Leita í fréttum mbl.is

Mælingar á niðurrifsseggi

Nú styttist í það að ferðamenn fari að streyma til Peking vegna Ólimpíuleikana. Það er ljóst að menn verða að fara vel yfir sín mál áður en lagt er af stað því stjórnvöld hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig þeir ferðamenn sem sækja staðinn heim verða að vera innréttaðir.

Stjórnvöld í Kína hafa gefið það út að engum útlendingi með alnæmissmit sé heimilt að koma til Peking og fylgjast með leikunum, engum geðsjúklingi, engri vændiskonu og engum niðurrifssegg.

Einnig hefur það verið gefið út hvað ferðamennirnir mega ekki hafa í farangri sínum til Peking 

Ekki er heimilt að hafa með sér bækur, blöð eða tölvugögn með efni sem skaðað gæti stjórnskipan Kínverja, menningu þeirra, efnahagslíf eða siðferði.

Ef menn brjóta síðan lög t.d. með því að  efna til stjórnmálafunda eða mótmæla, munu sæta refsingu, stundum án þess að mál þeirra fari fyrir dómstól. 

Heimilt er að úrskurða niðurrifsseggi í allt að fjögurra ára betrunarvist í vinnubúðum.

Hvernig svo þetta allt saman er metið er ekki alveg ljóst að betra að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Mælistikurnar liggja ekki alveg fyrir hvernig niðurrifsseggir t.d. haga sér.

Hvað þá hvaða tölvugögn gætu skaðað menningu eða siðferði Kínverja.

Gott að hafa þetta allt í huga áður en lagt er af stað og best er líklega að fara án nokkurs farangurs. Það er aldrei að vita hvað getur skapað hættu í slíkum tilfellum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband