25.6.2008 | 14:05
Frá Reykjavík en samt að vestan
Nú skal haldið vestur á firði. Þaðan sem allt gott er komið. Eða svo var mér alltaf sagt.
Ég lærði það fljótt á minni ævi að ekkert alvöru fólk kemur frá Reykjavík. Þaðan er enginn ættaður. Allir eiga ættir sínar lengra að rekja.
Gaflarar verða til ef menn fæðast í Hafnarfirði en það sama virðist ekki vera um Reykvíkinga. Þeir koma víst allir frá öðrum stöðum. Sama þótt þeir hafi búið allt sitt líf í borginni.
Líklega leifar af þeim þankagangi Þegar menn töldu að allt slæmt kæmi frá kaupstöðum landsins. Í sveitinni væri allt betra og menningin blómlegri. Held varla að lífið sé svo einfalt. Allt hefur sína kosti og galla.
Ég kem að vestan í móðurætt. Frá Suðurlandinu í föðurætt. Hef þó hitt Þá fleiri í gegnum lífið sem vilja tala um vestfirska genið. Hef því frekar notað það, þegar ég kynni ættir mínar. Nema auðvitað að ég sé stödd á Suðurlandinu.
Nú skal haldið vestur. Í afmæli hjá góðum vin á Súðavík. Í kjötsúpu á Bolungarvík og sjóstöng á Suðureyri. Haldið til á Ísafirði.
Vinir og ættingjar heimsóttir. Kaffi og með því á öllum stöðum og helstu fréttir fengnar.
Mikið hlakkar mig til. Fæ án efa orku frá galdramönnum fyrir vestan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
sorry en ég held að á íslensku segi maður "mikið hlakka ég til". En ég er ættuð frá Reykjavík í báðar ættir. það ætti kannski að friða mig er greinilega í útrýmingarhættu.
tatum, 25.6.2008 kl. 14:32
Rétt og móttekið en ég vil ógjarnan leiðrétta málfarsvillur mínar sem komnar eru á prent. Þá yrði allt frekar einsleitt í skrifunum.
Þakka samt ábendinguna.
Anna Kristinsdóttir, 25.6.2008 kl. 15:17
Vestfirðingar segja "í Bolungarvík, og í Súðavík". Þér fyrirgefast allar aðrar málfræðivillur (ef einhverjar eru). Annars sagði Þorsteinn Antonsson í greinasafninu Á eigin vegum: "Ísafjarðarbær er ekki nema liðlega hundrað ára og því grunnt á aðkomumanninum í flestum enda er virðingarstiginn að athuguðu máli þessi: 1) Hornstrendingar, 2) Ísfirðingar, 3) Stranda- og Djúpmenn, 4) fólk annarsstaðar af landinu nema Reykjavík, 5) Reykvíkingar". Mér sýnist þú við fyrstu athugun bragði falla í fyrsta flokkinn. Ólína Þorvarðar vottar það örugglega með mér að orkuna fær maður "að Vestan". Þangað fer ég allavega ef ég þarf að hlaða batteríin. Mæli sérstaklega með að þú farir með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar í Vigur, þangað er gott að koma. Góða ferð vestur.....
Sigríður Jósefsdóttir, 25.6.2008 kl. 23:13
Enda eru þeir Í víkum. En húsin eru við víkurnar.
Við sem erum af fólki (semsagt að Vestan) vitum að allt sem eitthvað hryggjarstykki er í, kemur að vestan.
Sum okkar skömmumst okkar þó fyrir sumt það sme þaðan er, með hendurnar náanst grónar í vösum og við hverja aðra framan á belgjum þeirra.
Njóttu vel mín kæra, þó svo við séum ekki samflokksmenn, erum við þó að hluta einsleit í sinni.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 26.6.2008 kl. 09:01
Sem vesturbæjingur úr firðinum, Gaflari að sjálfsögðu, tilkynni ég hér með að nú bý ég fyrir vestan, eða vestra eins og Færeyjingarnir segja. Þannig að þegar maður er í Þórshöfn, þá fer ég vestureftir þegar ég fer heim.
Einu sinni vesturbæjingur, alltaf vesturbæjingur.
Sólveig Birgisdóttir, 26.6.2008 kl. 10:51
Gangi ykkur ferðalagið vel Anna mín. Bið að heilsa afmælisbarninu og húsfrúnni á Hóli. Svo verð ég þarna eftir 2 vikur, en það hefði verið gaman að vera þarna með þér og heimsækja vík formæðra okkar, hina einu og sönnu Skálavík.
Sigrún Jónsdóttir, 26.6.2008 kl. 21:34
Til að forðast vandræði: segðu bara "Ég, mér og mínum hlakka til" :-) Ég er andvíg sjúkdómsvæðingunni og niðurlægingartilhneigingunni sem felst í því að vera alltaf að leiðrétta þágufallshneigðina sem er löngu orðin hluti af íslenskunni okkar, sem þrátt fyrir allt tekur breytingum, þótt við séum í afneitun gagnvart því :-)
Takk fyrir skemmtilegar vangaveltur um upprunadýrkunina, ég er svo heppin að geta sagt að ég er úr Flóanum að 1/4 (þaðan hef ég alla tvísýnina), frá Vestfjörðum að 1/4 (þaðan kemur snobbgenið mitt áreiðanlega), frá N-Þingeyjasýslu að 1/4 (þaðan hef ég belginginn), og Eskifirði að 1/4 (veit sossum ekki hvað ég hef þaðan). Síðan er ég alin upp í VE, Moskó og Reykjavík. Summan af þessu er síðan.... ja, það er nú það :-)
LKS - hvunndagshetja, 28.6.2008 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.