Leita í fréttum mbl.is

Heimkoma

Síðustu dagarnir í Malasíu voru ævintýri líkastir. Við reyndum að sjá sem mest á þessum stutta tíma sem við höfðum til umráða, en vorum sammála um að við myndum koma þangað aftur. Allt of mikið sem við áttum óséð þegar haldið var heim.

Fyrri dagurinn í Kuala Lumpur var nýttur til fullnustu. Fórum og skoðuðum hindúahof sem er í hellum rétt við borgina.Ganga þarf upp 272 tröppur upp í dropasteinahella þar sem musterið er. Milljónir hindúar alls staðar að úr heiminum koma á trúarhátíð þarna í janúarmánuði ár hvert. Þótt hátíðin sjálf sé ekki fyrr en í lok janúar var fjöldi fólks komið saman til að biðjast fyrir þegar við vorum þarna og áhugavert að fylgjast með öllum þeim skrítnu venjum sem viðhafðir voru við bænahaldið.

Síðan var farið á fílabúgarð sem staðsettur er í skógarþykkni nokkuð frá borginni.  Malasíbúar leggja mikla áherslu á útflutning pálmaolíu og hafa lagt á síðustu árum í mikla uppbyggingu plantekra með slík pálmatré. Sú uppbygging hefur minnkað skóglendi í landinu og þrengt hefur að villtum fílum í samhliða. Því hefur verið brugðið á það ráð að færa hjarðir fíla á þá staði þar sem þjóðgarðar eru í landinu. Sá búgarður sem við heimsóttum er ein fjölmargra sem hýsa fíla sem ekki geta lengur verið í sínum upprunalegu heimkynnum. Við fengum að fylgjast með fílunum borða og baða sig. Mikil upplifun að fá tækifæri að fylgjast með þessum stóru dýrum í frjálsu umhverfi.

Við heimsóttum vísindasafn í Kuala Lumpur á laugardag, sama dag og haldið var heim á leið. Safnið var mjög stórt og fjölbreytt en það sem vakti athygli okkar var að safnið var kostað af olíufélagi landsins og aðal áherslan var að sýna fram á hversu mikilvæg olían væri öllum. Áróðurinn var mikill í safninu sem var sett upp sem fræðsla fyrir börn og ungmenni. Olíuborpallar og gas og olíuframleiðsla fengu mesta hluta safnsins og jákvæð ímynd tengd því jafnhliða. Einkaframtakið í sýnu hreinasta formi.

Seinnipart laugardags var flogið frá Kuala Lumpur til Singapore, síðan áfram í 12,5 tíma til Amsterdam og þaðan beint til Keflavíkur.

Ferðin tók 36 tíma og allir fegnir því að komast heim eftir langt ferðalag.

Nú byrjar síðasta önnin í náminu á morgun og skrif á MPA ritgerðinni.

Nýtt ár fullt af nýjum tækifærum er það sem ég sé fram á og hlakka til að takast á við ný verkefni sem bíða mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband