Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 22:24
Hver tefur störf þingsins?
Hef um langt árabil fylgst með íslenska landsliðinu í handbolta. Þetta er sú íþrótt sem ég hef mest gaman af. Hér með er það gert opinbert.
Spennan undanfarnar vikur hefur verið svo mögnuð að ég hef ekki einu sinni treyst mér til að blogga um þá upplifun. Sumt er bara þannig.
Hef fylgt strákunum okkar eftir í leikjum víða um heiminn í rúm þrjátíu ár. Það hefur þó alltaf verið í huganum. Ef tækifæri hefði boðist hefði ég þó ekki hikað við að fara og sjá þá spila á erlendri grund. Það á ég örugglega eftir að gera síðar.
Það að vera á staðnum í spennandi handboltaleik slær allt út. Það vita t.d. allir þeir sem voru á leiknum 17.júní s.l. í laugardalshöll. Ógleymaleg stemming. Og til þess að standa við bakið á strákunum okkar í heimsmeistarakeppninni hafa tveir eða þrír ráðherrar farið á leiki liðsins í Þýskalandi. Mér finnst það frábært. Þetta hafa þeir að sjálfsögðu gert á sinn eigin kostnað og fyrst og fremst til að standa við bakið á strákunum.
Nú hefur stjórnarandstaðan tekið það sérstaklega upp á þingi að ráðherrar ríkistjórnarinnar sjáist á landsleikjum á heimsmeistaramóti á erlendri grund. Þetta hafi orðið til þess að tefja störf þingsins. Þannig snúa menn þessari mögnuðu stemmingu sem hefur skapast hjá þjóðinni allri vegna leikjanna, upp í pólitískan ágreining.
Ef þetta snýst um mögulega töf á störfum þingsins, hefði stjórnarandstaðan þá að sama skapi ekki átt að hugsa um slíkt þegar hún talaði í u.þ.b. 60 klukkustundir um málefni ríkisútvarpsins?
Eða eru það eitthvað annað sem býr að baki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2007 | 16:17
Að vera landlaus í eigin landi
Og hvað er mögulegt í stöðunni þegar þegar maður hefur verið flæmdur burt úr sínu eigin heimalandi nema leita annara heimkynna. Hvað skyldi vera þar í boði?
Sjálfstæðismenn hafa ekki mikið pláss að bjóða þessari fyrrum flokkskonu sinni. Búnir að samþykkja lista í öllum sex kjördæmum og allt frágengið þar á bæ.
Vinstri grænir hafa gengið frá sínum listum nema í norð-vestur. Veit ekki hvort Margrét eigi nokkuð sameiginlegt með þeim flokki.
Samfylkingin gæti boðið henni fimmta sætið í öðru hvoru reykjavíkurkjördæminu. Ekki víst að slíkt sé ásætanlegt fyrir hana. Ekki síst þegar horft er á stöðu flokksins í dag. Örugglega mikil átök framundan í þeim flokki og ekki víst að hún vilji úr öskunni í eldinn
Framsóknarflokkurinn á enn eftir að ganga frá sínum lista í suðvesturkjördæmi, veit ekki hvort Margréti litist á að taka þar sæti. Allavega mun Sverrir faðir hennar seint samþykkja að hún gangi til liðs við þann flokk.
Þá er það framboð aldraðra og öryrkja og jafnvel framboð framtíðarlandsins. Allt enn nokkuð óljóst hvort af því verður fyrir þessar kosningar.
Ekki margir kostir í boði fyrir Margréti og engin sérstaklega spennandi. Sérframboð er alltaf kostur en ekki létt að fara í slíkan leiðangur rúmum þrem mánuðum fyrir kosningar.
Verður fróðlegt að sjá hvaða leið Margrét velur eftir fundinn í kvöld með stuðningsmönnum sínum.
28.1.2007 | 13:03
13 konur og enginn karl.
Heyrði í fréttum í gær viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, þar sem hún sagði að konur yrðu að taka höndum saman við karla til að stuðla að jafnrétti.
Á dagskrá ráðstefnunnar Kvennréttindafélagsins voru 13 fyrirlesarar og voru þeir allir af sama kyni. Held að þarna hefði KRFÍ geta stigið fyrsta skrefið í þá átt sem jafnrétti á að snúast um, að bæði kynin hafi sama rétt. Þótt eðlilegt sé að á slíkum tímamótum, eins og aldarafmæli er, að konur séu þar í aðalhlutverkum, hefðu karlar líka átt að koma þar að. KRFÍ hefði því átt að sýna jafnrétti í verki á 100 ára afmælinu.
Jafnrétti kynjanna næst ekki nema að við konur vinnum að því með körlum.
Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 13:23
Framboð andvana fætt?
Í þesari umræðu allri, sem fram hefur farið innan þessara hópa, hafa menn ekki borið gæfu til þess að ná samstöðu um grundvallaratriði máls, það eitt að bjóða sameiginlega fram. Nafn framboðsins, framboð aldraðra og öryrkja, hefur kallaði á ágreining þess arms sem vill að framboðið heiti, framboð öryrkja og aldraðra. Annað er í svipuðum dúr. Ágreiningurinn snýst því um allt annað málefni.
Einn af talsmönnum annars hóps þess sem hyggst bjóða fram, skrifaði í morgunblaðið 14.desember s.l. að "Til að framboð eldri borgara nái tilgangi sínum þarf fyrst og fremst ferska hugsun og órofa samstöðu" Slíkt virðist ekki einu sinni hafa náðs innan hópsins hvað þá utan hans.
Í sömu grein koma fram að eldri borgarar, 67 ára og eldri, væru rúmlega 31.000 talsins eða um 10% þjóðarinnar. Aðstandendur, sem í dag bera ábyrgð á velferð þessa fólks, væru enn fleiri. Jafnframt að öryrkjar væru 12.000 og þeir ættu á sama hátt a.m.k. jafnmarga aðstandendur.
Það er fjarstæða að setja alla aldraðra eða alla öryrkja undir sama hatt. Efast ekki um nauðsynlegt er að gera betur við hluta þessa hóps. Eins er hitt öruggt að margir sem tilheyra þessum hópum búa við mjög kröpp kjör. Hvort það er síðan meirihluti eða ekki, er ég ekki viss um.
Aldraðir og öryrkjar eru félagar í öllum stjórnmálaflokkum landsins og margir þeirra mjög virkir talsmenn fyrir réttindum þessara hópa. Held að þetta framboð sé í raun andvana fætt. Ekki síst þar sem menn báru ekki gæfu til að koma samhentir til leiks.
Anna Kristinsdóttir, annakr@nnakr.is
24.1.2007 | 21:04
Ertu ævintýramaður eða forpokaður?
Ég þekki mína þjóðarsál. Ég vissi að í samfélaginu væru forpokaðar kerlingar og karlar sem myndu saka menn um dómgreindar- og siðleysi en einnig ævintýrafólk sem væri reiðubúið að gera skemmtilega hluti.
Nú er bara að bíða og sjá hvorum hópnum maður tilheyri, líklega verður maður þó að kyngja því að tilheyra hóp hina forpokuðu - allavega í þessu tilfelli.
Um árabil hafa ótrúlega margir í okkar samfélagi lagt þeim lið sem minna meiga sín. Oftast án þess að eiga endilega mikið aflögu eða vera með neinar kröfur af nokkru tagi.
Ég held hinsvegar að öllum geti orðið á og við verðum að líta svo á að það hafi verið slæm mistök að kalla þá forpokaða, sem leyfðu sér að spyrja spurninga í því samhengi sem vísað var til hér að ofan. Það á ekki, og má ekki verða munur á því hvort menn gefa mikið af miklu eða eða lítið af litlu.
Ef við viljum og ætlum okkur að búa í sátt í þessu samfélagi þá verðum við öll að leggja okkur fram. Orðum fylgir ábyrgða og peningar gefa mönnum engan rétt í því efni.
Anna krsitinsdóttir, annakr@annakr.is
21.1.2007 | 22:26
Breytingar framundan
Meðan að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 40% fylgi eru við framsóknarmenn að mælast undir 10 prósentum. Þetta bendir til þess að miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar á styrk flokkanna á komandi þingi, ef þetta gengur eftir. Ýmsar aðrar vísbendingar á liðnum mánuðum benda í svipaða átt.
Þó miklar breytingar virðast vera á styrk flokkanna eru mestu breytingarnar á stöðu framsóknarflokksins. Þótt en sé of snemmt að ætla að flokkurinn nái ekki að rétta betur úr kútnum fyrir kosningar, má þó ætla að miklar breytingar verði á stöðu flokksins á komandi vori, og ekki síður verði mikli breytingar á forustusveit flokksins.
Á kjörtímabilinu tók Árni Magnússon þá ákvörðun að hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Þegar formaður flokksins, eftir sveitarstjórnarkosningarnar á liðnu vori, tók þá ákvörðun að stíga niður úr stól formanns og í framhaldi að seja af sér þingmennsku voru fyrirsjáanlegt að miklar breytingar yrðu á forystu flokksins. Boðað var til flokksþings og við formennsku tók Jón Sigurðsson, Guðni sat áfram sem varaformaður en Sæunn Stefánsdóttir tók við ritaraembættinu.
Síðan hafa þau Jón Kristjánsson og Dagný Jónsdóttir bæði ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Kristinn H. Gunnarsson hefur einnig afþakkað sæti á lista flokksins í komandi kosningum og nú í kvöld tilkynnti þingflokksformaðurinn, Hjálmar Árnason, að hann drægi sig í hlé frá stjórnmálunum.
Þannig hafa sex af tólf þingmönnum flokksins, sem kosnir voru á þing árið 2003, ákveðið að bjóða ekki fram krafta sína fyrir flokkinn í komandi kosningum.
Þessi nýja staða innan flokksins gæti haft í för með sér ný tækifæri, þótt missir sér að mörgum af þeim sem nú hverfa af vettvangi. Þessi endurnýjun gæti haft það í för með sér að flokkurinn næði að vinna að nauðsynlegum breytingum eftir að kosningabaráttunni lýkur. Þarna koma að nýjir kraftar með nýju fólki sem leggur án efa allt sitt í komandi baráttu.
Spennandi tímar framundan þar sem mörg tækifæri munu án efa gefast.
Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is
20.1.2007 | 13:10
Opið í Bláfjöllum
Fyrsti opnunardagurinn í Bláfjöllum fyrir almenning var í gær. Fékk mikla umfjöllun í fréttum í gær og dag. Kannski ekki af góðu einu, því rafmagnslaust varð á svæðinu á áttunda tímanum í gærkvöld þegar útsendingarbíl á vegum Ríkisútvarpsins var ekið á rafmagnslínu. Viðbrögð starfsmanna á svæðinu voru hárrétt og ekki tók langan tíma að koma þeim sem voru fastir í lyftunum á fast land. Helgin lofar því góðu með frosti, stillu og sólskini.
Var skipuð í Bláfjallanefnd síðasta sumar og gegni þar formennsku. Hef haft í nógu að snúast í fundarhöldum vegna þessa á liðnum mánuðum. Bláfjallanefnd er samstarfsnefnd sveitarfélaganna Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Sandgerðisbæjar, Grindavíkur, Gerðahrepps, Vatnsleysustrandarhrepps, Bessastaðarhrepps, Reykjanesbæjar og Mosfellsbæjar.
Auk þess að fara með rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálfelli fer stjórn skíðasvæðanna með stjórn Bláfjallafólkvangs. Var m.a. á fundi í gær þar sem kynntar voru hugmyndir Þríhnjúka ehf. um að kanna möguleikann á að útbúa útsýnispall inn í hellinum sem þar liggur og að bora jarðgöng inn í gíghálsinn sjálfan. Þessi hellir liggur á svæði Bláfjallafólkvangs og því er það m.a. hlutverk okkar sem í sitjum í ráðinu að hafa skoðun á slíkum framkvæmdum. Þó eru þeir aðilar sem málið kynntu, aðeins að kanna hvort framkvæmanlegt er að hrinda þessu af stað út frá umhverfis og öryggisþáttum.
Síðan yrði það annara að koma þessari hugmynd í framkvæmd, ef að yrði.
Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2007 | 23:37
Margrét, Guðjón, Magnús,Jón
Ótrúlegt hvað formaður og varaformaður frjálslynda flokksins virðast vera einbeitir í því að kljúfa flokkinn í herðar niður. Kannski sýnir það hvað velgengi í skoðanakönnunum getur farið illa með litla flokka.
Þekki Margréti Sverrisdóttur af góðu einu. Hún er mun meira erindi í stjórnmálin en flestir þeir sem skipa forustusveit innan frjálslyndra. Hefði því haldið að formaðurinn mundi fagna því að hún gæfi kost á sér til varaformanns. Í stað þess að sýna styrk sinn til þess að leiða flokkinn í gegnum þessar hremmingar, sýndi hann slæma dómgreind þegar hann lýsti yfir stuðningi við Magnús Þór sem varformann.
Skynsamlegra hefði verið að leyfa mönnum að takast á á komandi landþingi, án hans afskipta. Þar hefði hinn almenni flokksmaður haft síðasta orðið og formaðurinn gengið óskaddaður frá þeim leik. Ekki er víst að slíkt verði ef Margrét nær kjöri í varaformann eða gengur alla leið og býður sig fram til formanns.
Ekki síður sýndi það dómgreindarleysi að lýsa ekki yfir stuðningi við Margréti til að leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi-suður. Tel hann hafa dæmt hana úr leik í þeim viðtölum sem tekin voru við hann í dag. Eflir hana enn frekar í átökunum framundan.
Nú stefnir allt í átakaþing hjá frjálsyndum um aðra helgi. Hvaða stefnu flokkurinn tekur að því loknu verður fróðlegt að sjá.
Flest bendir til að þeir félagar Guðjón og Magnús hafi tekið höndum saman með Jóni Magnússyni til þess að stöðva frekari framgang Margrétar Sverrisdóttur innan flokksins. Hver sem verður niðurstaða þessa landsþing verður, er ljóst að einhverjir sitja særðir eftir.Það verður því að lokum alltaf flokkurinn sjálfur sem tapar í þessum átökum.
Anna Kristinsdóttir, annakr @annakr.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 22:45
Hvað þarf til að teljast trúfélag?
Í allri þeirri umræðu sem farið hefur fram að undanförnu um starfsemi Byrgisins hefur gjarnan verið talað um Byrgið sem trúfélag. Í lögum frá Alþingi um skráð trúfélög kemur fram í fyrstu grein að rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.
Skyldi Byrgið þá vera trúfélag með réttu?
Samkvæmt kirkjunetinu eru eftirfarandi trúfélög starfrækt hér á landi: Skráð trúfélög með sameiginlegan kenningargrundvöll og sakramentisskilningFríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík, Íslenska Kristskirkjan, Óháði söfnuðurinn og ÞjóðkirkjanÖnnur skráð kristin trúfélög eruAðventistar, Baptistakirkjan, Betanía,Boðunarkirkjan, Fríkirkjan Vegurinn,Heimakirkja
Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Hvítasunnukirkjan, Kaþólska kirkjan
Kefas kristið samfélag, Krossinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ,Samfélaga trúaðra
Serbneska réttrúnaðarkirkjan og Sjónarhæðarsöfnuður.Óskráð kristin trúfélög og hreyfingarAglow, Gideonfélagið, Hjálpræðisherinn,Kfum & Kfuk,Kletturinn kristið samfélag, Orð lífsins, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og Samhjálp
Alls tuttugu og átta trúfélög. Ótrúlega mörg, en hvergi minnst á trúfélagið Byrgið. Hvað er það sem starfsemi Byrgisins fól í sér sem gerði það að trúfélagi í hugum fólks? Varla var það eitt að haldnar voru samkomur fyrir þá sem þarna voru í meðferð? Eða var það kannski bara tungutak forstöðumannsins sem lofaði sífelt Guð sem gerði þetta að verkum?
Eftirfarandi pistil má lesa eftir fyrrverandi forstöðumann á heimasíðu byrgisins: Ég undirritaður, forstöðumaður Byrgisins skrái hér með niður hugsjón Drottins sem hann hefur gefið mér fyrir heilagan anda sinn og þeirri köllun í lífi mínu sem er Byrgið. Nafnið Byrgið er komið úr Jóhannes 10. Það er sauðabyrgið. Hann, Jesús, er góði hirðirinn. Ég, þú, við, í honum eigum við líka að vera góði hirðirinn. Það er margt sem við þurfum þess vegna að tileinka okkur úr lífi og starfi Drottins, líkjast honum og kærleika hans og láta frið Krists ríkja í hjörtum okkar, já, íklæðast elskunni sem er band algjörleikans.
Á heimasíðu Byrgisins kemur líka fram að það sé kristilegt líknarfélag. Í mínum huga er ljóst að ágætum forstöðumanni tókst ekki bara að blekkja hið opinbera til þess að leggja fjármagn í starfsemina árum saman. Honum tókst líka að blekkja okkur öll hin með kristilegu orðagjálfri sem tengist engu trúfélagi hvað þá trú.
Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 14:04
Samfélag heyrnalausra
Umræðan um málefni heyrnalausra barna og ungmenna hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum á liðnum dögum. Misnotkun á þessum hópi virðist hafa átt sér stað í mun meira mæli en í öðrum samfélagshópum og er það hryggileg staðreynd.
Ég þekki málefni þess hóp nokkuð. Tel mig þó ekki vera sérfræðing í þessum málum. Það eru líklega engir aðrir en þeir sem við þessa fötlun búa. Sonur minn fæddist mikið heyrnaskertur og var frá 4 ára aldri í Vesturhlíðaskóla. Þar stundaði hann nám, þar til hann lauk grunnskólanámi.
Skólinn hlúði vel að þeim hóp sem þar stundaði nám og ef eitthvað var fannst mér stundum nemendur vera ofverndaðir. Kennarar skólans voru upp til hópa hugsjónafólk sem lagði metnað sinn í að sinna þessum hóp vel. Þegar nemendur síðan luku námi og hófu í nám í framhaldskólum eða fóru út á vinnumarkaðinn voru þau oft illa undir það búin að mínu mati. Hin harði heimur hinna heyrandi tók ekki alltaf vel á móti þessum einstaklingum.
Ég varð þess fljótt áskynja að innan samfélags heyrnalausra giltu oft önnur lögmál en í heimi hinna heyrandi. Slíkt er ekki óeðlegt því meðan að samfélagið allt mótar siði og venjur hinna heyrandi, þá er það samfélag heyrnalausra sem er megin gerandi í mótun þessara þátta hjá heyrnalausum einstaklingum. Það er kannski ekki síst þess vegna, sem norm þessa hóps hafa þróast með þeim hætti að slíkir hlutir hafa verið látið viðgangast innan hópsins.
Einangrun vegna slíkrar fötlunar er og verður alltaf til staðar. Því er nauðsynlegt að hafa úrræði til staðar fyrir þessa einstaklinga til þess að þeir geti tekið sem mestan þátt í samfélagi okkar hinna og fái sömu tækifæri Þó með þeim formerkjum að þau haldi sinni eigin menningu og sérkennum.
Ég trúi því að það ástand sem hefur verið í umræðunni hafi ekki verið í slíku mæli á þeim árum þegar sonur minn stundaði í skólagöngu í Vesturhlíðaskóla. Þeir atburðir hafa að öllum líkindum átt sér stað í mun meira mæli þegar börn voru send í heimavist fjarri foreldrum og ættingjum.
Vonandi verður sú umræða sem átt hefur sér stað að undanförnu til þess að gera þessum hóp kleyft að taka þátt í samfélagi okkar heyrandi í auknum mæli. En til þess þarf öflugan stuðning.
Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2007 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja