Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Spennandi vinna vegna "skóla án aðgreiningar".

 Spennandi frétt á vef Menntasviðs Reykjavíkurborgar í dag. Verður áhugavert að fylgjast með þessari vinnu. Án efa má margt fara betur í innra starfi skólanna vegna "skóla án aðgreiningar" og þetta hlýtur að boða bjartari daga.

Vönduð námstilboð fyrir þroskahamlaða grunnskólanema

Menntaráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum 7. maí að setja af stað markvissa vinnu til að tryggja þroskahömluðum grunnskólanemendum vandað námstilboð í almennum bekk, í sérhæfðri sérdeild og í sérskóla. Til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd verður settur á laggirnar stýrihópur og þrír starfshópar sem fjalla munu um þrjár ólíkar námsleiðir fyrir þroskahamlaða nemendur, í almennum grunnskóla, í sérdeild og í sérskóla.

Í greinargerð með tillögu meirihlutans sem nær til um 120 nemenda í sérskólum og um 100 nemenda í almennum grunnskólum, segir m.a:: Hugmyndin með þessari vinnu er ekki að búa til sérúrræði fyrir fleiri börn heldur tryggja meiri fjölbreytni og vandaðri þjónustu. Það er almennur vilji foreldra og stjórnvalda að öll börn eigi rétt á skólavist með öðrum jafnöldrum sínum og að almenni grunnskólinn skuli endurspegla þá fjölbreytni sem ríkir í samfélaginu almennt. Til að svo megi verða þarf að bæta eitt og annað í aðstæðum og innra starfi grunnskólans svo foreldrar hafi raunverulegt val.


Utan eða innan?

Sammála þessu. Framsóknarflokkurinn á ekki að fara í ríkisstjórn með fimm þingmenn. Illmögulegt yrði þá að manna nefndir innan þings. Nema að fara þá leið að skipa ráðherra utan þings.Held svei mér þá, að það sé þá betra að vera utan ríkisstjórnar og beita kröftum okkar í stjórnarandstöðu.

Veit þó að þetta verður aldrei niðurstaða kosninga. Flokkurinn á mun meira fylgi inni.

 


mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakannir út frá hreyfimynstri baktería.

Ótrúlega spennandi fyrirlestur. Kannski að við gætum fengið að vita þarna 
hvernig þetta allt saman fer á laugardaginn.
 
 
Helgi Tómasson dósent heldur fyrirlestur um kosningaspár í málstofu viðskipta- og
hagfræðideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 8. maí kl. 16.15-17.00. Málstofan er
haldin í Odda stofu 101 og er opin öllum.

Helgi hefur lesið úr skoðanakönnunum Fréttablaðsins á undanförnum vikum og beitt
aðferðum sem notaðar hafa verið til að lýsa hreyfimynstri baktería og óspáanleika á
fjármálamörkuðum til þess meðal annars að skoða hvaða áhrif það hefur á fylgi
einstakra flokka ef óákveðnum fækkar t.d. úr 40% í 20% og hvernig fylgismenn
einstakra stjórnmálaflokkanna færast til á milli spákannana. Niðurstöður Helga eru
mjög áhugaverðar og gefa góða innsýn möguleg úrslit kosninganna þann 12. maí. 

Fræðilegt ágrip:
Á síðustu árum hafa fræðin um samfelld slembiferli markað sér sess sem hornsteinn
nútíma fjármálafræði. Brownhreyfingin er grundvallarhugtak sem lýsir hreyfingu
minnislausrar eindar. Brown (1827) notaði þetta hugtak til að lýsa hreyfimynstri
baktería, Bachelier (1900) notaði þetta til að lýsa óspáanleika á fjármálamörkuðum
og Einstein (1905) notað það til að lýsa hreyfingu mólekúla og atóma. Í þessum
fyrirlestri er lesið úr skoðanakönnunum Fréttablaðsins með sams konar gleraugum.
Ráfi fólks milli stjórnmálaflokka er lýst með margvíðri Brown-hreyfingu og gögn úr
skoðanakönnunum túlkuð sem ,,noisy” mælingar á margvíðri Brown-hreyfingu. Stikar
Brown-hreyfingarinnar eru metnir með aðferð mesta sennileika (maximum-likelihood).
Niðurstöður má t.d. nota til að giska á hvaða áhrif það hefði að óákveðnum fækkaði
úr 40% í 20%. 
Heimildir:
Bachelier, L. 1900. Theorie de la speculation. Annales de l’Ecole Normale Superiore,
pages 21–86.
Brown, R. 1827. A brief account of microscopical observations. óútgefið, London.
Einstein, A. 1905. On the movement of small particles suspended in a stationary
liquid by the molecular-kinetic theory of heat. Annalen der Physik, pages 549–560.

Ekki langt í mark.

Samkvæmt skoðunakönnun Gallaup í dag vantar aðeins herslumuninn til þess að tryggja Jóni Sigurðssyni þingsæti. Nú verða allir að leggjast á eitt, þá sex daga sem eftir eru til kosninga. Hann einfaldlega verður að komast inn.

Hann mun án efa nota næsta kjörtímabil til þess að styrkja innviði flokksins hér í Reykjavík og efla að sama skapi flokkinn og innra starf hans allt.

Nú verðum við að leggjast öll á árarnar að tryggja Jón á þing.


Bragðlaus kosningabarátta

Ég hef verið minna með í kosningabaráttunni á þessu vori en oft áður, en ég hef tekið þátt í öllum kosningabaráttum Framsóknarflokksins í tæp tuttugu ár að einni undanskillinni. Þetta er þess vegna sérstök tilfinning. Margar ástæður liggja að baki þátttökuleysi.

 

Námið hefur tekið nokkuð mikið af mínum tíma. Síðustu verkefnaskil eru ekki fyrr en 21.maí og þangað til verður að halda vel á spöðunum. Verkefnastjórn vegna Alþjóðaleika ungmenna sem fram fara í júní tekur sinn skerf af vinnuvikunni og síðast en ekki síst hafa verkefni tengd stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins tekið töluverðann tíma. Þegar allt þetta leggst saman er ekki mikil tími aflögu til sjálboðastarfs.

 

Það er etv. þess vegna sem mér finnst ég fylgjast meira með kosningabaráttunni af hliðarlínunni, í stað þess að að vera í hringiðunni sjálfri. Það hefur þó gert mér kleyft að horfa með öðrum augum á kosningabaráttuna sem nú fer að ná hámarki.

 

Ég hef þannig verið að reyna að meta hvers konar kosningabarátta þetta sé í raun og veru. Mér finnst t.d. vanta skýra málefnaumræðu - það er eins og það sé skautað yfir öll mál með slagorðum og frösum. Mér finnst líka vanta spennu. Ég held að ég verði einfaldlega að segja að mér finnst kosningabaráttan eiginlega bæði leiðinleg og fjalla um flest annað en málefni.

 

Heyri það í kringum mig, einkum hjá þeim sem tilheyra ekki stuðningsmannaliðum flokkanna, að þetta sé óhemju leiðinleg kosningabarátta. Skoðannakönnunum rignir yfir almenning og persónulegar árásir og leðjuslagur er meira áberandi en fyrr. Slíkt getur einfaldlega ekki aukið áhuga almennings.  Jafnvel þótt úrslitin gætu orðið meira spennandi en oft áður þá kveikir það ekki.  

 

Í skoðunarkönnun sem birt var í dag þegar aðeins vika er til kosninga, eru enn tæp 40% kjósenda sem ekki gefa sig upp. Ég spái því að við munum sjá hér sögulega litla kosningaþátttöku í þessum kosningu.

 

Stjórnmálamönnunum virðast vera að takast það sem þeir vilja líklega síst, að fæla almenning frá þátttöku í kosningum.


Tyrkland og möguleg aðild að ESB

Eftir heimsókn mína s.l. haust til Tyrklands var ég sannfærð um að landið ætti ekki erindi í ESB á næstu árum. Svo margt var athugavert við stjórn landsins og ekki má gleyma þeim mannréttindabrotum sem framinn hafa verið í landinu á s.l. áratugum gagnvart Kúrdum.

Mikil umræða var um það í fjölmiðlum á meðan heimsókn minni stóð að forsætisráðherra landsins hyggðist gefa kost á sér í embætti forseta landsins. Ljóst var að þetta vakti mikla ólgu meðal íbúa landsins. Svo fór það svo á endanum að utanríkisráðherra landsins var boðin fram með stuðningi forsætisráðherrans til þess að tryggja þannig áfram völd flokksins við stjórn landsins.

Og þegar svo utanríkisráðherrann fær ekki stuðning 2/3 í fyrstu umferð forsetakosninganna þá er stjórnlagadómstóllinn fengin til að ógilda kosninguna.

Hvað ættli forsætisráðherran geri svo næst á leið sinni í átt til lýðræðis?


mbl.is Stjórnlagadómstóll Tyrklands ógildir forsetakosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband