Leita í fréttum mbl.is

Hvað þarf til að teljast trúfélag?

Í allri þeirri umræðu sem farið hefur fram að undanförnu um starfsemi Byrgisins hefur gjarnan verið talað um Byrgið sem trúfélag. Í lögum frá Alþingi um skráð trúfélög kemur fram í fyrstu grein að rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.  

Skyldi Byrgið þá vera trúfélag með réttu?

Samkvæmt kirkjunetinu eru eftirfarandi trúfélög starfrækt hér á landi: Skráð trúfélög með sameiginlegan kenningargrundvöll og sakramentisskilningFríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík, Íslenska Kristskirkjan, Óháði söfnuðurinn og  ÞjóðkirkjanÖnnur skráð kristin trúfélög eruAðventistar, Baptistakirkjan, Betanía,Boðunarkirkjan, Fríkirkjan Vegurinn,Heimakirkja
Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Hvítasunnu
kirkjan, Kaþólska kirkjan
Kefas – kristið samfélag
, Krossinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ,
Samfélaga trúaðra
Serbneska réttrúnaðarkirkjan
og Sjónarhæðarsöfnuður.
Óskráð kristin trúfélög og hreyfingarAglow, Gideonfélagið, Hjálpræðisherinn,Kfum & Kfuk,Kletturinn – kristið samfélag, Orð lífsins, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og Samhjálp 

Alls tuttugu og átta trúfélög. Ótrúlega mörg, en hvergi minnst á  trúfélagið Byrgið.  Hvað er það sem starfsemi Byrgisins fól í sér sem gerði það að trúfélagi í hugum fólks? Varla var það eitt að haldnar voru samkomur fyrir þá sem þarna voru í meðferð? Eða var það kannski bara tungutak forstöðumannsins sem lofaði sífelt Guð sem gerði þetta að verkum? 

Eftirfarandi pistil má lesa eftir fyrrverandi forstöðumann á heimasíðu byrgisins: Ég undirritaður, forstöðumaður Byrgisins skrái hér með niður hugsjón Drottins sem hann hefur gefið mér fyrir heilagan anda sinn og þeirri köllun í lífi mínu sem er Byrgið. Nafnið Byrgið er komið úr Jóhannes 10. Það er sauðabyrgið. Hann, Jesús, er góði hirðirinn. Ég, þú, við, í honum eigum við líka að vera góði hirðirinn. Það er margt sem við þurfum þess vegna að tileinka okkur úr lífi og starfi Drottins, líkjast honum og kærleika hans og láta frið Krists ríkja í hjörtum okkar, já, íklæðast elskunni sem er band algjörleikans.  

Á heimasíðu Byrgisins kemur líka fram að það sé “kristilegt líknarfélag”. Í mínum huga er ljóst að ágætum forstöðumanni tókst ekki bara að blekkja hið opinbera til þess að leggja fjármagn í starfsemina árum saman. Honum tókst líka að blekkja okkur öll hin með kristilegu orðagjálfri sem tengist engu trúfélagi hvað þá trú.  

Anna Kristinsdóttir, annakr@annakr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband