Leita í fréttum mbl.is

Breytingar framundan

Skoðanakönnun helgarinnar í Fréttablaðinu bendir til þess að miklar sviptinga sé að vænta í komandi kosningum. Vinstri grænir og Samfylking nálgast óðfluga hvorn annan í fylgi og frjálslyndir mælast aftur með fylgi yfir yfir tíu prósent.

Meðan að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 40% fylgi eru við framsóknarmenn að mælast undir 10 prósentum. Þetta bendir til þess að miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar á styrk flokkanna á komandi þingi, ef þetta gengur eftir. Ýmsar aðrar vísbendingar á liðnum mánuðum benda í svipaða átt.

Þó miklar breytingar virðast vera á styrk flokkanna eru mestu breytingarnar á stöðu framsóknarflokksins. Þótt en sé of snemmt að ætla að flokkurinn nái ekki að rétta betur úr kútnum fyrir kosningar, má þó ætla að miklar breytingar verði á stöðu flokksins á komandi vori, og ekki síður verði mikli breytingar á forustusveit flokksins.

Á kjörtímabilinu tók Árni Magnússon þá ákvörðun að hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Þegar formaður flokksins, eftir sveitarstjórnarkosningarnar á liðnu vori, tók þá ákvörðun að stíga niður úr stól formanns og í framhaldi að seja af sér þingmennsku voru fyrirsjáanlegt að miklar breytingar yrðu á forystu flokksins. Boðað var til flokksþings og við formennsku tók Jón Sigurðsson, Guðni sat áfram sem varaformaður en Sæunn Stefánsdóttir tók við ritaraembættinu.

Síðan hafa þau Jón Kristjánsson og Dagný Jónsdóttir bæði ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Kristinn H. Gunnarsson hefur einnig afþakkað sæti á lista flokksins í komandi kosningum og nú í kvöld tilkynnti þingflokksformaðurinn, Hjálmar Árnason, að hann drægi sig í hlé frá stjórnmálunum.

Þannig hafa sex af tólf þingmönnum flokksins, sem kosnir voru á þing árið 2003, ákveðið að bjóða ekki fram krafta sína fyrir flokkinn í komandi kosningum.

Þessi nýja staða innan flokksins gæti haft í för með sér ný tækifæri, þótt missir sér að mörgum af þeim sem nú hverfa af vettvangi. Þessi endurnýjun gæti haft það í för með sér að flokkurinn næði að vinna að nauðsynlegum breytingum eftir að kosningabaráttunni lýkur. Þarna koma að nýjir kraftar með nýju fólki sem leggur án efa allt sitt í komandi baráttu.

Spennandi tímar framundan þar sem mörg tækifæri munu án efa gefast.


Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Anna !

Eigi flokki ykkar að verða viðbjargandi, þurfið þið að losa ykkur við fólk; eins og Jón Sigurðsson, Valgerði Sverrisdóttur, Birki J. Jónsson og Siv Friðleifsdóttur, svo einhver séu nefnd. Skínandi niðurstaða, að Hjálmar skyldi, fara sjálfvirkt; af lista ykkar, hér í Suðurkjördæmi, í gærkvöldi. Anna !............. það er alveg ljóst, að meðan séhagsmunaseggurrinn og skálkurinn Halldór Ásgrímsson, og hans illu áhrif, sem enn svífa yfir vötnum, í þjóðfélaginu, líka sem Davíðs Oddssonar innan Sjálfstæðisflokksins, að þá munu allir hugsandi Íslendingar muna, hversu miklum hrakförum ofantalið fólk hefir leikið okkar þjóð, sérstaklega á landsbyggðinni (sjáðu mín gömlu heimapláss; Eyrarbakka og Stokkseyri, fiskvinnzla og annað athafnalíf dautt), gæti upptalið fjölda annarra staða.

Anna ! Þið, sem eruð virkilega Framsóknarmenn, af hugsjón nokkurri getið enn umvennt til stefnu gömlu frumherjanna, frá 1916, og síðar með því að, t.d. reka þau ofantalin úr flokknum, tekið aftur, með þjóðnýtingu þá fjármuni, sem hrappar, eins og Finnur Ingólfsson (VÍS), Ólafur Ólafsson (Samskip) ásamt öðrum þeim, sem þú kannt betur skil á. en undirritaður. hafa hramsað frá íslenzkri bændastétt og öðru erfiðisvinnufólki. Anna.......... það væri stórmannlegt, að þú og þínir velmeinandi fylgjarar brygðust, af röggsemi mikilli við þessarri löngu tímabæru áskorun minni, þá myndi vel horfa um landsins framfarir, auk þess, að draga, eins og kostur er úr streymi útlendinga, héðan og þaðan úr veröldinni, þó ekki væri nema með tilliti til þeirra sjónarmiða okkar þjóðernissinna, að okkur ber að koma landi og þjóð, skammlaust inn í framtíðina, líka sem okkar forfeðrum tókst svo vel til, með okkar kynslóð, og aðrar núlifandi.

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölfusi Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband