíkum tillögum. Þar kæmu að einstaklingar sem hefðu til þess faglega þekkingu og ráðherra myndi fara alfarið eftir slíku mati.
Ef pólitísk samstaða myndi nást um slíka tilhögun á opinberum ráðningum myndu stjórnmálin fá á sig annan blæ. Umræðan um pólitískar ráðningar myndi að m.k. hljóðna og friður yrði meiri um störfin sem ráðið yrði í.
Er ekki komin tími til að stjórnmálamenn taki höndum saman um slík vinnubrögð innan stjórnsýslunnar?
14.1.2008 | 16:01
Heimkoma
Síðustu dagarnir í Malasíu voru ævintýri líkastir. Við reyndum að sjá sem mest á þessum stutta tíma sem við höfðum til umráða, en vorum sammála um að við myndum koma þangað aftur. Allt of mikið sem við áttum óséð þegar haldið var heim.
Fyrri dagurinn í Kuala Lumpur var nýttur til fullnustu. Fórum og skoðuðum hindúahof sem er í hellum rétt við borgina.Ganga þarf upp 272 tröppur upp í dropasteinahella þar sem musterið er. Milljónir hindúar alls staðar að úr heiminum koma á trúarhátíð þarna í janúarmánuði ár hvert. Þótt hátíðin sjálf sé ekki fyrr en í lok janúar var fjöldi fólks komið saman til að biðjast fyrir þegar við vorum þarna og áhugavert að fylgjast með öllum þeim skrítnu venjum sem viðhafðir voru við bænahaldið.
Síðan var farið á fílabúgarð sem staðsettur er í skógarþykkni nokkuð frá borginni. Malasíbúar leggja mikla áherslu á útflutning pálmaolíu og hafa lagt á síðustu árum í mikla uppbyggingu plantekra með slík pálmatré. Sú uppbygging hefur minnkað skóglendi í landinu og þrengt hefur að villtum fílum í samhliða. Því hefur verið brugðið á það ráð að færa hjarðir fíla á þá staði þar sem þjóðgarðar eru í landinu. Sá búgarður sem við heimsóttum er ein fjölmargra sem hýsa fíla sem ekki geta lengur verið í sínum upprunalegu heimkynnum. Við fengum að fylgjast með fílunum borða og baða sig. Mikil upplifun að fá tækifæri að fylgjast með þessum stóru dýrum í frjálsu umhverfi.
Við heimsóttum vísindasafn í Kuala Lumpur á laugardag, sama dag og haldið var heim á leið. Safnið var mjög stórt og fjölbreytt en það sem vakti athygli okkar var að safnið var kostað af olíufélagi landsins og aðal áherslan var að sýna fram á hversu mikilvæg olían væri öllum. Áróðurinn var mikill í safninu sem var sett upp sem fræðsla fyrir börn og ungmenni. Olíuborpallar og gas og olíuframleiðsla fengu mesta hluta safnsins og jákvæð ímynd tengd því jafnhliða. Einkaframtakið í sýnu hreinasta formi.
Seinnipart laugardags var flogið frá Kuala Lumpur til Singapore, síðan áfram í 12,5 tíma til Amsterdam og þaðan beint til Keflavíkur.
Ferðin tók 36 tíma og allir fegnir því að komast heim eftir langt ferðalag.
Nú byrjar síðasta önnin í náminu á morgun og skrif á MPA ritgerðinni.
Nýtt ár fullt af nýjum tækifærum er það sem ég sé fram á og hlakka til að takast á við ný verkefni sem bíða mín.
9.1.2008 | 14:34
Malasía með þrumuveðri
Malasía tók á móti okkur ferðafélögunum með þrumuveðri á þriðjudag. Hressilegt og vakti aðdáun okkar allra. Lögðum af stað frá Nýja Sjálandi á hádegi á þriðjudag og þá tók við 10 tíma flug til Singapore.
Þá höfðum við átt góða tvo daga í Christchursch þar sem við fórum á söfn og í Sirkus. Áttum síðan góða kvöldstund með fjölskyldunni á Nýja Sjálandi á mánudagskvöldið á góðum veitingastað. Kvöddumst síðan á flugvellinum óviss um það hvenær við sæjumst næst. Þegar fjarlægðirnar eru svo miklar sem raun ber vitni er slíkt aldrei fyrirséð.
Á flugvellinum í Singapore beið okkar bílstjóri og við tók fjögurra tíma akstur til Melaka sem liggur á vesturströnd Malasíu. Þar sem tímamunur á milli Nýja Sjálands og Malasíu eru sex tímar voru menn orðnir þreyttir þegar komið var á áfangastað.
Í dag var síðan farið í skemmtilega skoðunarferð um borgina sem hefur merkilega sögu að geyma um verslun og viðskipti á milli Evrópu og Asíu s.l. árhundruð. Nú búa um hundarð þúsund íbúar í borginni og mikil uppbygging virðist vera hér, ekki síst vegna fjölda ferðamanna sem sækja borgina heim. 80% íbúa Malasíu eru múslímar og því er margt nýtt og framandi að sjá og heyra. Eftir ógleymanlegt nudd var síðan setið við sundlaugina með yngstu ferðafélögunum og hlustað á þrumur í fjarska. Hitinn um 30 gráður og dagurinn kominn að kveldi. Minning sem ekkert okkar gleymir í bráð.
Á morgun verður síðan haldið til höfuðborgarinnar Kuala Lumpur og dvalið þar í tvær nætur.
Síðan verður haldið heim á leið.
5.1.2008 | 06:27
Á vesturströndinni
Áttum ágætis áramót í Nelson. Fórum á krá sem bauð upp á kvöldverð og síðan var skálað á mótelinu á miðnætti. Við sáum þrjá flugelda fara á loft og heyrðum óm af skemmtun ungmennanna á ströndinni. Vorum komin í háttinn um eittleitið, nokkuð fyrr en vanalega. Ólík áramót en við eigum að venjast.
Fylgdumst reyndar með undirbúningi unga fólksins í nágrenninu í aðdraganda hátíðarinnar og fannst þeir ekki að miklu leiti skera sig frá íslenskum ungmennum. Það eina sem var öðruvísi að þeir sátu utandyra með sinn bjór og skemmtu sér. Um nóttina var auðheyrt að mikið var um gleði og glaum og stóð hann langt fram á morgunn. Okkar unga fólk er á engan hátt að öðruvísi en þeir í Nýja sjálandi þegar kemur að skemmtanahaldi.
Á nýjársdag var verið á ströndinni og síðan var haldið til Takaka sem er vinsæll sumardvalarstaður þann 2.janúar. Þar hittum við hluta fjölskyldunnar sem hafði dvalið þar yfir nýjárið.
Við dvöldum þar í tvo daga í góður yfirlæti. Veiddum bæði lax og fórum á sjóstöng. Sáum ótal fallega staði og nutum samvista við hvort annað. Veðrið var alla daga á milli 25 og 30 stiga hiti og glampandi sól og hitinn oft yfirþyrmandi.
Síðan héldum við sjö ferðafélagarnir í ferð um vesturströndina. Gistum fyrstu nóttina í Westport. Heimsóttum Charlston sem var eitt sinn 40 þúsund manna gullgrafarabær en þar búa nú innan við 50 manns. Heimsóttum líka gamla gullnámu í nágrenninu.
Fórum og skoðuðum ótrúlega fallegan stað, Punakaiki, sem myndist þýðast sem pönnuköku klettarnir. Ólýsanlega fallegur staður þar sem regnskógurinn liggur allstaðar að. Náttúran er þarna í öllu sýnu veldi og sjórinn sýnir það óþyrmilega hvers hann er megnugur. Maður verður smár og vanmáttugur á þessum ógleymanlega stað.
Í nótt verður síðan gist í Greymouth sem er stærsti bær vesturstrandarinnar. Gamall kolavinnslubær sem eflaust hefur átt betri daga. Hér búa um 14 þúsund manns.
Á morgun verður síðan farið yfir Arthur pass sem er fjallgarður sem gengur yfir miðjuna og er jafnframt þjóðgarður. Þaðan liggur síðan leið okkar á til Christchurch. Þar dveljum við í tvær nætur áður en haldið verður til Malasíu n.k. þriðjudag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2007 | 05:00
Áramótakveðja frá Nelson
Gamlársdagur runninn upp og hér á Nýja sjálandi aðeins sex tímar eftir af árinu. Erum stödd í Nelson sem er vinsæll sumardvalarstaður hér á suðureyjunni.
Á leið okkar frá Pikton fórum við eftir ótrúlega fallegum fjallvegum í gegnum fjallendi þar sem Rei-skógurinn teygir sig frá fjöru til fjallstoppa. Mikið að fallegum víkum þar sem við stoppuðum til þess að njóta útsýnis og góðra veitinga. Fjallasýnin var ótrúleg og engu öðru lík. Landið er ótrúlega fallegt og margbreytileiki þess ótrúlegur.
Hér í Nelson búa um 45 þúsund manns og bærinn þekktur fyrir það að vera höfuðstaður lista og menningar á eyjunni. Meðal annars er gullsmiður sá sem gerði hringinn fræga úr Hringadróttinssögu með verslun hér í miðbænum og hringurinn þar til sýnis.
Einnig er ótrúlegur fjöldi safna og annarra skemmtilegra staða til að skoða. Bæði í bænum sjálfum og í næsta nágrenni.
Góðir golfvellir er hér líka sem hluti hópsins hefur nýtt sér og hefur að eigin sögn náð ótrúlegri leikni í golfinu. Mikið um fugla á vellinum en þó aðeins í óeiginlegri merkingu golfsins.
Í kvöld höfum við pantað okkur borð á góðum veitingastað. Ekki vitað af neinum ætluðum flugeldasýningum eða bálköstum. Vitum að þessi áramót verða með öðrum hætti en þau fyrri en slíkt fylgir er hátíðarhaldið er fjarri heimslóðum.
Í fyrramálið munum við síðan horfa á áramótaskaupið í gegnum tölvuna og hver veit nema við hlutum líka á ávarp forsætisráðherra.
Gleðilegt ár
26.12.2007 | 04:21
Á boxing day
Í dag er annar í jólum eða boxing day eins og hann heitir hér á slóðum.
Lögðum snemma af stað frá Christchurts og erum komin á stað við ströndina sem heitir Kaikoura. Vorum sérstaklega spurð úti það hvort við vildum ekki fá hvalaskoðun þegar við pöntuðum gistingu. Höfðum ekki sérstakan áhuga. Okkar hvalaskoðun hefur oftast verið á dauðum hvölum við verkun þeirra í hvalfirðinum á árum áður.
Viðkvæmt að ræða hér um hvalveiði og flesti sem við höfum rætt við telja það okkur Íslendingum ekki til tekna að hafa veitt hvali. Það eitt að hafa borða hvalkjöt er afar slæmt. Hér vilja menn gjarnan að allt verði með sama hætti og var fyrir 100 -200 árum í tengslum við nýtingu sjávarafangs. Menn eigi ekki að veiða nema sér til matar. Að mínu mati frekar útopísk hugmyndafræði sem mun ekki nást. Maður fer því varlega í allar slík umræðu hér þar sem félagar í Green peace eru fjölmargir og málefnið heitt.
Fórum í ferðalag í þrjá daga fyrir jólahátíðina til Hamner sem er 600 manna bær sem liggur inni í landi. Þar eru heitir hverir sem hafa verið nýtir til heilsubaða í yfir 100 ár. Fyrir nokkrum árum keyptu japanskir fjárfestir þessar heilsulindir og nú eru reknar þarna laugar með 12 ólíkum böðum. Gufuböð og einkapottar og rennibrautir eru líka í boði en fyrir það er greitt sérstaklega. Allt er þetta undir beru lofti og ekki ólíkt því að koma í íslenskrar laugar. Hitastigið í laugunum er frá 18-42 gráðum. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir þennan stað ár hvert allan ársins hring.
Leigðum okkur hús og vorum þarna í tvær nætur í góðu yfirlæti. Náðum meira að segja að fara á jólatónleika í lauginni á þann 21.desember sem náðu nokkru hámarki fyrir okkur í jólastemmingunni.
Þorláksmessa með pizzu veislu og smá smakki af skötu var öðruvísi. Jóladagurinn fór í verslunarferð og síðan hófst jólamáltíðin kl. 6.00 eins og hefðbundið er. Hitinn var hinsvegar mikill og næstum ólíft var innandyra. Möndlugrauturinn ekki að okkar skapi, allt með öðrum blæ. Hænurnar á heimilinu fengu mest af grautnum. Farið snemma í háttinn eftir langan dag.
Jóladagur er líka með öðrum hætti. Byrjað með fersku ávaxtasalati og kampavíni kl. 9.00 um morguninn og síðan var boðið upp á 12 mismunandi rétti fram eftir degi. Máltíðinni lauk síðan um 20.00 og mitt fólk var farið í rúmið um 21.00 Mikið fjör söngur og gleði. Þó er víst að þetta eru óvenjulegustu jól sem ég hef haldið og þau sem hafa minnsta stemminguna haft. Stemmningin var einfaldlega eftir einhverstaðar á milli Amsterdam og Singapore. Finn hana örugglega næstu jól.
Nú eru við lögð af stað í ferðalag upp að nyrsta hluta suðureyjunnar. Óvíst hvar við endum. Verðum hér í Kaikoura eina nótt síðan í Blenham og síðan bera ævintýrin okkur lengra.
Meira síðar.
24.12.2007 | 02:02
Stutt aðfangadagsblogg
Aðfangadagur runinn upp. Erum hálfum sólarhring á undan ykkur hinum og aðfangadagskvöld væntanlegt eftir þrjá tíma.
Því miður hefur jólastemminingin ekki fundist þrátt fyrir mikla leit. Verðum víst að sætta okkur við öðruvísi jól að þessu sinni, Hér er glampandi sól og hiti um 25 gráður.
Hef ekki haft mikin tíma til að setja inn færslur, ferðalög á landsbyggðina og veisluhöld hafa tekið allan tímann. Set meiri fréttir héðan á næstu dögum.
Bestur óskir til allra um gleðilega jólahátíð
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja