Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar ráðningar, hverjir græða?

Hætti mér ekki út fyrr en á þriðjudagsmorgun þegar skólinn hófst á ný. Frekar erfitt að snúa öllu við eftir ferðalagið. Hressandi var þó að fá snjófjúkið í andlitið þegar alvara lífsins tók aftur við.

Reyndi að koma mér inn í helstu mál samfélagsins með því að lesa blöð síðustu vikna. Þar sýnist mér pólitískar ráðningar vera vinsælasta málið.

Þannig virðast pólitískar ráðningar alltaf halda sínum vinsældum. A.m.k. meðal þeirra flokka sem sitja á valdastólum á hverjum tíma. Þeir flokkar sem hinsvegar eru í minnihluta eiga erfitt með að lýsa undrun sinni og vanþóknun á slíkum ráðningum. Pólitískar ráðningar virðast því miður enn vera hluti af veruleika stjórnmálanna hér á landi.

Enginn stjórnmálaflokkur sem hefur verið við stjórnvölin er þar undanskilinn.

Nú virðist það vera þannig að enginn fer vel út úr slíkum ráðningum. Ekki þeir ráðherrar sem með ráðningavaldið fara. Þeir sitja eftir með spillingarstimpil á embættisgerðum sínum. Stjórnmálaflokkarnir bera á endanum ábyrgð á sínum mönnum og fá því þennan sama spillingarstimpil.

Ekki heldur þeir einstaklingar sem embættin hljóta. Þeir sitja undir því að hafa fengið starfið á pólitískum forsendum en ekki fyrir eigin hæfi og oftar en ekki bera einstaklingarnir þann stimpil út starfsævina.

Í kjölfarið fylgja oftar en ekki kærur og pólitískt moldvirði. Hverjir eru það sem þá græða á slíkum ráðningum? Að minnta kosti ekki stofnanirnar sem ráðið er til. Líkast til á endanum er enginn sem græðir á slíku.

Það myndi án efa gera öllum einfaldara fyrir að skipa ráðninganefndir sem falið væri að velja hæfasta umsækjandann og jafnframt að farið yrði eftir slíkum tillögum. Þar kæmu að einstaklingar sem hefðu til þess faglega þekkingu og ráðherra myndi fara alfarið eftir slíku mati.  

Ef pólitísk samstaða myndi nást um slíka tilhögun á opinberum ráðningum myndu stjórnmálin fá á sig annan blæ. Umræðan um pólitískar ráðningar myndi að m.k. hljóðna og friður yrði meiri um störfin sem ráðið yrði í.

Er ekki komin tími til að stjórnmálamenn taki höndum saman um slík vinnubrögð innan stjórnsýslunnar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband