Leita í fréttum mbl.is

Lífið án frétta

Helgin leið án þess að ég hafi haft tíma til þess að skoða póstinn, lesa fréttir eða blogga. Vonandi til marks um að ég get lifað góða daga án þess að komast í tölvu.

Hef reyndar haft það oftar og oftar á tilfinningunni að undanförnu að ég sé illa haldinn af tölvufíkn. Eða kannski fréttafíkn. Ég þarf helst að heyra fréttir oft á dag og án þeirra finnst mér eitthvað vanta.

Síðustu mánuðir hér við tölvuna hafa haft þessar hliðarverkanir í för með sér.

Veit að þetta er ekki gott og var því fegin í morgun þegar ég áttaði mig á því að ég hafði ekkert farið í tölvuna síðan á föstudag eða lesið blöðin. Helgin var einfaldlega allt of annasöm fyrir slíkt.

Á laugardag var verið allan daginn í laugardalnum í góðum hópi. Notið dagsins og fylgst með úr fjarlægð glæsilegum sigri í kvennaboltanum. Dagurinn endaði síðan í Hafnarfirði þar sem hlustað var á afmælistónleika MND félagsins.

Á sunnudag Viðey heimsótt í góðum félagskap og frábæru veðri. Farið með yngsta soninn og nýjan félaga hans í bíó í lok dags og síðan í heimsókn til nýja félagans á Álftanesið. Dýrmætt að eignast vini Þegar félagsfærnin er ekki mikil og slíku tekið opnum örmum.

Í dag tekur síðan síðan við undirbúningur vegna vestfjarðarferðar sem byrjar á miðvikudag.

Kannski ágætt þegar gúrkan fer að ná yfirhöndinni í fréttaflutningi og sumarið sýnir sínar bestu hliðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband