Leita í fréttum mbl.is

Allt sem fer upp fer niður

Stundum verða smæstu mál að þeim stærstu. Fatakaupin sem um var rætt, urðu til þess að lokinu var lyft og undir niðri kraumaði óánægjan.

Síðan var óvænt myndaður nýr meirihluti og allt snérist í heilan hring. Eftir 13 og hálft ár verður framsóknarflokkurinn í fyrsta sinn í minnihluta í borgarstjórn.

Að vera valdalaus í minnihluta breytir öllu fyrir stjórnmálaflokk. Ekki síður fyrir þá einstaklinga sem þar sitja.

Svo komu reikningarnir í ljós. Fatnaður fyrir rúma milljón. Löglegt en siðlaust segja sumir. Ólöglegt að gefa ekki upp hlunnindi til skatts. Skyldi það hafa verið gert?

Allt breytt frá með deginum í dag og margt eftir óútskýrt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litlu málin segja oft til um afstöðu til stærri málanna.  T.d. sameiginlega sjóði.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAnnig er nú víst, að ,,vinnufatnaður" er ekki framtalsskyldur, nema ef upphæð styrksins er verulegur.  Hvenær hann er verulegur, er svo hvers og eins að gera upp við sína samvisku.

Þó ég sé nú afar fjarri því, að vera Framsóknarmaður, hef ég haft af því nokkrar áhyggjur, að mjög er tíðkuð breiðu spjótin innan þess litla flokks.

Ég tók eftir öllum látunum við að koma Birni Inga inn á sem flest mannamót hjá Framsókn og um leið, hve mjög lá á, að koma bræðrunum Magnúsarburum, inn í störf, sem hefðu með orkumál að gera, bæði hjá Glitni og Landsvirkjun.  Svo birtist auðvitað vangasvipurinn á Finni Ingólfs og þá runnu kubbarnir saman í Bingói hjá OR.

Svo er mér óskiljanlegt, hve forystumenn, í svona tiltölulega litlum flokki, geta legið á liði sínu, svona rétt fyrir Alþingiskosningar.  Man ekki sérstaklega eftir miklu vinnuframlagi hjá Binga við úthringingar á kosningaskrifstofunum.  Að sögn kunningja minna, framsóknarmanna, var hann þar lítið við en lét þó sjá sig, svona f og til.  Plottarar, töldu og telja enn, að það hafi verið viljandi gert hjá honum, til að ,,tryggja" ferð Jóns Sigurðssonar út úr pólitíkkinni en umhverfis hann var ekki þol fyrir óheiðarleika og lymskuplott, enda orðlagður fyrir heiðarleik og sannsögli.

Ég vil því óska þér til sérlegrar hamingju, að hafa orðið fyrir spjótum og lagvopnum þessara manna

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.1.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Takk fyrir þetta innlegg Bjarni.

Ég veit þó að ég átti góða tíma í Framsókn þar til önnur vinnubrögð voru tekin upp.

Komst þó ósködduð frá öllu saman og lifi góðu lífi án þess.

Anna Kristinsdóttir, 22.1.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Bara til upplýsingar vegna skattamála.

Skattabæklingur KPMG 2008

FATNAÐUR
Meginreglan er sú að  fatnað, sem starfsmanni er látinn í té, skal telja til tekna á kostnaðarverði. 

Ekki telst til tekna;

·         Einkennisfatnaður sem starfsmönnum er ætlað að nota við störf sín,

·         annar fatnaður sem  er auðkenndur eða merktur launagreiðanda og er
einkum nýttur vegna starfa í þágu hans og

·         nauðsynlegur öryggis- og hlífðarfatnaður til nota við störf
launþegans.

 
Ætli fötin hafa verið merkt flokknum?

Anna Kristinsdóttir, 22.1.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband